Þetta kemur fram í nýrri umfjöllun Lyfjastofnunar um starfsemi apóteka árið 2022.
Í lok árs voru 76 apótek á landinu öllu; 26 á vegum Lyfja og heilsu hf., 23 á vegum Lyfju hf. og sex á vegum Lyfsalans ehf.
52 apótek voru starfrækt á höfuðborgarsvæðinu árið 2022, fimm á Suðurnesjum og nítján annars staðar á landsbyggðinni. Þá voru 29 lyfjaútibú starfrækt á landinu.
Alls störfuðu 814 manns í apótekum, lyfjaútibúum og lyfsölum í fyrra, þar af 252 lyfjafræðingar, 58 lyfjatæknar og 504 aðrir starfsmenn.
Á Austurlandi voru aðeins tvö apótek starfrækt árið 2022 en sex lyfjaútibú.
Hér má finna forvitnilega skýrslu Lyfjastofnunar um starfsemi apóteka.