Tekur fyrir deilu um fjárhæð bóta fyrir varanlega örorku eftir umferðarslys Atli Ísleifsson skrifar 7. maí 2023 22:20 Í dómi héraðsdóms segir að konan hafi á sínum tíma ekið bílnum vestur Reykjanesbraut og á Strandarheiði hafi hún misst stjórn á bílnum í hálku með þeim afleiðingum að bíllinn valt og hafnaði utan vegar. Vísir/Egill Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni konu í máli hennar gegn tryggingafélaginu TM þar sem deilt er um fjárhæð bóta fyrir varanlega örorku vegna umferðarslyss sem konan lenti í á Reykjanesbraut árið 2011. Deilt er um við hvaða tekjutímabil eigi að miða við ákvörðun bóta, en konan vildi meira að ungur aldur hennar hafi gert það að verkum að hún hafi fengið greiddar lægri bætur frá tryggingafélaginu en eðlilegt sé. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði TM í málinu árið 2021 og staðfesti Landsréttur dóm héraðsdóms í febrúar síðastliðinn. Konan sendi svo inn áfrýjunarbeiðni til Hæstaréttar sem nú hefur verið samþykkt. Í dómi héraðsdóms segir að konan hafi á sínum tíma ekið bílnum vestur Reykjanesbraut og á Strandarheiði hafi hún misst stjórn á bílnum í hálku með þeim afleiðingum að bíllinn valt og hafnaði utan vegar. Fram kemur að konan hafi verið á 22. aldursári þegar slysið varð. Hún hafi svo síðar krafist bóta frá tryggingafélaginu vegna 23 prósenta varanlegrar örorku vegna umferðarslyssins. Fór fram á frekari bætur Í málinu var deilt um þann grundvöll árslauna og fjárhæð viðmiðunarlauna sem bæri að nota við útreikning bóta. Þá var sömuleiðis deilt um þann margfeldisstuðul sem útreikningurinn skyldi byggja á. TM hafði þá þegar greitt konunni bætur vegna örorku vegna slyssins, en konan höfðaði málið þar sem hún krafðist frekari bóta úr hendi tryggingafélagsins. Í dómi héraðsdóms er tekjusaga konunnar rakin þar sem fram kom að tekjur hennar hafi verið einna hæstar af vinnu á hóteli haustið 2010. Hún hafi þar verið í fullri vinnu og rúmlega það og vildi meina að hún hefði þar með hafið þátttöku á vinnumarkaði og því ættu þær aðstæður sem lýst sé í 8. gr. skaðabótalaga og snýr að útreikningi bóta því ekki við um hana. Í ákvörðun Hæstaréttar kemur fram að líta beri svo á að dómur í málinu geti haft fordæmisgildi um þau atriði sem byggt sé á af hálfu konunnar, meðal annars hvort fyrirmæli skaðabótalaga um viðmið við útreikning bóta vegna líkamstjóns samrýmist ákvæðum stjórnarskrár.Vísir/Vilhelm Hafna að hún hafi haslað sér völl með vinnunni á hótelinu Í dómnum segir að þessi uppgrip konunnar á hótelinu 2010 hafi aðeins staðið í skamman tíma. „Sveiflur í tekjum ungs fólks sem sinnir hlutastarfi með námi eru algengar og verður ekki fallist á að þetta tímabil geti talist til marks um það að stefnandi hefði þegar haslað sér völl á vinnumarkaði með fullri atvinnuþátttöku, hvort sem litið er til starfsvettvangs eða framtíðartekna, þegar hún varð fyrir slysi einu ári eftir að þessu tímabili lauk,“ sagði í dómi héraðsdóms þar sem TM var sýknað af kröfum um frekari bætur. Hefur fordæmisgildi Konan ákvað að leita til Hæstaréttar þar sem hún taldi dóminn hafa verulegt almennt gildi og hefði fordæmisgildi hvort það standist 65. og 72. grein stjórnarskrá að hún hafi ekki fengið fullar bætur fyrir tjón sitt og að skerðing bóta ættu „fyrst og fremst rætur að rekja til ungs aldurs leyfisbeiðanda í ljósi áhrifa vaxta við núvirðisútreikning bóta“. Þá ítrekaði konan að tjón hennar hafi ekki fengist að fullu bætt með þeim bótum sem henni hafi þegar verið greiddar. Sömuleiðis varði málið sérstaklega mikilvæga hagsmuni hennar þar sem hún hafi orðið fyrir líkamstjóni og skerðingu á aflahæfi sínu til frambúðar. Í ákvörðun Hæstaréttar kemur fram að líta beri svo á að dómur í málinu geti haft fordæmisgildi um þau atriði sem byggt sé á af hálfu konunnar, meðal annars hvort fyrirmæli skaðabótalaga um viðmið við útreikning bóta vegna líkamstjóns samrýmist ákvæðum stjórnarskrár. Hæstiréttur ákvað því að verða við beiðninni og taka málið fyrir. Dómsmál Tryggingar Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði TM í málinu árið 2021 og staðfesti Landsréttur dóm héraðsdóms í febrúar síðastliðinn. Konan sendi svo inn áfrýjunarbeiðni til Hæstaréttar sem nú hefur verið samþykkt. Í dómi héraðsdóms segir að konan hafi á sínum tíma ekið bílnum vestur Reykjanesbraut og á Strandarheiði hafi hún misst stjórn á bílnum í hálku með þeim afleiðingum að bíllinn valt og hafnaði utan vegar. Fram kemur að konan hafi verið á 22. aldursári þegar slysið varð. Hún hafi svo síðar krafist bóta frá tryggingafélaginu vegna 23 prósenta varanlegrar örorku vegna umferðarslyssins. Fór fram á frekari bætur Í málinu var deilt um þann grundvöll árslauna og fjárhæð viðmiðunarlauna sem bæri að nota við útreikning bóta. Þá var sömuleiðis deilt um þann margfeldisstuðul sem útreikningurinn skyldi byggja á. TM hafði þá þegar greitt konunni bætur vegna örorku vegna slyssins, en konan höfðaði málið þar sem hún krafðist frekari bóta úr hendi tryggingafélagsins. Í dómi héraðsdóms er tekjusaga konunnar rakin þar sem fram kom að tekjur hennar hafi verið einna hæstar af vinnu á hóteli haustið 2010. Hún hafi þar verið í fullri vinnu og rúmlega það og vildi meina að hún hefði þar með hafið þátttöku á vinnumarkaði og því ættu þær aðstæður sem lýst sé í 8. gr. skaðabótalaga og snýr að útreikningi bóta því ekki við um hana. Í ákvörðun Hæstaréttar kemur fram að líta beri svo á að dómur í málinu geti haft fordæmisgildi um þau atriði sem byggt sé á af hálfu konunnar, meðal annars hvort fyrirmæli skaðabótalaga um viðmið við útreikning bóta vegna líkamstjóns samrýmist ákvæðum stjórnarskrár.Vísir/Vilhelm Hafna að hún hafi haslað sér völl með vinnunni á hótelinu Í dómnum segir að þessi uppgrip konunnar á hótelinu 2010 hafi aðeins staðið í skamman tíma. „Sveiflur í tekjum ungs fólks sem sinnir hlutastarfi með námi eru algengar og verður ekki fallist á að þetta tímabil geti talist til marks um það að stefnandi hefði þegar haslað sér völl á vinnumarkaði með fullri atvinnuþátttöku, hvort sem litið er til starfsvettvangs eða framtíðartekna, þegar hún varð fyrir slysi einu ári eftir að þessu tímabili lauk,“ sagði í dómi héraðsdóms þar sem TM var sýknað af kröfum um frekari bætur. Hefur fordæmisgildi Konan ákvað að leita til Hæstaréttar þar sem hún taldi dóminn hafa verulegt almennt gildi og hefði fordæmisgildi hvort það standist 65. og 72. grein stjórnarskrá að hún hafi ekki fengið fullar bætur fyrir tjón sitt og að skerðing bóta ættu „fyrst og fremst rætur að rekja til ungs aldurs leyfisbeiðanda í ljósi áhrifa vaxta við núvirðisútreikning bóta“. Þá ítrekaði konan að tjón hennar hafi ekki fengist að fullu bætt með þeim bótum sem henni hafi þegar verið greiddar. Sömuleiðis varði málið sérstaklega mikilvæga hagsmuni hennar þar sem hún hafi orðið fyrir líkamstjóni og skerðingu á aflahæfi sínu til frambúðar. Í ákvörðun Hæstaréttar kemur fram að líta beri svo á að dómur í málinu geti haft fordæmisgildi um þau atriði sem byggt sé á af hálfu konunnar, meðal annars hvort fyrirmæli skaðabótalaga um viðmið við útreikning bóta vegna líkamstjóns samrýmist ákvæðum stjórnarskrár. Hæstiréttur ákvað því að verða við beiðninni og taka málið fyrir.
Dómsmál Tryggingar Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira