„Mér líður vel með að skila liðinu af mér núna“ Jón Már Ferro skrifar 5. maí 2023 09:01 Andri Snær Stefánsson er ný hættur sem þjálfari kvennaliðs KA/Þór. vísir/Pawel Cieslikiewicz Andri Snær Stefánsson segir að undanfarin þrjú ár hafi verið stórkostleg með kvennalið KA/Þórs í handbolta. Hann lætur af störfum og segist stoltur af félaginu og leikmönnum sínum. „Fyrsta árið okkar var ævintýraárið. Okkur var spáð fimmta sæti en tókum alla fjóra titlana. Sem var alveg sturlað. Við fylgdum því eftir með því að fara í Evrópukeppni. Stelpur sem komust í landsliðið og atvinnumennsku,“ segir Andri. Margar breytingar urðu á liðinu í vetur en þær urðu fleiri en hann hafði búist við. Margir ungir leikmenn fengu tækifæri í meistaraflokki og hann segist stoltur að hafa farið með liðið aftur í Evrópukeppni. Leiddi liðið í gegnum miklar breytingar „Mér líður eins og ég sé til í að breyta til hjá mér og liðið hefur gott af nýrri rödd. Mér líður vel með að skila liðinu af mér núna eftir að liðið hefur farið í gegnum miklar breytingar. Ég held að ekkert lið í handboltanum á Íslandi hafi farið í gegnum jafn miklar breytingar á milli tímabila,“ segir Andri. KA/Þór náði stórkostlegum árangri undir stjórn Andra Snæs. Sérstaklega á fyrsta árinu sem þjálfari liðsins.vísir/Pawel Cieslikiewicz Hann er stoltur af vinnu KA/Þórs undanfarin ár og segir jafnframt að hann sé að skila af sér góðu liði. Þrátt fyrir að hætta í meistaraflokksþjálfun núna sé aldrei að vita nema að Andri mæti aftur eftir tvö til þrjú ár í meistaraflokksbolta. „Það er rosalega mikil vinna sem fer í að stýra meistaraflokksliði. Ég er í fullri vinnu og með þrjú lítil börn með konunni minni. Þetta er fínn tímapunktur að fá meira svigrúm. Ég mun halda áfram að þjálfa. Ég elska að þjálfa og hef mikinn metnað fyrir því. Væntanlega fer ég í yngri flokkana,“ segir Andri. „Slökkviliðið sprautaði yfir flugvélina“ Undir stjórn Andra náði KA/Þór góðum árangri og varð meðal annars Íslandsmeistari tímabilið 2020-21. Hann mun aldrei gleyma móttökunum sem liðið fékk. „Íslandsmeistaratitillinn stendur upp úr. Við fengum ótrúlega marga Akureyringa suður með okkur sem fylgdu okkur í lokaleikinn sem tryggði okkur titilinn. Móttökurnar á Akureyrarflugvelli þar sem hálfur bærinn tók á móti okkur. Slökkviliðið sprautaði yfir flugvélina.“ Andra þykir óendanlega vænt um félagið og alla leikmennina og segir að erfitt hafi verið að tilkynna brotthvarfið. Þrátt fyrir það segir hann bjarta tíma fram undan og að ungir leikmenn muni njóta góðs af reynslunni á nýliðnu tímabili. „Nokkrir leikmenn sem fóru í atvinnumennsku og spiluðu með landsliðinu. Ég er ótrúlega ánægður að hafa tekið þátt í því með þjálfarateyminu, stjórn og leikmönnum að taka kvennahandboltann á Akureyri á næsta stig. Við vorum valið þriðja besta lið ársins af öllum liðsíþróttum á Íslandi fyrir tveimur árum. Þetta hefur verið ótrúlegur tími en allt tekur einhvern tímann enda,“ segir Andri. Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Andri Snær hættur með KA/Þór Andri Snær Stefánsson er hættur sem þjálfari KA/Þór í handbolta. Undir hans stjórn varð liðið Íslands-, bikar- og deildarmeistari í fyrsta sinn. 3. maí 2023 10:34 Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira
„Fyrsta árið okkar var ævintýraárið. Okkur var spáð fimmta sæti en tókum alla fjóra titlana. Sem var alveg sturlað. Við fylgdum því eftir með því að fara í Evrópukeppni. Stelpur sem komust í landsliðið og atvinnumennsku,“ segir Andri. Margar breytingar urðu á liðinu í vetur en þær urðu fleiri en hann hafði búist við. Margir ungir leikmenn fengu tækifæri í meistaraflokki og hann segist stoltur að hafa farið með liðið aftur í Evrópukeppni. Leiddi liðið í gegnum miklar breytingar „Mér líður eins og ég sé til í að breyta til hjá mér og liðið hefur gott af nýrri rödd. Mér líður vel með að skila liðinu af mér núna eftir að liðið hefur farið í gegnum miklar breytingar. Ég held að ekkert lið í handboltanum á Íslandi hafi farið í gegnum jafn miklar breytingar á milli tímabila,“ segir Andri. KA/Þór náði stórkostlegum árangri undir stjórn Andra Snæs. Sérstaklega á fyrsta árinu sem þjálfari liðsins.vísir/Pawel Cieslikiewicz Hann er stoltur af vinnu KA/Þórs undanfarin ár og segir jafnframt að hann sé að skila af sér góðu liði. Þrátt fyrir að hætta í meistaraflokksþjálfun núna sé aldrei að vita nema að Andri mæti aftur eftir tvö til þrjú ár í meistaraflokksbolta. „Það er rosalega mikil vinna sem fer í að stýra meistaraflokksliði. Ég er í fullri vinnu og með þrjú lítil börn með konunni minni. Þetta er fínn tímapunktur að fá meira svigrúm. Ég mun halda áfram að þjálfa. Ég elska að þjálfa og hef mikinn metnað fyrir því. Væntanlega fer ég í yngri flokkana,“ segir Andri. „Slökkviliðið sprautaði yfir flugvélina“ Undir stjórn Andra náði KA/Þór góðum árangri og varð meðal annars Íslandsmeistari tímabilið 2020-21. Hann mun aldrei gleyma móttökunum sem liðið fékk. „Íslandsmeistaratitillinn stendur upp úr. Við fengum ótrúlega marga Akureyringa suður með okkur sem fylgdu okkur í lokaleikinn sem tryggði okkur titilinn. Móttökurnar á Akureyrarflugvelli þar sem hálfur bærinn tók á móti okkur. Slökkviliðið sprautaði yfir flugvélina.“ Andra þykir óendanlega vænt um félagið og alla leikmennina og segir að erfitt hafi verið að tilkynna brotthvarfið. Þrátt fyrir það segir hann bjarta tíma fram undan og að ungir leikmenn muni njóta góðs af reynslunni á nýliðnu tímabili. „Nokkrir leikmenn sem fóru í atvinnumennsku og spiluðu með landsliðinu. Ég er ótrúlega ánægður að hafa tekið þátt í því með þjálfarateyminu, stjórn og leikmönnum að taka kvennahandboltann á Akureyri á næsta stig. Við vorum valið þriðja besta lið ársins af öllum liðsíþróttum á Íslandi fyrir tveimur árum. Þetta hefur verið ótrúlegur tími en allt tekur einhvern tímann enda,“ segir Andri.
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Andri Snær hættur með KA/Þór Andri Snær Stefánsson er hættur sem þjálfari KA/Þór í handbolta. Undir hans stjórn varð liðið Íslands-, bikar- og deildarmeistari í fyrsta sinn. 3. maí 2023 10:34 Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira
Andri Snær hættur með KA/Þór Andri Snær Stefánsson er hættur sem þjálfari KA/Þór í handbolta. Undir hans stjórn varð liðið Íslands-, bikar- og deildarmeistari í fyrsta sinn. 3. maí 2023 10:34