Minnst 55 látnir í átökum á Indlandi og 260 á sjúkrahúsi Eiður Þór Árnason skrifar 7. maí 2023 10:51 Hópur fólks sem tilheyrir Meitei kom saman í Nýju-Delí í gær og kölluðu eftir því að ofbeldinu í Manipur myndi linna. Hindustan Times/Vipin Kumar/Getty Minnst 55 hafa látist í átökum í fylkinu Manipur í Indlandi og 260 til viðbótar lagðir inn á sjúkrahús eftir að átök brutust út milli Kuki og Meitei þjóðarbrotanna fyrr í þessari viku. Hóparnir hafa átt í hörðum bardögum á götum fylkishöfuðborgarinnar Imphal og sýnir myndefni svartan reyk frá bifreiðum og byggingum sem standa í ljósum logum. CNN hefur eftir stjórnendum spítala í borginni að alvarleg skotsár séu algengust meðal sjúklinga og þá séu margir með áverka á höfði eftir að hafa verið barðir með kylfum. Hermenn hafa verið sendir út á götur borgarinnar og stjórnvöld hyggjast loka fyrir netaðgang íbúa á svæðinu í fimm daga. Vilja fá viðurkenningu stjórnvalda Átökin milli þjóðarbrotanna hófust á þriðjudag þegar þúsundir mótmæltu því að til greina kæmi að Meitei þjóðarbrotið, sem samanstendur af tæpum meirihluta íbúa í Manipur, yrði viðurkennt sem formlegur ættflokkur af indverskum stjórnvöldum samkvæmt skilgreiningu stjórnarskrár. Fulltrúar Meitei hafa í fjölda ára barist fyrir því að hljóta þessa skilgreiningu á þeim grundvelli að hún myndi meðal annars veita þeim aukinn aðgang að heilbrigðisþjónustu, tækifærum í menntun og opinberum störfum. An internet blackout has reportedly been imposed in India s Manipur state after homes belonging to tribal villagers were set on fire.The violence followed a protest by tribal groups against special status being given to the majority Meitei community in the BJP-ruled state pic.twitter.com/PCIUT0hyUJ— Al Jazeera English (@AJEnglish) May 4, 2023 Andstæðingar óttast að það verði erfiðara fyrir fólk sem tilheyri öðrum ættflokkum að fá störf og annan stuðning ef Meitei þjóðarbrotið hlýtur þessa viðurkenningu stjórnvalda. Ættflokkar á borð við Meitei hafa þurft að þola margskonar mismunun í Indlandi í gegnum tíðina sem hefur skilað sér í lakari efnahags- og þjóðfélagslegri stöðu. Hefur þeim til að mynda reglulega verið neitað um menntun og atvinnutækifæri. Indland Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
CNN hefur eftir stjórnendum spítala í borginni að alvarleg skotsár séu algengust meðal sjúklinga og þá séu margir með áverka á höfði eftir að hafa verið barðir með kylfum. Hermenn hafa verið sendir út á götur borgarinnar og stjórnvöld hyggjast loka fyrir netaðgang íbúa á svæðinu í fimm daga. Vilja fá viðurkenningu stjórnvalda Átökin milli þjóðarbrotanna hófust á þriðjudag þegar þúsundir mótmæltu því að til greina kæmi að Meitei þjóðarbrotið, sem samanstendur af tæpum meirihluta íbúa í Manipur, yrði viðurkennt sem formlegur ættflokkur af indverskum stjórnvöldum samkvæmt skilgreiningu stjórnarskrár. Fulltrúar Meitei hafa í fjölda ára barist fyrir því að hljóta þessa skilgreiningu á þeim grundvelli að hún myndi meðal annars veita þeim aukinn aðgang að heilbrigðisþjónustu, tækifærum í menntun og opinberum störfum. An internet blackout has reportedly been imposed in India s Manipur state after homes belonging to tribal villagers were set on fire.The violence followed a protest by tribal groups against special status being given to the majority Meitei community in the BJP-ruled state pic.twitter.com/PCIUT0hyUJ— Al Jazeera English (@AJEnglish) May 4, 2023 Andstæðingar óttast að það verði erfiðara fyrir fólk sem tilheyri öðrum ættflokkum að fá störf og annan stuðning ef Meitei þjóðarbrotið hlýtur þessa viðurkenningu stjórnvalda. Ættflokkar á borð við Meitei hafa þurft að þola margskonar mismunun í Indlandi í gegnum tíðina sem hefur skilað sér í lakari efnahags- og þjóðfélagslegri stöðu. Hefur þeim til að mynda reglulega verið neitað um menntun og atvinnutækifæri.
Indland Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira