„Þetta er greinilega ekki að hafa áhrif á spilamennskuna hennar“ Sindri Sverrisson skrifar 5. maí 2023 12:35 Lena Margrét Valdimarsdóttir er algjör lykilmaður í liði Stjörnunnar en fer til Selfoss í sumar, að óbreyttu. Vísir/Vilhelm Lena Margrét Valdimarsdóttir er í sérstakri stöðu sem leikmaður Stjörnunnar í úrslitakeppni Olís-deildarinnar í handbolta, en búin að semja við Selfoss sem berst fyrir lífi sínu í deildinni á sama tíma. Lena skoraði níu mörk úr ellefu skotum í spennuleiknum gegn Val í vikunni og það mun eflaust mikið mæða á henni á morgun þegar Stjarnan reynir að jafna einvígið, í undanúrslitum Olís-deildarinnar. „Mér finnst hún alltaf að verða betri og betri, og þessi gólfskot eru algjörlega eitruð hjá henni. Hún bar sóknarleikinn mikið uppi, ásamt Helenu [Rut Örvarsdóttur]. Hún hefur þetta allt; skotin, finturnar og getur sent á línu. Svo er hún svakalega dugleg að hlaupa fram og aftur, svo hún er eiginlega líka hraðaupphlaupsmanneskjan þeirra líka. Hún er allt í öllu,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir í Seinni bylgjunni. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um Lenu Margréti „Maður hefur aðeins hugsað til hennar þessa dagana, þar sem að hún er í úrslitakeppninni með Stjörnunni og búin að skrifa undir hjá Selfossi,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, stjórnandi þáttarins. Lena Margrét er nefnilega búin að semja við Selfoss sem gæti verið að falla úr Olís-deildinni, en liðið er 2-1 undir í einvígi sínu við 1. deildarlið ÍR um sæti í Olís-deildinni á næstu leiktíð. Lena var spurð hvernig væri að vera sjálf að spila í einvígi og fylgjast með öðru sem hefði mikil áhrif á hennar stöðu: „Ég er ekkert að pæla í því fyrr en það kemur í ljós hvað gerist þar. Ég er bara að einbeita mér að þessu einvígi eins og er, og ætla bara að leggja mig alla fram í að ná sem lengst. Það er engin ákvörðun komin um það. Ég hef ekkert um það að segja,“ sagði Lena aðspurð hvað myndi gerast ef Selfoss félli. Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni töldu engar líkur á að hún myndi spila í Grill 66-deildinni færi svo að Selfoss félli. „Þetta er greinilega ekki að hafa áhrif á spilamennskuna hennar, sem er númer eitt, tvö og þrjú. En þær hljóta að vera með klásúlu í samningi, ég get ekki ímyndað mér annað. Hún var í landsliðshóp síðast, bankar þar á dyrnar, og ef hún spilar í Grillinu þá verður hún ekki þar,“ sagði Sigurlaug. Olís-deild kvenna Stjarnan UMF Selfoss Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Sjá meira
Lena skoraði níu mörk úr ellefu skotum í spennuleiknum gegn Val í vikunni og það mun eflaust mikið mæða á henni á morgun þegar Stjarnan reynir að jafna einvígið, í undanúrslitum Olís-deildarinnar. „Mér finnst hún alltaf að verða betri og betri, og þessi gólfskot eru algjörlega eitruð hjá henni. Hún bar sóknarleikinn mikið uppi, ásamt Helenu [Rut Örvarsdóttur]. Hún hefur þetta allt; skotin, finturnar og getur sent á línu. Svo er hún svakalega dugleg að hlaupa fram og aftur, svo hún er eiginlega líka hraðaupphlaupsmanneskjan þeirra líka. Hún er allt í öllu,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir í Seinni bylgjunni. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um Lenu Margréti „Maður hefur aðeins hugsað til hennar þessa dagana, þar sem að hún er í úrslitakeppninni með Stjörnunni og búin að skrifa undir hjá Selfossi,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, stjórnandi þáttarins. Lena Margrét er nefnilega búin að semja við Selfoss sem gæti verið að falla úr Olís-deildinni, en liðið er 2-1 undir í einvígi sínu við 1. deildarlið ÍR um sæti í Olís-deildinni á næstu leiktíð. Lena var spurð hvernig væri að vera sjálf að spila í einvígi og fylgjast með öðru sem hefði mikil áhrif á hennar stöðu: „Ég er ekkert að pæla í því fyrr en það kemur í ljós hvað gerist þar. Ég er bara að einbeita mér að þessu einvígi eins og er, og ætla bara að leggja mig alla fram í að ná sem lengst. Það er engin ákvörðun komin um það. Ég hef ekkert um það að segja,“ sagði Lena aðspurð hvað myndi gerast ef Selfoss félli. Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni töldu engar líkur á að hún myndi spila í Grill 66-deildinni færi svo að Selfoss félli. „Þetta er greinilega ekki að hafa áhrif á spilamennskuna hennar, sem er númer eitt, tvö og þrjú. En þær hljóta að vera með klásúlu í samningi, ég get ekki ímyndað mér annað. Hún var í landsliðshóp síðast, bankar þar á dyrnar, og ef hún spilar í Grillinu þá verður hún ekki þar,“ sagði Sigurlaug.
Olís-deild kvenna Stjarnan UMF Selfoss Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Sjá meira