Leituðu að hring látinnar frænku í Reykjavíkurtjörn Máni Snær Þorláksson skrifar 8. maí 2023 15:20 Leitin bar ekki árangur í morgun en björgunarsveitin er þó ekki búin að gefast upp. Björgunarsveitin Suðurnes Maður á þrítugsaldri tapaði hring sínum er hann var að gefa öndunum í Reykjavíkurtjörn brauð. Kallað var eftir aðstoð björgunarsveitar til að leita að hringnum. Kafarar sem áttu lausa stund mættu á vettvang en leitin bar ekki árangur. Björgunarsveitin Suðurnes mætti á vettvang með tvo kafara. Í færslu sem björgunarsveitin birtir á Facebook-síðu sinni segir að um „óvenjulega“ aðstoð sé að ræða. Þessir tveir kafarar hafi átt lausa stund og byrjað leitina með myndavél. „Eftir um tveggja tíma leit var ákveðið að leita botninn með kafara. Því miður bar leitin ekki árangur í þetta skiptið en mun björgunarsveitin nýta þetta tækifæri til æfingar og halda leitinni eitthvað áfram.“ Óvenjuleg en frábær æfing Haraldur Haraldsson, formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes, segir í samtali við fréttastofu að fjölskylda mannsins sem týndi hringnum hafi haft samband við björgunarsveitina. „Okkur fannst þetta svo skemmtilegt, þó svo þetta sé pínu óvenjulegt, að við urðum bara að hjálpa þeim,“ segir Haraldur. „Það voru tveir lausir kafarar sem eru í vaktavinnu, þeir hoppuðu á vagninn og voru svo indælir að kíkja á þetta.“ Kafað eftir hringnum í tjörninni.Björgunarsveitin Suðurnes Reykjavíkurtjörn verður seint flokkuð undir djúpt vatn og segir Haraldur að því myndi köfunin í tjörninni eiginlega flokkast undir yfirborðsköfun. „Allt svona er auðvitað frábær æfing fyrir okkur,“ segir hann. „En við notuðum að stórum hluta til myndavél. Við vorum alveg í tvo tíma að fara yfir svæðið með myndavél, fram og til baka og upp og niður.“ Þetta sé björgunarsveitarstarfið í hnotskurn Alls stóð leitin að hringnum yfir í um þrjá og hálfan tíma en sem fyrr segir bar hún ekki árangur. Björgunarsveitin er þó ekki af baki dottin. „Við ætlum að gefa þessu annan séns og reyna aftur,“ segir Haraldur. Kafararnir fundu ekki hringinn í fyrstu tilraun.Björgunarsveitin Suðurnes Haraldur bætir þá við að þeir þurfi að breyta til í næstu leit og reyna eitthvað annað. „Við verðum að skipta um taktík næst. Við verðum eitthvað að breyta um aðferð, þetta var ekki að gera sig í morgun,“ segir hann. Að lokum segir hann þessa leit gefa góða innsýn í starfið: „Þetta er björgunarstarfið í hnotskurn, að geta hjálpað náunganum, það er ekki nokkur spurning.“ Hringur með mikið tilfinningalegt gildi Faðir mannsins sem týndi hringnum hafði samband við fréttastofu eftir að hún birtist. Hann segir að sonur sinn sé ekki fjölskyldufaðir, hann sé ógiftur og því sé ekki um giftingarhring að ræða. Sonur hans hafi fengið hringinn að gjöf frá frænku sinni sem nú er látinn, hann sé því með mikið tilfinningalegt gildi. „Þetta gerðist fyrir nokkrum vikum,“ segir faðir mannsins í samtali við fréttastofu. Eftir að hafa reynt að leita að hringnum með öðrum leiðum var þeim bent á að hafa samband við Harald. „Haraldur vildi endilega hjálpa okkur án greiðslu.“ Þá segir faðir mannsins að fjölskyldan sé afar þakklát björgunarsveitinni fyrir góðmennsku þeirra og hjálpsemi. Fréttin var uppfærð með upplýsingum frá fjölskyldunni að ekki væri um giftingarhring að ræða heldur hring látinnar frænku. Björgunarsveitir Reykjavík Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Sjá meira
Björgunarsveitin Suðurnes mætti á vettvang með tvo kafara. Í færslu sem björgunarsveitin birtir á Facebook-síðu sinni segir að um „óvenjulega“ aðstoð sé að ræða. Þessir tveir kafarar hafi átt lausa stund og byrjað leitina með myndavél. „Eftir um tveggja tíma leit var ákveðið að leita botninn með kafara. Því miður bar leitin ekki árangur í þetta skiptið en mun björgunarsveitin nýta þetta tækifæri til æfingar og halda leitinni eitthvað áfram.“ Óvenjuleg en frábær æfing Haraldur Haraldsson, formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes, segir í samtali við fréttastofu að fjölskylda mannsins sem týndi hringnum hafi haft samband við björgunarsveitina. „Okkur fannst þetta svo skemmtilegt, þó svo þetta sé pínu óvenjulegt, að við urðum bara að hjálpa þeim,“ segir Haraldur. „Það voru tveir lausir kafarar sem eru í vaktavinnu, þeir hoppuðu á vagninn og voru svo indælir að kíkja á þetta.“ Kafað eftir hringnum í tjörninni.Björgunarsveitin Suðurnes Reykjavíkurtjörn verður seint flokkuð undir djúpt vatn og segir Haraldur að því myndi köfunin í tjörninni eiginlega flokkast undir yfirborðsköfun. „Allt svona er auðvitað frábær æfing fyrir okkur,“ segir hann. „En við notuðum að stórum hluta til myndavél. Við vorum alveg í tvo tíma að fara yfir svæðið með myndavél, fram og til baka og upp og niður.“ Þetta sé björgunarsveitarstarfið í hnotskurn Alls stóð leitin að hringnum yfir í um þrjá og hálfan tíma en sem fyrr segir bar hún ekki árangur. Björgunarsveitin er þó ekki af baki dottin. „Við ætlum að gefa þessu annan séns og reyna aftur,“ segir Haraldur. Kafararnir fundu ekki hringinn í fyrstu tilraun.Björgunarsveitin Suðurnes Haraldur bætir þá við að þeir þurfi að breyta til í næstu leit og reyna eitthvað annað. „Við verðum að skipta um taktík næst. Við verðum eitthvað að breyta um aðferð, þetta var ekki að gera sig í morgun,“ segir hann. Að lokum segir hann þessa leit gefa góða innsýn í starfið: „Þetta er björgunarstarfið í hnotskurn, að geta hjálpað náunganum, það er ekki nokkur spurning.“ Hringur með mikið tilfinningalegt gildi Faðir mannsins sem týndi hringnum hafði samband við fréttastofu eftir að hún birtist. Hann segir að sonur sinn sé ekki fjölskyldufaðir, hann sé ógiftur og því sé ekki um giftingarhring að ræða. Sonur hans hafi fengið hringinn að gjöf frá frænku sinni sem nú er látinn, hann sé því með mikið tilfinningalegt gildi. „Þetta gerðist fyrir nokkrum vikum,“ segir faðir mannsins í samtali við fréttastofu. Eftir að hafa reynt að leita að hringnum með öðrum leiðum var þeim bent á að hafa samband við Harald. „Haraldur vildi endilega hjálpa okkur án greiðslu.“ Þá segir faðir mannsins að fjölskyldan sé afar þakklát björgunarsveitinni fyrir góðmennsku þeirra og hjálpsemi. Fréttin var uppfærð með upplýsingum frá fjölskyldunni að ekki væri um giftingarhring að ræða heldur hring látinnar frænku.
Björgunarsveitir Reykjavík Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Sjá meira