Gelkúlubyssur valda usla í grunnskólum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. maí 2023 19:34 Stefanía Helga Ásmundsdóttir, fagstjóri á skóla- og frístundasviði í Norðurmiðstöð, segir skólastjórnendur hafa rætt um málið sín á milli. Vísir/Rúnar Auknar vinsældir rafknúinna leikfangabyssa eru skólastjórnendum áhyggjuefni en nokkrir nemendur hafa skotið á samnemendur í skólanum. Fagstjóri á skóla-og frístundasviði segir þetta lið í ofbeldismenningu, það færist í aukana að nemendur mæti vopnaðir hnífum í skólann. Leikfangabyssurnar hafa valdið usla í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu en þrátt fyrir að á heimasíðu söluaðilans, Snilldarvörur.is, komi skýrt fram að ekki megi skjóta á aðra, hafa nemendur á unglingastigi mætt með þær í skólann og skotið að samnemendum. Þetta varð til þess að skólastjóri grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu fann sig knúinn til að senda póst um málið til foreldra. Stefanía Helga Ásmundsdóttir, fagstjóri á skóla- og frístundasviði í Norðurmiðstöð, segir skólastjórnendur hafa rætt um málið sín á milli. „Það er þannig að þessar kúlur eru litlar og það getur farið illa þegar þær lenda í augum eða andliti eða annað slíkt. Þetta er eitthvað sem hefur verið að birtast okkur í skólanum núna. Færist í aukana að nemendur séu með hnífa á sér Notkun leikfangabyssanna í skólanum grafi undan öryggistilfinningu nemenda en þetta sé aðeins hluti af enn alvarlegri þróun að sögn Stefaníu. „Því miður þá erum við einnig að sjá að nemendur hafa, ungmenni, verið með hnífa á sér hvort sem það er í skóla og utan skóla. Við höfum verið að finna fyrir því. Það er aukin þróun þar og við höfum verið að taka af nemendum hnífa eða annað slíkt.“ Vitið þið hvers vegna þessi ungmenni fara vopnuð í skólann? Er það til að verja sig eða til að ógna? „Það bara getur verið allt í bland. Við þurfum að finna styrkleika þessara unglinga og vinna með þeim alveg eins og við gerum á hverjum degi til að beina þeim á réttar brautir.“ Foreldrar séu þar í algjöru lykilhlutverki en Stefanía vill ítreka að mikill meirihluti ungmenna í dag sýni enga slíka hegðun og séu til fyrirmyndar. Hins vegar þurfi að ná til þeirra barna sem sýni áhættuhegðun. „Með miklu aðhaldi og samtali og sérstaklega samvinnu við foreldra þá getum við náð utan um þetta.“ Eigendur Snilldarvara ítreka reglurnar Óliver Adam Kristjánsson og Viktor Snær Sigurðsson eru eigendur Snilldarvara sem selja umræddar byssur. Þeir vilja að foreldrar sjái til þess að börn þeirra noti leikfangabyssurnar í samræmi við þær reglur sem finna má á heimasíðunni.Vísir/Rúnar Íslenska netverslunin Snilldarvörur selur byssurnar en á heimasíðu þeirra er að finna skýrar leiðbeiningar. Viktor Snær Sigurðsson, annar eiganda Snilldarvara, segir að það sé mjög leiðinlegt að heyra að krakkar fylgi ekki reglunum. „Það er mjög leiðinlegt að heyra. Við tökum mjög skýrt fram að hvorki megi skjóta fólk né dýr og svo fylgja líka öryggisgleraugu með öllum vörum og hvetjum bara fólk til að nota þau alltaf.“ Óliver Adam Kristjánsson, hinn eigandi Snilldarvara, bendir þá á að foreldrar beri ábyrgð á börnum sínum. „Þegar byssurnar lentu hérna hjá okkur þá var röð hér út að götu og flest börn voru að koma með foreldrum ef ekki bara foreldrar að sækja byssuna. Eins og hann sagði þá tökum við skýrt fram í skilmálum að hvorki megi skjóta á fólk né dýr. Það er mikilvægt að foreldrar fylgi þessu eftir og fylgist með börnunum og passi upp á að þau séu ekki að misnota vöruna á einhvern hátt sem hún á ekki að vera notuð.“ Eigendurnir vilja að krakkar noti vöruna utandyra, til dæmis steina og tré. „Allt annað en fólk og dýr,“ segir Viktor og Óliver bætir við: „Hafa gaman bara. Við hverjum krakka til að leika sér úti, hætta að vera í símanum og tölvunni og leika sér eins og við gerðum í gamla daga.“ Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Slysavarnir Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Leikfangabyssurnar hafa valdið usla í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu en þrátt fyrir að á heimasíðu söluaðilans, Snilldarvörur.is, komi skýrt fram að ekki megi skjóta á aðra, hafa nemendur á unglingastigi mætt með þær í skólann og skotið að samnemendum. Þetta varð til þess að skólastjóri grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu fann sig knúinn til að senda póst um málið til foreldra. Stefanía Helga Ásmundsdóttir, fagstjóri á skóla- og frístundasviði í Norðurmiðstöð, segir skólastjórnendur hafa rætt um málið sín á milli. „Það er þannig að þessar kúlur eru litlar og það getur farið illa þegar þær lenda í augum eða andliti eða annað slíkt. Þetta er eitthvað sem hefur verið að birtast okkur í skólanum núna. Færist í aukana að nemendur séu með hnífa á sér Notkun leikfangabyssanna í skólanum grafi undan öryggistilfinningu nemenda en þetta sé aðeins hluti af enn alvarlegri þróun að sögn Stefaníu. „Því miður þá erum við einnig að sjá að nemendur hafa, ungmenni, verið með hnífa á sér hvort sem það er í skóla og utan skóla. Við höfum verið að finna fyrir því. Það er aukin þróun þar og við höfum verið að taka af nemendum hnífa eða annað slíkt.“ Vitið þið hvers vegna þessi ungmenni fara vopnuð í skólann? Er það til að verja sig eða til að ógna? „Það bara getur verið allt í bland. Við þurfum að finna styrkleika þessara unglinga og vinna með þeim alveg eins og við gerum á hverjum degi til að beina þeim á réttar brautir.“ Foreldrar séu þar í algjöru lykilhlutverki en Stefanía vill ítreka að mikill meirihluti ungmenna í dag sýni enga slíka hegðun og séu til fyrirmyndar. Hins vegar þurfi að ná til þeirra barna sem sýni áhættuhegðun. „Með miklu aðhaldi og samtali og sérstaklega samvinnu við foreldra þá getum við náð utan um þetta.“ Eigendur Snilldarvara ítreka reglurnar Óliver Adam Kristjánsson og Viktor Snær Sigurðsson eru eigendur Snilldarvara sem selja umræddar byssur. Þeir vilja að foreldrar sjái til þess að börn þeirra noti leikfangabyssurnar í samræmi við þær reglur sem finna má á heimasíðunni.Vísir/Rúnar Íslenska netverslunin Snilldarvörur selur byssurnar en á heimasíðu þeirra er að finna skýrar leiðbeiningar. Viktor Snær Sigurðsson, annar eiganda Snilldarvara, segir að það sé mjög leiðinlegt að heyra að krakkar fylgi ekki reglunum. „Það er mjög leiðinlegt að heyra. Við tökum mjög skýrt fram að hvorki megi skjóta fólk né dýr og svo fylgja líka öryggisgleraugu með öllum vörum og hvetjum bara fólk til að nota þau alltaf.“ Óliver Adam Kristjánsson, hinn eigandi Snilldarvara, bendir þá á að foreldrar beri ábyrgð á börnum sínum. „Þegar byssurnar lentu hérna hjá okkur þá var röð hér út að götu og flest börn voru að koma með foreldrum ef ekki bara foreldrar að sækja byssuna. Eins og hann sagði þá tökum við skýrt fram í skilmálum að hvorki megi skjóta á fólk né dýr. Það er mikilvægt að foreldrar fylgi þessu eftir og fylgist með börnunum og passi upp á að þau séu ekki að misnota vöruna á einhvern hátt sem hún á ekki að vera notuð.“ Eigendurnir vilja að krakkar noti vöruna utandyra, til dæmis steina og tré. „Allt annað en fólk og dýr,“ segir Viktor og Óliver bætir við: „Hafa gaman bara. Við hverjum krakka til að leika sér úti, hætta að vera í símanum og tölvunni og leika sér eins og við gerðum í gamla daga.“
Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Slysavarnir Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent