Gleðispjall á gleðidögum Sigurvin Lárus Jónsson og Sólveig Fríða Kjærnested skrifa 8. maí 2023 09:00 Í takti kirkjuársins eru nú gleðidagar en dagarnir frá páskum og fram að hvítasunnu nefnast gleðidagar. Þeim fylgir hvatning til að fagna lífinu og ekki að ósekju því að á gleðidögum vaknar lífið og grundir grænka í kjölfar kærkominnar hlýju og birtu vorsins. Gleði er eitt af meginstefjum Biblíunnar og ákallið um að gleðjast í öllum aðstæðum birtist eins og rauður þráður í gegnum ritsafnið. Í bréfum Nýja testamentisins birtist áhugaverð þverstæða í garð gleðinnar en þar er víða að finna hvatningu um að gleðjast í raunum: „álítið það mesta fagnaðarefni er þið ratið í ýmiss konar raunir.“ Í þessu samhengi er gleðin ekki afleiðing af einhverju sem gleður okkur og enn síður uppfylling á einhverju sem okkur skortir. Gleði er í samhengi biblíunnar ekki afleiðing, heldur orsök, ákvörðun en ekki ástand, hún er val sem við eigum andspænis því verkefni að vera manneskja. Við manneskjur sitjum uppi með heila sem var búinn til og hannaður fyrir okkur en ekki af okkur og við berum ábyrgð á. Heilinn, stjórnstöð líkamans, heldur utan um geðheilsu okkar sem samanstendur af flóknum samverkandi þáttum, svo sem hormónum, hugsunum, tilfinningum, minningum, orðaforða, ímyndunarafli og mörgu fleiru. En hvernig skilgreinum við geðheilbrigði eða góða geðheilsu? Er viðmiðið það sama og vera með góða líkamlega heilsu? Góð geðheilsa er ekki að líða alltaf vel. Við myndum varla telja það náttúrulegt ástand veðurfars að það sé alltaf sól. Náttúrulegt ástand geðheilsu er sí breytilegt hugar- og tilfinningaflæði og góð geðheilsa felur í sér getuna til að dvelja í þessu flæði og fara í gegnum það. Þar sem einn megin tilgangur heilans er að halda okkur öruggum og á lífi, þýðir það að við búum yfir fleiri tilfinningum sem okkur gæti fundist óþægilegar, svo sem hræðslu, reiði, skömm, ógeði og sorg, en tilfinningum sem við upplifum sem þægilegar, eins og gleði. Einstaka tilfinningar, á borð við undrun, eru þarna á milli því hún getur verið uppspretta forvitni og ótta. Það skiptir því máli fyrir góða geðheilsu að þola við og læra inn á óþægilegar tilfinningar. Daglega tökumst við á við togstreituna á milli þess að þurfa eitthvað og vilja eitthvað, því þarfir og vilji fara ekki endilega alltaf saman. Öll þekkjum við að þurfa að fara að sofa en langa að vaka lengur eða hjá börnum þegar þau eiga erfitt með að hætta einhverju skemmtilegu en þurfa augljóslega að fara á klósettið. Þessi togstreita birtist líka í tilfinningunum, það er sem dæmi erfitt að finna til hugrekkis án þess að takast á við erfiðar tilfinningar, ótta, þreytu, leiða, pirring eða reiði. Þessi togstreita reynir á athygli okkar og verkefnið er að færa athyglina þangað sem við erum að reyna stýra henni. Þetta getur reynst erfitt því heilinn vill gjarnan færa athyglina þangað sem er möguleg ógn eða óþægindi. Við þurfum því að byggja upp jafnvægi á milli ógnar- og öryggiskerfa heilans. Að hafa stjórn, mildi og skynsemi þegar við erum að leggja mat á hlutina í stað þess að notast við dómhörku og stjórnleysi. Að geta greint á milli þess sem við höfum stjórn á og hverju ekki, hvað er á okkar valdi og hverju við þurfum að sleppa tökum á. Þessir þættir reyna oft á og ef geðrænt álag verður mikið, sjáum við að hugsanir okkar og innra samtal geta einkennst af ofmati á eigin getu og annarra, sjálflægni, dómhörku, einsleitni og svarthvítri hugsun sem getur haft áhrif á tengsl okkar við okkur sjálf og annarra. Í erfiðleikum er oft erfitt að finna gleðina, því hugsanir okkar leita í gagnstæða átt þegar við tökumst á við erfiðleika. Hér reynir á athygli og jafnvægi, því gleðin getur veitt mikilvægan styrk við að takast á við erfiðleika. Þau hormón sem gleðin framkallar geta verið mótvægi við þau hormón sem erfiðar tilfinningar senda frá sér. Hið sama á við um líkamlegan sársauka, þar sem t.d. endorfín dælist inn í hormónakerfi líkamans til að dempa verki í von um að draga úr skaðanum sem gæti fylgt líkamlega sársaukanum. Líklega er gleðinni ætlað hið sama, henni er ekki eingöngu ætlað að ýta undir hamingju heldur er jafnframt leið til að dempa erfiðleika og draga úr skaðanum sem getur fylgt erfiðleikum. Ef við rýnum í kerfið okkar með forvitni og mildi, þá getum við upplifað að það að takast á við erfiðleika þarf ekki endilega að vera neikvæð reynsla. Nútíma sálfræði og erindi Biblíunnar eiga hér samhljóm í þeirri hvatningu að nýta gleðina sem verkfæri í erfiðleikum, hverjar sem aðstæður okkar eru. Eins öfugsnúið og það kann að hljóma kennir Biblían að við eigum að gleðjast mest þegar meðbyrinn er mestur. Þá þurfum við einfaldlega mest á gleðinni að halda, að gleðin létti okkur verkefnið að takast á við erfiðleika. Gleðin er verkfæri sem við getum valið að beita í lífi okkar og með gleðina að vopni verða verkefnin léttbærari. Gleðin verður viðfangsefni gleðispjalls í Fríkirkjunni í Reykjavík næstkomandi sunnudag (14. maí kl. 14.00), þar sem sálfræðingurinn og grínistinn Þorsteinn Guðmundsson mun fjalla um leyndardóma gleðinnar og tónlistarfólk Fríkirkjunnar flytur gleðisöngva. Sólveig Fríða Kjærnested sálfræðingur og Sigurvin Lárus Jónsson prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Trúmál Mest lesið Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Í takti kirkjuársins eru nú gleðidagar en dagarnir frá páskum og fram að hvítasunnu nefnast gleðidagar. Þeim fylgir hvatning til að fagna lífinu og ekki að ósekju því að á gleðidögum vaknar lífið og grundir grænka í kjölfar kærkominnar hlýju og birtu vorsins. Gleði er eitt af meginstefjum Biblíunnar og ákallið um að gleðjast í öllum aðstæðum birtist eins og rauður þráður í gegnum ritsafnið. Í bréfum Nýja testamentisins birtist áhugaverð þverstæða í garð gleðinnar en þar er víða að finna hvatningu um að gleðjast í raunum: „álítið það mesta fagnaðarefni er þið ratið í ýmiss konar raunir.“ Í þessu samhengi er gleðin ekki afleiðing af einhverju sem gleður okkur og enn síður uppfylling á einhverju sem okkur skortir. Gleði er í samhengi biblíunnar ekki afleiðing, heldur orsök, ákvörðun en ekki ástand, hún er val sem við eigum andspænis því verkefni að vera manneskja. Við manneskjur sitjum uppi með heila sem var búinn til og hannaður fyrir okkur en ekki af okkur og við berum ábyrgð á. Heilinn, stjórnstöð líkamans, heldur utan um geðheilsu okkar sem samanstendur af flóknum samverkandi þáttum, svo sem hormónum, hugsunum, tilfinningum, minningum, orðaforða, ímyndunarafli og mörgu fleiru. En hvernig skilgreinum við geðheilbrigði eða góða geðheilsu? Er viðmiðið það sama og vera með góða líkamlega heilsu? Góð geðheilsa er ekki að líða alltaf vel. Við myndum varla telja það náttúrulegt ástand veðurfars að það sé alltaf sól. Náttúrulegt ástand geðheilsu er sí breytilegt hugar- og tilfinningaflæði og góð geðheilsa felur í sér getuna til að dvelja í þessu flæði og fara í gegnum það. Þar sem einn megin tilgangur heilans er að halda okkur öruggum og á lífi, þýðir það að við búum yfir fleiri tilfinningum sem okkur gæti fundist óþægilegar, svo sem hræðslu, reiði, skömm, ógeði og sorg, en tilfinningum sem við upplifum sem þægilegar, eins og gleði. Einstaka tilfinningar, á borð við undrun, eru þarna á milli því hún getur verið uppspretta forvitni og ótta. Það skiptir því máli fyrir góða geðheilsu að þola við og læra inn á óþægilegar tilfinningar. Daglega tökumst við á við togstreituna á milli þess að þurfa eitthvað og vilja eitthvað, því þarfir og vilji fara ekki endilega alltaf saman. Öll þekkjum við að þurfa að fara að sofa en langa að vaka lengur eða hjá börnum þegar þau eiga erfitt með að hætta einhverju skemmtilegu en þurfa augljóslega að fara á klósettið. Þessi togstreita birtist líka í tilfinningunum, það er sem dæmi erfitt að finna til hugrekkis án þess að takast á við erfiðar tilfinningar, ótta, þreytu, leiða, pirring eða reiði. Þessi togstreita reynir á athygli okkar og verkefnið er að færa athyglina þangað sem við erum að reyna stýra henni. Þetta getur reynst erfitt því heilinn vill gjarnan færa athyglina þangað sem er möguleg ógn eða óþægindi. Við þurfum því að byggja upp jafnvægi á milli ógnar- og öryggiskerfa heilans. Að hafa stjórn, mildi og skynsemi þegar við erum að leggja mat á hlutina í stað þess að notast við dómhörku og stjórnleysi. Að geta greint á milli þess sem við höfum stjórn á og hverju ekki, hvað er á okkar valdi og hverju við þurfum að sleppa tökum á. Þessir þættir reyna oft á og ef geðrænt álag verður mikið, sjáum við að hugsanir okkar og innra samtal geta einkennst af ofmati á eigin getu og annarra, sjálflægni, dómhörku, einsleitni og svarthvítri hugsun sem getur haft áhrif á tengsl okkar við okkur sjálf og annarra. Í erfiðleikum er oft erfitt að finna gleðina, því hugsanir okkar leita í gagnstæða átt þegar við tökumst á við erfiðleika. Hér reynir á athygli og jafnvægi, því gleðin getur veitt mikilvægan styrk við að takast á við erfiðleika. Þau hormón sem gleðin framkallar geta verið mótvægi við þau hormón sem erfiðar tilfinningar senda frá sér. Hið sama á við um líkamlegan sársauka, þar sem t.d. endorfín dælist inn í hormónakerfi líkamans til að dempa verki í von um að draga úr skaðanum sem gæti fylgt líkamlega sársaukanum. Líklega er gleðinni ætlað hið sama, henni er ekki eingöngu ætlað að ýta undir hamingju heldur er jafnframt leið til að dempa erfiðleika og draga úr skaðanum sem getur fylgt erfiðleikum. Ef við rýnum í kerfið okkar með forvitni og mildi, þá getum við upplifað að það að takast á við erfiðleika þarf ekki endilega að vera neikvæð reynsla. Nútíma sálfræði og erindi Biblíunnar eiga hér samhljóm í þeirri hvatningu að nýta gleðina sem verkfæri í erfiðleikum, hverjar sem aðstæður okkar eru. Eins öfugsnúið og það kann að hljóma kennir Biblían að við eigum að gleðjast mest þegar meðbyrinn er mestur. Þá þurfum við einfaldlega mest á gleðinni að halda, að gleðin létti okkur verkefnið að takast á við erfiðleika. Gleðin er verkfæri sem við getum valið að beita í lífi okkar og með gleðina að vopni verða verkefnin léttbærari. Gleðin verður viðfangsefni gleðispjalls í Fríkirkjunni í Reykjavík næstkomandi sunnudag (14. maí kl. 14.00), þar sem sálfræðingurinn og grínistinn Þorsteinn Guðmundsson mun fjalla um leyndardóma gleðinnar og tónlistarfólk Fríkirkjunnar flytur gleðisöngva. Sólveig Fríða Kjærnested sálfræðingur og Sigurvin Lárus Jónsson prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar