Hundrað manns tóku þátt í æfingu Landhelgisgæslunnar Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 6. maí 2023 18:30 Þyrlan lék lykilhlutverk í æfingunni. Vísir/Steingrímur Dúi Umfangsmikil æfing Landhelgisgæslunnar, slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins og annarra helstu björgunaraðila fór fram á Faxaflóa í dag. Að sögn æfingastjóra eru æfingar sem þessar mikilvægur liður í að samhæfa verklag allra sem koma að björgunaraðgerðum á sjó. Lagt var af stað með frétta og tökumenn á sérútbúnum bát frá Reykjavíkurhöfn í morgun og tók siglingin um það bil fimmtán mínútur að æfingastaðnum en blíðskaparveður var á faxaflóa. Anton, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni og æfingastjóri segir æfinguna umfangsmikla. „Við erum komnir á björgunaræfinguna Faxi 23 sem er skipulögð af Landsbjörgu og öðrum viðbragðsaðilum í samstarfi við slökkviliðið á Höfuðborgarsvæðinu, Almannavarnir, lögregluna á Höfuðborgarsvæðinu og fleiri. Þetta er hluti af æfingaseríu sem við erum að keyra í gang núna. Þetta er fyrsta æfingin og við munum svo keyra æfinguna í kringum landið með öllum björgunarsveitum. Í þessu tilfelli þá kom upp eldur í vélarrými skipsins. Tveir eru í vélarrúminu sem slökkviliðsmenn munu reykkafa og draga svo fólkið út. svo er sjúkrahópur frá slökkviliðinu að bráðaflokka og björgunarsveitirnar eru komnar til að flytja þá sem þarf yfir í varðskipið Þór.“ Mikill fjöldi fólks kom að æfingu dagsins. Vísir/Steingrímur Dúi Æfingin var mikið sjónarspil þar sem þyrla gæslunnar var í aðalhlutverki en fyrstu viðbrögð voru að flytja slökkviliðsmenn um borð í skipið, meta þá slösuðu og flytja þá mest slösuðu strax í land en aðrir voru fluttir í varðskipið þór. „Sko mestu máli skiptir að við erum að skipuleggja þetta saman þannig að allir viðbragsðaðilar koma að því og þannig kynnumst við betur og lærum verkferla hvers annars. Við skipuleggjum þetta þannig að hver og einn kemur með æfingamarkmið frá sér og svo keyrum við þetta saman og látum söguna ganga þannig að allir fái það sem þeir þurfa út úr æfingunni. Við æfum náttúrulega mjög oft en þessi æfing er sú fyrsta í þessari seríu sem er samhæfð með öllum öðrum viðbragðsaðilum.“ 23 farþegar voru í skipinu, sem voru ánægðir með björgunaraðilana. Þröstur Ólafsson vélstjóri hjá Eldingu er einn þeirra. „Ég tek ofan fyrir þessum mönnum og konum, þetta er geggjað lið svo ég noti nú slæm lýsingarorð. en þeir eiga skilin mikinn heiður.“ Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Slökkvilið Almannavarnir Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Sjá meira
Lagt var af stað með frétta og tökumenn á sérútbúnum bát frá Reykjavíkurhöfn í morgun og tók siglingin um það bil fimmtán mínútur að æfingastaðnum en blíðskaparveður var á faxaflóa. Anton, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni og æfingastjóri segir æfinguna umfangsmikla. „Við erum komnir á björgunaræfinguna Faxi 23 sem er skipulögð af Landsbjörgu og öðrum viðbragðsaðilum í samstarfi við slökkviliðið á Höfuðborgarsvæðinu, Almannavarnir, lögregluna á Höfuðborgarsvæðinu og fleiri. Þetta er hluti af æfingaseríu sem við erum að keyra í gang núna. Þetta er fyrsta æfingin og við munum svo keyra æfinguna í kringum landið með öllum björgunarsveitum. Í þessu tilfelli þá kom upp eldur í vélarrými skipsins. Tveir eru í vélarrúminu sem slökkviliðsmenn munu reykkafa og draga svo fólkið út. svo er sjúkrahópur frá slökkviliðinu að bráðaflokka og björgunarsveitirnar eru komnar til að flytja þá sem þarf yfir í varðskipið Þór.“ Mikill fjöldi fólks kom að æfingu dagsins. Vísir/Steingrímur Dúi Æfingin var mikið sjónarspil þar sem þyrla gæslunnar var í aðalhlutverki en fyrstu viðbrögð voru að flytja slökkviliðsmenn um borð í skipið, meta þá slösuðu og flytja þá mest slösuðu strax í land en aðrir voru fluttir í varðskipið þór. „Sko mestu máli skiptir að við erum að skipuleggja þetta saman þannig að allir viðbragsðaðilar koma að því og þannig kynnumst við betur og lærum verkferla hvers annars. Við skipuleggjum þetta þannig að hver og einn kemur með æfingamarkmið frá sér og svo keyrum við þetta saman og látum söguna ganga þannig að allir fái það sem þeir þurfa út úr æfingunni. Við æfum náttúrulega mjög oft en þessi æfing er sú fyrsta í þessari seríu sem er samhæfð með öllum öðrum viðbragðsaðilum.“ 23 farþegar voru í skipinu, sem voru ánægðir með björgunaraðilana. Þröstur Ólafsson vélstjóri hjá Eldingu er einn þeirra. „Ég tek ofan fyrir þessum mönnum og konum, þetta er geggjað lið svo ég noti nú slæm lýsingarorð. en þeir eiga skilin mikinn heiður.“
Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Slökkvilið Almannavarnir Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Sjá meira