Saknar bílsins síns sem var stolið af sambýli Apríl Auður Helgudóttir skrifar 8. maí 2023 17:05 Freyr Vilmundarson í bílnum sínum sem tekinn var ófrjálsri hendi aðfaranótt laugardagsins 6. maí. Freyr Vilmundarson, nítján ára íbúi á sambýlinu Árlandi í Fossvogi, saknar þess að geta farið í bíltúr með gæslumanni sínum þessa dagana. Ástæðan er sú að bílnum var stolið um helgina. Bíllinn er af gerðinni Hyundai I20, árgerð 2022, með númerinu EGD 17 og var lagt fyrir utan Árland þegar hann var tekinn ófrjálsri hendi aðfaranótt laugardags. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu en vandinn er óleystur. Bílinn er ófundinn þótt lýsingar vitna gefi til kynna hver hafi verið að verki. Vilmundur Hansen er faðir Freys. Hann segir að starfsfólk Árlands viti hvernig þjófnaðurinn átti sér stað. Bílaþjófurinn hafi gengið inn á sambýlið um miðja nótt og tekið lyklana að bílnum. Faðir Freys lýsir því hve mikla þýðingu bíllinn hafi fyrir líf Freys sem viti fátt skemmtilegra en að fara í bíltúr og hlusta á tónlist. Umsjónaraðilar sjái um að keyra bílinn sem hafi bætt lífsgæði Freys til muna. Safnað fyrir bílnum Freyr flutti inn á sambýlið fyrir ári síðan. Þar var einn sameiginlegur bíll fyrir alla íbúa. Efnt var til söfnunar fyrir bíl fyrir Frey á Facebook í ágúst í fyrra. Í færslu um söfnunina á Facebook sagði: „Þannig er að eftir að Freyr flutti á nýtt sambýli að þá hefur aðgangur að bíl verið töluvert minni en hann átti að venjast á gamla staðnum. Þar sem hann getur hvorki notað strætó né ferðaþjónustuna þá hefur þetta verið svolítið erfitt, bæði fyrir hann og starfsfólkið. Fyrir utan að þurfa að komast á staði þannig að hægt sé að auðga líf hans með alls kyns afþreyingu, þá elskar hann að fara í bíltúra. Það róar hann mikið að fara í bíltúr.“ Freyr elskar að fara í bíltúra. Bílinn gerði Frey mögulegt að njóta lífsins á sinn hátt og vera ekki bundinn öðrum en gæslumanni sínum hverju sinni. Vilmundur segir að af lýsingum vitna að dæma þá liggi fyrir hver tók bílinn. „Ég efast um að þetta hafi hafa verið planað. En ef aðilinn hefur farið inn á sambýlið þá hefur hann bara getað tekið lykla að einhverjum bíl. Þetta er kannski bara okkar óheppni að þetta hafi verið bílinn hans Freys,“ segir Vilmundur. Hann segir Frey átta sig á breyttri stöðu að geta ekki farið í bíltúr þó hann átti sig ekki á því hvers vegna. Hann segir starfsfólk Árlands hafa brugðist vel við, látið foreldrana vita og hringt í lögregluna. „Það er vel hugsað um hann þarna og þetta er nýtt og flott sambýli. Þetta var óheppni og auðvitað mjög leiðinlegt. Ég veit ekki alveg hver næstu skref eru en vona bara hið besta.“ Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Lögreglumál Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Bíllinn er af gerðinni Hyundai I20, árgerð 2022, með númerinu EGD 17 og var lagt fyrir utan Árland þegar hann var tekinn ófrjálsri hendi aðfaranótt laugardags. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu en vandinn er óleystur. Bílinn er ófundinn þótt lýsingar vitna gefi til kynna hver hafi verið að verki. Vilmundur Hansen er faðir Freys. Hann segir að starfsfólk Árlands viti hvernig þjófnaðurinn átti sér stað. Bílaþjófurinn hafi gengið inn á sambýlið um miðja nótt og tekið lyklana að bílnum. Faðir Freys lýsir því hve mikla þýðingu bíllinn hafi fyrir líf Freys sem viti fátt skemmtilegra en að fara í bíltúr og hlusta á tónlist. Umsjónaraðilar sjái um að keyra bílinn sem hafi bætt lífsgæði Freys til muna. Safnað fyrir bílnum Freyr flutti inn á sambýlið fyrir ári síðan. Þar var einn sameiginlegur bíll fyrir alla íbúa. Efnt var til söfnunar fyrir bíl fyrir Frey á Facebook í ágúst í fyrra. Í færslu um söfnunina á Facebook sagði: „Þannig er að eftir að Freyr flutti á nýtt sambýli að þá hefur aðgangur að bíl verið töluvert minni en hann átti að venjast á gamla staðnum. Þar sem hann getur hvorki notað strætó né ferðaþjónustuna þá hefur þetta verið svolítið erfitt, bæði fyrir hann og starfsfólkið. Fyrir utan að þurfa að komast á staði þannig að hægt sé að auðga líf hans með alls kyns afþreyingu, þá elskar hann að fara í bíltúra. Það róar hann mikið að fara í bíltúr.“ Freyr elskar að fara í bíltúra. Bílinn gerði Frey mögulegt að njóta lífsins á sinn hátt og vera ekki bundinn öðrum en gæslumanni sínum hverju sinni. Vilmundur segir að af lýsingum vitna að dæma þá liggi fyrir hver tók bílinn. „Ég efast um að þetta hafi hafa verið planað. En ef aðilinn hefur farið inn á sambýlið þá hefur hann bara getað tekið lykla að einhverjum bíl. Þetta er kannski bara okkar óheppni að þetta hafi verið bílinn hans Freys,“ segir Vilmundur. Hann segir Frey átta sig á breyttri stöðu að geta ekki farið í bíltúr þó hann átti sig ekki á því hvers vegna. Hann segir starfsfólk Árlands hafa brugðist vel við, látið foreldrana vita og hringt í lögregluna. „Það er vel hugsað um hann þarna og þetta er nýtt og flott sambýli. Þetta var óheppni og auðvitað mjög leiðinlegt. Ég veit ekki alveg hver næstu skref eru en vona bara hið besta.“
Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Lögreglumál Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira