Biðst afsökunar og skipuleggur sárabót Kristinn Haukur Guðnason skrifar 5. maí 2023 23:50 Frá tónleikum Bjarkar á Coachella í Kaliforníufylki fyrir skemmstu. Getty Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir biður aðdáendur sínar afsökunar á að aflýsa þremur tónleikum á Íslandi í sumar. Hún segist ætla að skipuleggja sárabótaviðburð. „Kæru aðdáendur. Mér þykir þetta svo miður,“ segir Björk í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum. „Mig langaði svo mjög að halda tónleika á Íslandi.“ Á hún við þrenna tónleika sem halda átti í Laugardalshöll dagana 7., 10. og 13. júní næstkomandi. Áttu þetta að vera tónleikar í röðinni Cornucopia sem vakið hafa mikla athygli. Björk kallar Cornucopiu talrænt leikhús þar sem hún flytur lög af tveimur síðustu plötum sínum, Útópíu og Fossoru. Áheyrendur eru umkringdir tugum talrænna skjáa með kór og hljóðfæraleikurum sem spila á alls kyns hljóðfæri, sumum sérsmíðuðum. Tæknilegt vandamál „Eins og þið hafið sennilega heyrt þá höfum við reynt ítrekað að koma með Cornucopiu til landsins í júní en það hefur reynst erfitt að finna stað sem þetta getur gengið á. Að flytja sýninguna yfir Atlantshafið til lítillar eyju með 390.000 íbúum hefur reynst krefjandi,“ segir Björk. Áður hafði umboðsskrifstofa Bjarkar greint frá því að vandamál hafi komið upp við framleiðslu tónleikanna og ekki hafi verið hægt að leysa vandamálið í tæka tíð. Hefur miðasalan Tix sent póst á alla miðahafa og hafið endurgreiðsluferli. „Við erum staðráðin í að leita allra ráða til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig og munum yfirfara okkar verkferla með það í huga,“ sagði umboðsskrifstofan í gær þegar tilkynnt var að hætt væri við tónleikana. „Við vonumst enn til að geta fundið leið til að láta tónleikana verða að veruleika á næsta ári. En þar sem það gæti tekið einhverjar vikur eða mánuði að leysa öll tækni- og skipulagsmál, erum við tilneydd á þessum tímapunkti til að aflýsa og endurgreiða.“ Helgin fer í að gróa og róa Björk segir að dagurinn í dag hafi farið í að takmarka skaðann. Það sé þó krefjandi. Einkum hugsi hún til þeirra erlendu aðdáenda sem hafi ætlað að koma til landsins til að sjá tónleikana. Aðdáanda sem eru búnir að kaupa sér flugmiða og gistingu. „Mig langar til að skipuleggja eitthvað sérstakt fyrir fólkið sem er að fljúga sérstaklega fyrir þetta og getur ekki breytt miðunum,“ segir Björk. „Ég ætlaði að skrifa þetta þegar allt væri komið á hreint en ég þarf sennilega að nota helgina í að gróa og róa allt niður. Ég læt ykkur vita snemma í næstu viku hvað mun gerast.“ Tónlist Tónleikar á Íslandi Björk Tengdar fréttir Aflýsa tónleikum Bjarkar í sumar Búið er að aflýsa Cornucopia tónleikum Bjarkar sem áttu að fara fram í Reykjavík í júní. Er það gert vegna vandamála við framleiðslu tónleikanna sem ekki tókst að leysa, samkvæmt tilkynningu. 4. maí 2023 18:43 Myndband: Björk notaði meira en 800 dróna á Coachella Tónlistarkonan Björk kom fram á tónlistarhátíðinni Coachella í Kaliforníufylki í gærkvöldi og heillaði fólk eins og hún á að sér. Vakti það mikla athygli að Björk notaði meira en 800 dróna til að lýsa upp himininn fyrir ofan sviðið. 17. apríl 2023 16:27 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Sjá meira
„Kæru aðdáendur. Mér þykir þetta svo miður,“ segir Björk í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum. „Mig langaði svo mjög að halda tónleika á Íslandi.“ Á hún við þrenna tónleika sem halda átti í Laugardalshöll dagana 7., 10. og 13. júní næstkomandi. Áttu þetta að vera tónleikar í röðinni Cornucopia sem vakið hafa mikla athygli. Björk kallar Cornucopiu talrænt leikhús þar sem hún flytur lög af tveimur síðustu plötum sínum, Útópíu og Fossoru. Áheyrendur eru umkringdir tugum talrænna skjáa með kór og hljóðfæraleikurum sem spila á alls kyns hljóðfæri, sumum sérsmíðuðum. Tæknilegt vandamál „Eins og þið hafið sennilega heyrt þá höfum við reynt ítrekað að koma með Cornucopiu til landsins í júní en það hefur reynst erfitt að finna stað sem þetta getur gengið á. Að flytja sýninguna yfir Atlantshafið til lítillar eyju með 390.000 íbúum hefur reynst krefjandi,“ segir Björk. Áður hafði umboðsskrifstofa Bjarkar greint frá því að vandamál hafi komið upp við framleiðslu tónleikanna og ekki hafi verið hægt að leysa vandamálið í tæka tíð. Hefur miðasalan Tix sent póst á alla miðahafa og hafið endurgreiðsluferli. „Við erum staðráðin í að leita allra ráða til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig og munum yfirfara okkar verkferla með það í huga,“ sagði umboðsskrifstofan í gær þegar tilkynnt var að hætt væri við tónleikana. „Við vonumst enn til að geta fundið leið til að láta tónleikana verða að veruleika á næsta ári. En þar sem það gæti tekið einhverjar vikur eða mánuði að leysa öll tækni- og skipulagsmál, erum við tilneydd á þessum tímapunkti til að aflýsa og endurgreiða.“ Helgin fer í að gróa og róa Björk segir að dagurinn í dag hafi farið í að takmarka skaðann. Það sé þó krefjandi. Einkum hugsi hún til þeirra erlendu aðdáenda sem hafi ætlað að koma til landsins til að sjá tónleikana. Aðdáanda sem eru búnir að kaupa sér flugmiða og gistingu. „Mig langar til að skipuleggja eitthvað sérstakt fyrir fólkið sem er að fljúga sérstaklega fyrir þetta og getur ekki breytt miðunum,“ segir Björk. „Ég ætlaði að skrifa þetta þegar allt væri komið á hreint en ég þarf sennilega að nota helgina í að gróa og róa allt niður. Ég læt ykkur vita snemma í næstu viku hvað mun gerast.“
Tónlist Tónleikar á Íslandi Björk Tengdar fréttir Aflýsa tónleikum Bjarkar í sumar Búið er að aflýsa Cornucopia tónleikum Bjarkar sem áttu að fara fram í Reykjavík í júní. Er það gert vegna vandamála við framleiðslu tónleikanna sem ekki tókst að leysa, samkvæmt tilkynningu. 4. maí 2023 18:43 Myndband: Björk notaði meira en 800 dróna á Coachella Tónlistarkonan Björk kom fram á tónlistarhátíðinni Coachella í Kaliforníufylki í gærkvöldi og heillaði fólk eins og hún á að sér. Vakti það mikla athygli að Björk notaði meira en 800 dróna til að lýsa upp himininn fyrir ofan sviðið. 17. apríl 2023 16:27 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Sjá meira
Aflýsa tónleikum Bjarkar í sumar Búið er að aflýsa Cornucopia tónleikum Bjarkar sem áttu að fara fram í Reykjavík í júní. Er það gert vegna vandamála við framleiðslu tónleikanna sem ekki tókst að leysa, samkvæmt tilkynningu. 4. maí 2023 18:43
Myndband: Björk notaði meira en 800 dróna á Coachella Tónlistarkonan Björk kom fram á tónlistarhátíðinni Coachella í Kaliforníufylki í gærkvöldi og heillaði fólk eins og hún á að sér. Vakti það mikla athygli að Björk notaði meira en 800 dróna til að lýsa upp himininn fyrir ofan sviðið. 17. apríl 2023 16:27