Já, takk, Þórdís Kolbrún – tölum hátt og skýrt um mikilvægi fjölmiðla! Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar 5. maí 2023 08:00 Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti í gær ályktun þar sem áhyggjum er lýst af hnignandi fjölmiðlafrelsi á Íslandi sem endurspeglast meðal annars í því að Ísland fellur um þrjú sæti á lista yfir fjölmiðlafrelsi í ríkjum heims sem samtökin Blaðamenn án landamæra (RSF) taka saman árlega. Ísland er nú í 18. sæti og er ekki lengur í hópi ríkja þar sem fjölmiðlafrelsi mælist mikið. Frá aldamótum og fram að hruni var Ísland að jafnaði í efstu þremur sætum listans – og ósjaldan í því efsta – líkt og hinar Norðurlandaþjóðirnar, sem hafa haldið sér þar æ síðan. Við efnahagshrunið árið 2008 var fjárhagsgrundvelli kippt undan meginþorra íslenskra fjölmiðla með samdrætti í auglýsingasölu samfara ótryggu efnahagsástandi og rekstrarforsendur fjölmiðla breyttust. Þrátt fyrir það ríkti hér áfram ásættanlegt fjölmiðlafrelsi og fram til ársins 2015 tókst okkur að halda okkur á tíu efstu sætum listans. Árið 2015 urðu hins vegar ákveðin vatnaskil, þegar við hröpuðum niður í 21. sæti listans. Skýrsluhöfundar þess árs skýrðu hinar mjög svo neikvæðu breytingar með því hvernig viðbrögð stjórnmálamanna voru við fréttaflutningi um málefni þeim tengdum. Þetta hefur verið rauður þráður í gegnum skýrslur samtakanna undanfarin ár, enda hefur Íslandi ekki tekist að endurheimta fyrri stöðu á listanum og hefur færst neðar á honum jafnt og þétt á undanförnum árum. Lítill fjölmiðlamarkaður, ítök hagsmunaafla og versnandi rekstrarskilyrði eru meðal þeirra ástæðna sem fjölmiðlafrelsi er talið fara dvínandi hér. Blaðamenn upplifa pólitískan þrýsting Helsta ástæðan er þó sú, að mati skýrsluhöfunda, versnandi átök milli stjórnmálafólks og fjölmiðla, sem er nokkuð sem Blaðamannafélagið hefur ítrekað lýst áhyggjum af á síðustu misserum. Í greiningunni sem fylgir skýrslu RSF um listann í ár segir meðal annars um stöðuna á Íslandi: „Blaðamenn sæta meiri þrýstingi frá yfirvöldum og fyrirtækjum. Á síðustu árum hefur þjóðþingið verið vettvangur harkalegrar gagnrýni á blaðamenn. Margir blaðamenn líta á þessi ummæli stjórnmálamanna sem pólitískan þrýsting á störf sín.“ Stjórn félagsins telur sérstaka ástæðu til þess að benda á þessa alvarlegu þróun í ályktun sinni og varar við þeim afleiðingum sem hún getur haft. Frjálsir fjölmiðlar eru forsenda fyrir því að hægt sé að veita valdhöfum aðhald og veita almenningi nauðsynlegar upplýsingar svo hann geti tekið upplýsta afstöðu í lýðræðissamfélagi. Án frjálsrar blaðamennsku þrífst lýðræðið ekki. Eðlileg gagnrýni á störf blaðamanna er sjálfsögð og nauðsynleg enda felur hún í sér mikilvægt aðhald. Sú þróun sem hefur orðið á viðhorfum sumra stjórnmálamanna til blaðamanna og fjölmiðla og þeirrar orðræðu sem þeir hafa uppi, vekur spurningar um það hvort þessi sömu stjórnmálamenn sjái mögulega hag í því að hér séu veikir fjölmiðlar sem geta síður fjallað um þá með gagnrýnum hætti. Við höfum séð dæmi um slíka óheillaþróun í ríkjum eins og Póllandi og Ungverjalandi. Fyrir um áratug var Pólland í 18. sæti fjölmiðlafrelsislistans – sem er sama sæti og við skipum í dag. Á undanförnum árum hafa valdhafar í Póllandi hins vegar tekið yfir nær alla stærstu fjölmiðla landsins og beita þeim óspart í áróðursskyni í eigin þágu auk þess sem lögreglu hefur verið beitt til þess að yfirheyra og ákæra blaðamenn sem stjórnvöldum eru ekki þóknanlegir. Pólland er nú í 56. sæti listans, fjölmiðlafrelsi er mjög skert, undirstöður lýðræðis hafa veikst og mannréttindi hafa verið takmörkuð. Fögnum orðum ráðherra Ekki nokkurt ríki sem byggir samfélag sitt á gildum á borð við lýðræði og mannréttindi ætti að sætta sig við þá alvarlegu stöðu sem dvínandi fjölmiðlafrelsi ber vott um hér á landi. Því fagnar stjórn blaðamannafélagsins eindregið í ályktun sinni, þeim sjónarmiðum sem fram komu íyfirlýsingu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra og formanns ráðherranefndar Evrópuráðsins, sem birt var á vef ráðsins í tilefni alþjóðadags fjölmiðlafrelsis í fyrradag. Í yfirlýsingu ráðherra segir hún meðal annars að frjálsir fjölmiðlar séu hornsteinn lýðræðislegra samfélaga. Samt sem áður sé sótt að fjölmiðlafrelsi og tjáningarfrelsi sem, ásamt vaxandi upplýsingaóreiðu, veiki undirstöður lýðræðisins, réttarríkis og mannréttinda. Ráðherra segir jafnframt í yfirlýsingu sinni að grípa þurfi til frekari aðgerða til þess að standa megi vörð um tjáningarfrelsið og frjálsa fjölmiðla. Því treystir stjórn BÍ því að íslensk stjórnvöld bregðist við hnignandi fjölmiðlafrelsi hér á landi og grípi til aðgerða til stuðnings einkareknum fjölmiðlum í þágu fjölmiðlafrelsis og lýðræðis. Skilaboð Þórdísar Kolbrúnar vekja að minnsta kosti von í brjósti mínu um að ákveðinn viðsnúningur sé að eiga sér stað í viðhorfi gagnvart fjölmiðlum. Ég geri orð hennar að mínum: „Skilaboð okkar þurfa að hljóma hátt, vera skýr og verður ekki hnikað – fjölmiðlar eru nauðsynlegur hluti lýðræðislegs samfélags og grundvöllur öryggis.“ Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Dögg Auðunsdóttir Fjölmiðlar Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Sjá meira
Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti í gær ályktun þar sem áhyggjum er lýst af hnignandi fjölmiðlafrelsi á Íslandi sem endurspeglast meðal annars í því að Ísland fellur um þrjú sæti á lista yfir fjölmiðlafrelsi í ríkjum heims sem samtökin Blaðamenn án landamæra (RSF) taka saman árlega. Ísland er nú í 18. sæti og er ekki lengur í hópi ríkja þar sem fjölmiðlafrelsi mælist mikið. Frá aldamótum og fram að hruni var Ísland að jafnaði í efstu þremur sætum listans – og ósjaldan í því efsta – líkt og hinar Norðurlandaþjóðirnar, sem hafa haldið sér þar æ síðan. Við efnahagshrunið árið 2008 var fjárhagsgrundvelli kippt undan meginþorra íslenskra fjölmiðla með samdrætti í auglýsingasölu samfara ótryggu efnahagsástandi og rekstrarforsendur fjölmiðla breyttust. Þrátt fyrir það ríkti hér áfram ásættanlegt fjölmiðlafrelsi og fram til ársins 2015 tókst okkur að halda okkur á tíu efstu sætum listans. Árið 2015 urðu hins vegar ákveðin vatnaskil, þegar við hröpuðum niður í 21. sæti listans. Skýrsluhöfundar þess árs skýrðu hinar mjög svo neikvæðu breytingar með því hvernig viðbrögð stjórnmálamanna voru við fréttaflutningi um málefni þeim tengdum. Þetta hefur verið rauður þráður í gegnum skýrslur samtakanna undanfarin ár, enda hefur Íslandi ekki tekist að endurheimta fyrri stöðu á listanum og hefur færst neðar á honum jafnt og þétt á undanförnum árum. Lítill fjölmiðlamarkaður, ítök hagsmunaafla og versnandi rekstrarskilyrði eru meðal þeirra ástæðna sem fjölmiðlafrelsi er talið fara dvínandi hér. Blaðamenn upplifa pólitískan þrýsting Helsta ástæðan er þó sú, að mati skýrsluhöfunda, versnandi átök milli stjórnmálafólks og fjölmiðla, sem er nokkuð sem Blaðamannafélagið hefur ítrekað lýst áhyggjum af á síðustu misserum. Í greiningunni sem fylgir skýrslu RSF um listann í ár segir meðal annars um stöðuna á Íslandi: „Blaðamenn sæta meiri þrýstingi frá yfirvöldum og fyrirtækjum. Á síðustu árum hefur þjóðþingið verið vettvangur harkalegrar gagnrýni á blaðamenn. Margir blaðamenn líta á þessi ummæli stjórnmálamanna sem pólitískan þrýsting á störf sín.“ Stjórn félagsins telur sérstaka ástæðu til þess að benda á þessa alvarlegu þróun í ályktun sinni og varar við þeim afleiðingum sem hún getur haft. Frjálsir fjölmiðlar eru forsenda fyrir því að hægt sé að veita valdhöfum aðhald og veita almenningi nauðsynlegar upplýsingar svo hann geti tekið upplýsta afstöðu í lýðræðissamfélagi. Án frjálsrar blaðamennsku þrífst lýðræðið ekki. Eðlileg gagnrýni á störf blaðamanna er sjálfsögð og nauðsynleg enda felur hún í sér mikilvægt aðhald. Sú þróun sem hefur orðið á viðhorfum sumra stjórnmálamanna til blaðamanna og fjölmiðla og þeirrar orðræðu sem þeir hafa uppi, vekur spurningar um það hvort þessi sömu stjórnmálamenn sjái mögulega hag í því að hér séu veikir fjölmiðlar sem geta síður fjallað um þá með gagnrýnum hætti. Við höfum séð dæmi um slíka óheillaþróun í ríkjum eins og Póllandi og Ungverjalandi. Fyrir um áratug var Pólland í 18. sæti fjölmiðlafrelsislistans – sem er sama sæti og við skipum í dag. Á undanförnum árum hafa valdhafar í Póllandi hins vegar tekið yfir nær alla stærstu fjölmiðla landsins og beita þeim óspart í áróðursskyni í eigin þágu auk þess sem lögreglu hefur verið beitt til þess að yfirheyra og ákæra blaðamenn sem stjórnvöldum eru ekki þóknanlegir. Pólland er nú í 56. sæti listans, fjölmiðlafrelsi er mjög skert, undirstöður lýðræðis hafa veikst og mannréttindi hafa verið takmörkuð. Fögnum orðum ráðherra Ekki nokkurt ríki sem byggir samfélag sitt á gildum á borð við lýðræði og mannréttindi ætti að sætta sig við þá alvarlegu stöðu sem dvínandi fjölmiðlafrelsi ber vott um hér á landi. Því fagnar stjórn blaðamannafélagsins eindregið í ályktun sinni, þeim sjónarmiðum sem fram komu íyfirlýsingu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra og formanns ráðherranefndar Evrópuráðsins, sem birt var á vef ráðsins í tilefni alþjóðadags fjölmiðlafrelsis í fyrradag. Í yfirlýsingu ráðherra segir hún meðal annars að frjálsir fjölmiðlar séu hornsteinn lýðræðislegra samfélaga. Samt sem áður sé sótt að fjölmiðlafrelsi og tjáningarfrelsi sem, ásamt vaxandi upplýsingaóreiðu, veiki undirstöður lýðræðisins, réttarríkis og mannréttinda. Ráðherra segir jafnframt í yfirlýsingu sinni að grípa þurfi til frekari aðgerða til þess að standa megi vörð um tjáningarfrelsið og frjálsa fjölmiðla. Því treystir stjórn BÍ því að íslensk stjórnvöld bregðist við hnignandi fjölmiðlafrelsi hér á landi og grípi til aðgerða til stuðnings einkareknum fjölmiðlum í þágu fjölmiðlafrelsis og lýðræðis. Skilaboð Þórdísar Kolbrúnar vekja að minnsta kosti von í brjósti mínu um að ákveðinn viðsnúningur sé að eiga sér stað í viðhorfi gagnvart fjölmiðlum. Ég geri orð hennar að mínum: „Skilaboð okkar þurfa að hljóma hátt, vera skýr og verður ekki hnikað – fjölmiðlar eru nauðsynlegur hluti lýðræðislegs samfélags og grundvöllur öryggis.“ Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun