Kaupa skotvopn fyrir lögregluna fyrir leiðtogafundinn Kjartan Kjartansson skrifar 5. maí 2023 07:00 Vopnaðir lögreglumenn við Hörpu þegar Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, heimsótti Reykjavík árið 2021. Vísir/Vilhelm Skotvopn eru á meðal búnaðar sem keyptur hefur verið inn fyrir íslenska lögreglumenn í tengslum við öryggisgæslu á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík. Erlendir lögreglumenn sem aðstoða við öryggisgæsluna og erlendir öryggisverðir verða einnig vopnaðir. Um fjörutíu leiðtogar hafa staðfest komu sína á leiðtogafundinn sem fer fram í Hörpu dagana 16. og 17. maí. Viðburðurinn er sá stærsti af þessu tagi sem haldinn hefur verið á Íslandi. Gríðarleg öryggisgæsla verður vegna fundarins. Götum á stóru svæði í miðborginni verður lokað fyrir bílaumferð og svæðinu næst Hörpu fyrir allri umferð almennings. Íslenska lögreglan nýtur aðstoðar norræns lögregluliðs. Ríkisútvarpið sagði frá því í síðasta mánuði að um þrjú hundruð íslenskir lögreglumenn hefðu fengið þjálfun í meðferð skotvopna vegna leiðtogafundarins. Íslensk stjórnvöld standa straum af kostnaði við öryggisgæsluna sem er talinn nema á annan milljarð króna. Embætti ríkislögreglustjóra staðfestir í svari við skriflegri fyrirspurn Vísis að fest hafi verið kaup á skotvopnum og öðrum búnaði fyrir fundinn. Að öðru leyti veitir embættið ekki upplýsingar um búnað lögreglu vegna fundarins fyrr en að honum loknum og vísað það til öryggisástæðna. Íslenskir lögreglumenn fylgja vopnuðum erlendum kollegum og lífvörðum Varðandi vopnaburð erlendra lögreglumanna segir ríkislögreglustjóraembættið að þeir verði undir stjórn íslenskrar lögreglu. Reglur um meðferð lögreglu á vopnum leyfa ríkislögreglustjóra að heimila erlendum lögreglumönnum og öryggisvörðum að bera vopn við störf hér á landi svo lengi sem þeir starfa undir stjórn lögreglunnar og fylgi reglum hennar um vopnaburð og vopn. Vopnaðir öryggisverðir fylgja einnig sendinefndum sumra ríkjanna á fundinum. Sömu reglur og skilyrði gilda um þá og erlendu lögreglumennina. Ríkislögreglustjóri segir að fyrirkomulagið með þá verði sambærilegt við stakar heimsóknir þjóðarleiðtoga með vopnaða verði á liðnum árum. Verðirnir verði undir stjórn og í fylgd vopnaðra íslenskra lögreglumanna. Lögreglumenn á mótorhjólum í tengslum við heimsókn Mikes Pence, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna árið 2019. Íslenskir lögreglumenn fylgja sendinefndum á ferðum þeirra í borginni. Búast má við umferðarröskunum vegna þeirra ferða í kringum leiðtogafundinn.Vísir/Vilhelm Búast ekki við truflunum vegna öryggisgæslu á hótelum Samkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytisins er búist við um níu hundruð fulltrúum á leiðtogafundinn. Langflestir leiðtoganna gisti á hótelum í borginni. Almennir borgarar ættu ekki að verða fyrir miklum truflunum ef einhverjum vegna öryggisgæslu á hótelum utan lokunarsvæðisins, að því er segir í svari embættis ríkislögreglustjóra. Þó megi gera ráð fyrir vopnaðri öryggisgæslu lögreglu í tengslum við fundinn. Möguleg öryggisógn í kringum leiðtogafundinn er ekki aðeins áþreifanleg heldur einnig stafræn. Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda varaði við því í gær að ógnahópar og mótmælendur nýttu sér fundinn til þess að vekja athygli á sjálfum sér með netárásum á íslensk fyrirtæki og stofnanir, jafnvel þau sem væru alls ótengd fundarhöldunum. Skotvopn Lögreglumál Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Tengdar fréttir Reikna með netárásum ógnahópa og mótmælenda Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda reiknar með að ógnahópar og mótmælendur nýti sér leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík til þess að vekja á sér athygli með netárásum. Þær árásir gætu ekki aðeins beinst að fundinum sjálfum heldur íslenskum fyrirtækjum og stofnunum sem tengjast honum ekki. 3. maí 2023 14:10 Lokað fyrir bíla og strætó í nágrenni leiðtogafundarins Stórum hluta miðborgarinnar verður lokað fyrir umferð ökutækja, þar á meðal strætisvagna, á meðan á leiðtogafundi Evrópuráðsins stendur í Hörpu eftir tvær vikur. Reikna má með umferðartöfum á öllu höfuðborgarsvæðinu vegna fundarins. 2. maí 2023 14:29 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira
Um fjörutíu leiðtogar hafa staðfest komu sína á leiðtogafundinn sem fer fram í Hörpu dagana 16. og 17. maí. Viðburðurinn er sá stærsti af þessu tagi sem haldinn hefur verið á Íslandi. Gríðarleg öryggisgæsla verður vegna fundarins. Götum á stóru svæði í miðborginni verður lokað fyrir bílaumferð og svæðinu næst Hörpu fyrir allri umferð almennings. Íslenska lögreglan nýtur aðstoðar norræns lögregluliðs. Ríkisútvarpið sagði frá því í síðasta mánuði að um þrjú hundruð íslenskir lögreglumenn hefðu fengið þjálfun í meðferð skotvopna vegna leiðtogafundarins. Íslensk stjórnvöld standa straum af kostnaði við öryggisgæsluna sem er talinn nema á annan milljarð króna. Embætti ríkislögreglustjóra staðfestir í svari við skriflegri fyrirspurn Vísis að fest hafi verið kaup á skotvopnum og öðrum búnaði fyrir fundinn. Að öðru leyti veitir embættið ekki upplýsingar um búnað lögreglu vegna fundarins fyrr en að honum loknum og vísað það til öryggisástæðna. Íslenskir lögreglumenn fylgja vopnuðum erlendum kollegum og lífvörðum Varðandi vopnaburð erlendra lögreglumanna segir ríkislögreglustjóraembættið að þeir verði undir stjórn íslenskrar lögreglu. Reglur um meðferð lögreglu á vopnum leyfa ríkislögreglustjóra að heimila erlendum lögreglumönnum og öryggisvörðum að bera vopn við störf hér á landi svo lengi sem þeir starfa undir stjórn lögreglunnar og fylgi reglum hennar um vopnaburð og vopn. Vopnaðir öryggisverðir fylgja einnig sendinefndum sumra ríkjanna á fundinum. Sömu reglur og skilyrði gilda um þá og erlendu lögreglumennina. Ríkislögreglustjóri segir að fyrirkomulagið með þá verði sambærilegt við stakar heimsóknir þjóðarleiðtoga með vopnaða verði á liðnum árum. Verðirnir verði undir stjórn og í fylgd vopnaðra íslenskra lögreglumanna. Lögreglumenn á mótorhjólum í tengslum við heimsókn Mikes Pence, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna árið 2019. Íslenskir lögreglumenn fylgja sendinefndum á ferðum þeirra í borginni. Búast má við umferðarröskunum vegna þeirra ferða í kringum leiðtogafundinn.Vísir/Vilhelm Búast ekki við truflunum vegna öryggisgæslu á hótelum Samkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytisins er búist við um níu hundruð fulltrúum á leiðtogafundinn. Langflestir leiðtoganna gisti á hótelum í borginni. Almennir borgarar ættu ekki að verða fyrir miklum truflunum ef einhverjum vegna öryggisgæslu á hótelum utan lokunarsvæðisins, að því er segir í svari embættis ríkislögreglustjóra. Þó megi gera ráð fyrir vopnaðri öryggisgæslu lögreglu í tengslum við fundinn. Möguleg öryggisógn í kringum leiðtogafundinn er ekki aðeins áþreifanleg heldur einnig stafræn. Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda varaði við því í gær að ógnahópar og mótmælendur nýttu sér fundinn til þess að vekja athygli á sjálfum sér með netárásum á íslensk fyrirtæki og stofnanir, jafnvel þau sem væru alls ótengd fundarhöldunum.
Skotvopn Lögreglumál Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Tengdar fréttir Reikna með netárásum ógnahópa og mótmælenda Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda reiknar með að ógnahópar og mótmælendur nýti sér leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík til þess að vekja á sér athygli með netárásum. Þær árásir gætu ekki aðeins beinst að fundinum sjálfum heldur íslenskum fyrirtækjum og stofnunum sem tengjast honum ekki. 3. maí 2023 14:10 Lokað fyrir bíla og strætó í nágrenni leiðtogafundarins Stórum hluta miðborgarinnar verður lokað fyrir umferð ökutækja, þar á meðal strætisvagna, á meðan á leiðtogafundi Evrópuráðsins stendur í Hörpu eftir tvær vikur. Reikna má með umferðartöfum á öllu höfuðborgarsvæðinu vegna fundarins. 2. maí 2023 14:29 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira
Reikna með netárásum ógnahópa og mótmælenda Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda reiknar með að ógnahópar og mótmælendur nýti sér leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík til þess að vekja á sér athygli með netárásum. Þær árásir gætu ekki aðeins beinst að fundinum sjálfum heldur íslenskum fyrirtækjum og stofnunum sem tengjast honum ekki. 3. maí 2023 14:10
Lokað fyrir bíla og strætó í nágrenni leiðtogafundarins Stórum hluta miðborgarinnar verður lokað fyrir umferð ökutækja, þar á meðal strætisvagna, á meðan á leiðtogafundi Evrópuráðsins stendur í Hörpu eftir tvær vikur. Reikna má með umferðartöfum á öllu höfuðborgarsvæðinu vegna fundarins. 2. maí 2023 14:29