Tekur fyrir deilu um fjárhæð bóta fyrir varanlega örorku eftir umferðarslys Atli Ísleifsson skrifar 7. maí 2023 22:20 Í dómi héraðsdóms segir að konan hafi á sínum tíma ekið bílnum vestur Reykjanesbraut og á Strandarheiði hafi hún misst stjórn á bílnum í hálku með þeim afleiðingum að bíllinn valt og hafnaði utan vegar. Vísir/Egill Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni konu í máli hennar gegn tryggingafélaginu TM þar sem deilt er um fjárhæð bóta fyrir varanlega örorku vegna umferðarslyss sem konan lenti í á Reykjanesbraut árið 2011. Deilt er um við hvaða tekjutímabil eigi að miða við ákvörðun bóta, en konan vildi meira að ungur aldur hennar hafi gert það að verkum að hún hafi fengið greiddar lægri bætur frá tryggingafélaginu en eðlilegt sé. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði TM í málinu árið 2021 og staðfesti Landsréttur dóm héraðsdóms í febrúar síðastliðinn. Konan sendi svo inn áfrýjunarbeiðni til Hæstaréttar sem nú hefur verið samþykkt. Í dómi héraðsdóms segir að konan hafi á sínum tíma ekið bílnum vestur Reykjanesbraut og á Strandarheiði hafi hún misst stjórn á bílnum í hálku með þeim afleiðingum að bíllinn valt og hafnaði utan vegar. Fram kemur að konan hafi verið á 22. aldursári þegar slysið varð. Hún hafi svo síðar krafist bóta frá tryggingafélaginu vegna 23 prósenta varanlegrar örorku vegna umferðarslyssins. Fór fram á frekari bætur Í málinu var deilt um þann grundvöll árslauna og fjárhæð viðmiðunarlauna sem bæri að nota við útreikning bóta. Þá var sömuleiðis deilt um þann margfeldisstuðul sem útreikningurinn skyldi byggja á. TM hafði þá þegar greitt konunni bætur vegna örorku vegna slyssins, en konan höfðaði málið þar sem hún krafðist frekari bóta úr hendi tryggingafélagsins. Í dómi héraðsdóms er tekjusaga konunnar rakin þar sem fram kom að tekjur hennar hafi verið einna hæstar af vinnu á hóteli haustið 2010. Hún hafi þar verið í fullri vinnu og rúmlega það og vildi meina að hún hefði þar með hafið þátttöku á vinnumarkaði og því ættu þær aðstæður sem lýst sé í 8. gr. skaðabótalaga og snýr að útreikningi bóta því ekki við um hana. Í ákvörðun Hæstaréttar kemur fram að líta beri svo á að dómur í málinu geti haft fordæmisgildi um þau atriði sem byggt sé á af hálfu konunnar, meðal annars hvort fyrirmæli skaðabótalaga um viðmið við útreikning bóta vegna líkamstjóns samrýmist ákvæðum stjórnarskrár.Vísir/Vilhelm Hafna að hún hafi haslað sér völl með vinnunni á hótelinu Í dómnum segir að þessi uppgrip konunnar á hótelinu 2010 hafi aðeins staðið í skamman tíma. „Sveiflur í tekjum ungs fólks sem sinnir hlutastarfi með námi eru algengar og verður ekki fallist á að þetta tímabil geti talist til marks um það að stefnandi hefði þegar haslað sér völl á vinnumarkaði með fullri atvinnuþátttöku, hvort sem litið er til starfsvettvangs eða framtíðartekna, þegar hún varð fyrir slysi einu ári eftir að þessu tímabili lauk,“ sagði í dómi héraðsdóms þar sem TM var sýknað af kröfum um frekari bætur. Hefur fordæmisgildi Konan ákvað að leita til Hæstaréttar þar sem hún taldi dóminn hafa verulegt almennt gildi og hefði fordæmisgildi hvort það standist 65. og 72. grein stjórnarskrá að hún hafi ekki fengið fullar bætur fyrir tjón sitt og að skerðing bóta ættu „fyrst og fremst rætur að rekja til ungs aldurs leyfisbeiðanda í ljósi áhrifa vaxta við núvirðisútreikning bóta“. Þá ítrekaði konan að tjón hennar hafi ekki fengist að fullu bætt með þeim bótum sem henni hafi þegar verið greiddar. Sömuleiðis varði málið sérstaklega mikilvæga hagsmuni hennar þar sem hún hafi orðið fyrir líkamstjóni og skerðingu á aflahæfi sínu til frambúðar. Í ákvörðun Hæstaréttar kemur fram að líta beri svo á að dómur í málinu geti haft fordæmisgildi um þau atriði sem byggt sé á af hálfu konunnar, meðal annars hvort fyrirmæli skaðabótalaga um viðmið við útreikning bóta vegna líkamstjóns samrýmist ákvæðum stjórnarskrár. Hæstiréttur ákvað því að verða við beiðninni og taka málið fyrir. Dómsmál Tryggingar Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði TM í málinu árið 2021 og staðfesti Landsréttur dóm héraðsdóms í febrúar síðastliðinn. Konan sendi svo inn áfrýjunarbeiðni til Hæstaréttar sem nú hefur verið samþykkt. Í dómi héraðsdóms segir að konan hafi á sínum tíma ekið bílnum vestur Reykjanesbraut og á Strandarheiði hafi hún misst stjórn á bílnum í hálku með þeim afleiðingum að bíllinn valt og hafnaði utan vegar. Fram kemur að konan hafi verið á 22. aldursári þegar slysið varð. Hún hafi svo síðar krafist bóta frá tryggingafélaginu vegna 23 prósenta varanlegrar örorku vegna umferðarslyssins. Fór fram á frekari bætur Í málinu var deilt um þann grundvöll árslauna og fjárhæð viðmiðunarlauna sem bæri að nota við útreikning bóta. Þá var sömuleiðis deilt um þann margfeldisstuðul sem útreikningurinn skyldi byggja á. TM hafði þá þegar greitt konunni bætur vegna örorku vegna slyssins, en konan höfðaði málið þar sem hún krafðist frekari bóta úr hendi tryggingafélagsins. Í dómi héraðsdóms er tekjusaga konunnar rakin þar sem fram kom að tekjur hennar hafi verið einna hæstar af vinnu á hóteli haustið 2010. Hún hafi þar verið í fullri vinnu og rúmlega það og vildi meina að hún hefði þar með hafið þátttöku á vinnumarkaði og því ættu þær aðstæður sem lýst sé í 8. gr. skaðabótalaga og snýr að útreikningi bóta því ekki við um hana. Í ákvörðun Hæstaréttar kemur fram að líta beri svo á að dómur í málinu geti haft fordæmisgildi um þau atriði sem byggt sé á af hálfu konunnar, meðal annars hvort fyrirmæli skaðabótalaga um viðmið við útreikning bóta vegna líkamstjóns samrýmist ákvæðum stjórnarskrár.Vísir/Vilhelm Hafna að hún hafi haslað sér völl með vinnunni á hótelinu Í dómnum segir að þessi uppgrip konunnar á hótelinu 2010 hafi aðeins staðið í skamman tíma. „Sveiflur í tekjum ungs fólks sem sinnir hlutastarfi með námi eru algengar og verður ekki fallist á að þetta tímabil geti talist til marks um það að stefnandi hefði þegar haslað sér völl á vinnumarkaði með fullri atvinnuþátttöku, hvort sem litið er til starfsvettvangs eða framtíðartekna, þegar hún varð fyrir slysi einu ári eftir að þessu tímabili lauk,“ sagði í dómi héraðsdóms þar sem TM var sýknað af kröfum um frekari bætur. Hefur fordæmisgildi Konan ákvað að leita til Hæstaréttar þar sem hún taldi dóminn hafa verulegt almennt gildi og hefði fordæmisgildi hvort það standist 65. og 72. grein stjórnarskrá að hún hafi ekki fengið fullar bætur fyrir tjón sitt og að skerðing bóta ættu „fyrst og fremst rætur að rekja til ungs aldurs leyfisbeiðanda í ljósi áhrifa vaxta við núvirðisútreikning bóta“. Þá ítrekaði konan að tjón hennar hafi ekki fengist að fullu bætt með þeim bótum sem henni hafi þegar verið greiddar. Sömuleiðis varði málið sérstaklega mikilvæga hagsmuni hennar þar sem hún hafi orðið fyrir líkamstjóni og skerðingu á aflahæfi sínu til frambúðar. Í ákvörðun Hæstaréttar kemur fram að líta beri svo á að dómur í málinu geti haft fordæmisgildi um þau atriði sem byggt sé á af hálfu konunnar, meðal annars hvort fyrirmæli skaðabótalaga um viðmið við útreikning bóta vegna líkamstjóns samrýmist ákvæðum stjórnarskrár. Hæstiréttur ákvað því að verða við beiðninni og taka málið fyrir.
Dómsmál Tryggingar Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira