„Staðan er að versna og hún mun versna“ Bjarki Sigurðsson skrifar 7. maí 2023 11:08 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur ásamt fleirum boðað til mótmæla næstkomandi laugardag. Vísir/Vilhelm Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli næstu helgi vegna aðgerðarleysis stjórnvalda þegar kemur að málefnum heimilanna. Formaður VR segir ástandið minna á árin í kringum hrunið. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur boðað til mótmæla á Austurvelli á laugardaginn í næstu viku. Segir hann að hópur fólks sem hafi barist fyrir réttlæti alveg frá hruni standi fyrir þeim en hann er hluti af þeim hópi. Ragnar segir að mótmælin séu einungis upphafið og því megi eiga von á enn fleiri mótmælum á næstunni. Hann segir aðgerðarleysi stjórnvalda í ýmsum málum vera fyrir neðan allar hellur. „Það er alveg sama hvar hún drepur niður. Ef þú slasar þig og þarft að fara á bráðamóttökuna, þarftu að bíða í sex til átta tíma að lágmarki. Þú þarft að bíða vikum eða mánuðum saman eftir tíma hjá lækni. Leigumarkaðurinn, það eru tvö til þrjú hundruð manns sem eru í örvæntingu eftir hverri einustu íbúð sem losnar og það er ekkert sem bendir til annars en að staðan sé að versna. Framkvæmdir á húsnæðismarkaði eru að dragast saman, bankarnir græða meira, fyrirtækin græða meira, en fólkinu blæðir. Þetta er staða sem ég og fleiri erum búin að fá algjörlega nóg af,“ segir Ragnar Þór í samtali við fréttastofu. Hann segir stöðuna ekki geta gert neitt annað en að versna miðað við hvernig hlutirnir eru að þróast. Fólkið í landinu verði að rísa upp og láta í sér heyra til að breyta þessari vegferð. „Hér er að eiga sér stað stórkostleg eignatilfærsla, tilfærsla fjármagns frá heimilunum til fjármálakerfisins. Fyrirtækin hafa ekki sýnt neina samfélagsábyrgð. Staðan er bara að versna og hún mun versna.“ Ragnar segir ástandið svipað því hvernig var í kringum hrunið árið 2008. „Við erum í sjálfu sér að horfa upp á það, sérstaklega eftir nýjustu afkomutölur bankanna, að hér erum við að fara á sama stað og við vorum í eftirmálum hrunsins. Það er tími til kominn að fólkið láti heyra í sér. Því stjórnvöld hlusta hvorki á verkalýðshreyfinguna né aðra þannig vonandi hlusta þau á fólkið í landinu, ef fólkið er tilbúið að rísa upp,“ segir Ragnar Þór. Reykjavík Stéttarfélög Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur boðað til mótmæla á Austurvelli á laugardaginn í næstu viku. Segir hann að hópur fólks sem hafi barist fyrir réttlæti alveg frá hruni standi fyrir þeim en hann er hluti af þeim hópi. Ragnar segir að mótmælin séu einungis upphafið og því megi eiga von á enn fleiri mótmælum á næstunni. Hann segir aðgerðarleysi stjórnvalda í ýmsum málum vera fyrir neðan allar hellur. „Það er alveg sama hvar hún drepur niður. Ef þú slasar þig og þarft að fara á bráðamóttökuna, þarftu að bíða í sex til átta tíma að lágmarki. Þú þarft að bíða vikum eða mánuðum saman eftir tíma hjá lækni. Leigumarkaðurinn, það eru tvö til þrjú hundruð manns sem eru í örvæntingu eftir hverri einustu íbúð sem losnar og það er ekkert sem bendir til annars en að staðan sé að versna. Framkvæmdir á húsnæðismarkaði eru að dragast saman, bankarnir græða meira, fyrirtækin græða meira, en fólkinu blæðir. Þetta er staða sem ég og fleiri erum búin að fá algjörlega nóg af,“ segir Ragnar Þór í samtali við fréttastofu. Hann segir stöðuna ekki geta gert neitt annað en að versna miðað við hvernig hlutirnir eru að þróast. Fólkið í landinu verði að rísa upp og láta í sér heyra til að breyta þessari vegferð. „Hér er að eiga sér stað stórkostleg eignatilfærsla, tilfærsla fjármagns frá heimilunum til fjármálakerfisins. Fyrirtækin hafa ekki sýnt neina samfélagsábyrgð. Staðan er bara að versna og hún mun versna.“ Ragnar segir ástandið svipað því hvernig var í kringum hrunið árið 2008. „Við erum í sjálfu sér að horfa upp á það, sérstaklega eftir nýjustu afkomutölur bankanna, að hér erum við að fara á sama stað og við vorum í eftirmálum hrunsins. Það er tími til kominn að fólkið láti heyra í sér. Því stjórnvöld hlusta hvorki á verkalýðshreyfinguna né aðra þannig vonandi hlusta þau á fólkið í landinu, ef fólkið er tilbúið að rísa upp,“ segir Ragnar Þór.
Reykjavík Stéttarfélög Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Sjá meira