Gifting Bam Margera á Íslandi var ekki gild Kristinn Haukur Guðnason skrifar 4. maí 2023 00:00 Brúðkaupskossinn í Hafnarhúsinu eftir að Margera og Boyd strengdu heitin Youtube Lögmenn Bam Margera halda því fram að gifting hans og Nicole Boyd á Íslandi hafi ekki verið lögleg. Pappírum hafi aldrei verið skilað inn. Boyd, meint eiginkona Margera, ákvað að skilja við hann í febrúar síðastliðnum. Ástæðurnar sem hún nefndi voru einkum vímuefnavandi Jackass stjörnunnar fyrrverandi. Síðan þá hefur hún haldið því fram að Margera hafi ekki greitt neitt með barni þeirra. Margera og Boyd giftust eins og frægt er hér á Íslandi. Athöfnin fór fram í Hafnarhúsinu snemma í október árið 2013 en þar steig Margera á svið með hljómsveit sinni FuckFack Unstoppable í styrktartónleikum fyrir hljólabrettagarði í Reykjavík. Margera var á þessum árum mikill Íslandsvinur. Presturinn sem gaf þau saman var finnski tónlistarmaðurinn Andy McCoy. Greint var frá því að McCoy hafði talið að athöfnin væri degi seinna og svaf hann yfir sig um klukkutíma. Pappírum ekki skilað inn Margera á í útistöðum við Boyd um umgengnisrétt yfir barni þeirra. Nú hefur lögmæti giftingarinnar dregist inn í deiluna en lögmenn Margera halda því fram að jafn vel þó að parið hafi strengt heitin hafi löglegum pappírum aldrei verið skilað á réttan stað. Lögmenn Boyd hafa brugðist við þessu og segja að þó að pappírunum hafi aldrei verið skilað inn hafi parið lifað saman sem hjón og hún verið í góðri trú um að þau væru gift. Margera hefur verið mikið í fréttum undanfarin ár og yfirleitt ekki fyrir neitt jákvætt. Nú seinast í apríl var greint frá því að hann væri á flótta í fjóra daga undan lögreglunni vegna líkamsárásar gegn fjölskyldumeðlimum. Hann gaf sig loks fram en má ekki eiga í neinum samskiptum við bróður sinn eða föður. Brúðkaup Dómsmál Bandaríkin Íslandsvinir Tengdar fréttir Bam Margera gaf sig fram Jackass-stjarnan Bam Margera gaf sig fram við lögreglu í Pennsylvaníu í morgun eftir að hafa verið eftirlýstur í fjóra daga fyrir að kýla bróður sinn. Margera var látinn laus úr varðhaldi gegn 50 þúsund dala tryggingu en má ekki eiga í samskiptum við föður sinn og bróður eða koma nálægt heimili sínu 27. apríl 2023 21:23 Eftirlýstur Bam Margera flúði af vettvangi Lögreglan í Pennsylvaníu hefur lýst eftir Bam Margera, Íslandsvini og Jackass-stjörnu, í kjölfar þess að hann réðist á mann fyrr í dag. Talið er að fórnarlambið sé bróðir Margera. Handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur Margera sem flúði af vettvangi eftir árásina. 24. apríl 2023 21:22 Bam Margera í öndunarvél Bandaríska Jackass-stjarnan og Íslandsvinurinn Bam Margera hefur verið lagður inn á sjúkrahús og er í öndunarvél. Ástand hans er sagt stöðugt. 9. desember 2022 10:16 Brúðkaupsnótt Bam Margera á Íslandi 34 ára Jackass-stjarnan giftist unnustu sinni, Nicole Boyd, á laugardaginn í Hafnarhúsinu 8. október 2013 10:54 Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Boyd, meint eiginkona Margera, ákvað að skilja við hann í febrúar síðastliðnum. Ástæðurnar sem hún nefndi voru einkum vímuefnavandi Jackass stjörnunnar fyrrverandi. Síðan þá hefur hún haldið því fram að Margera hafi ekki greitt neitt með barni þeirra. Margera og Boyd giftust eins og frægt er hér á Íslandi. Athöfnin fór fram í Hafnarhúsinu snemma í október árið 2013 en þar steig Margera á svið með hljómsveit sinni FuckFack Unstoppable í styrktartónleikum fyrir hljólabrettagarði í Reykjavík. Margera var á þessum árum mikill Íslandsvinur. Presturinn sem gaf þau saman var finnski tónlistarmaðurinn Andy McCoy. Greint var frá því að McCoy hafði talið að athöfnin væri degi seinna og svaf hann yfir sig um klukkutíma. Pappírum ekki skilað inn Margera á í útistöðum við Boyd um umgengnisrétt yfir barni þeirra. Nú hefur lögmæti giftingarinnar dregist inn í deiluna en lögmenn Margera halda því fram að jafn vel þó að parið hafi strengt heitin hafi löglegum pappírum aldrei verið skilað á réttan stað. Lögmenn Boyd hafa brugðist við þessu og segja að þó að pappírunum hafi aldrei verið skilað inn hafi parið lifað saman sem hjón og hún verið í góðri trú um að þau væru gift. Margera hefur verið mikið í fréttum undanfarin ár og yfirleitt ekki fyrir neitt jákvætt. Nú seinast í apríl var greint frá því að hann væri á flótta í fjóra daga undan lögreglunni vegna líkamsárásar gegn fjölskyldumeðlimum. Hann gaf sig loks fram en má ekki eiga í neinum samskiptum við bróður sinn eða föður.
Brúðkaup Dómsmál Bandaríkin Íslandsvinir Tengdar fréttir Bam Margera gaf sig fram Jackass-stjarnan Bam Margera gaf sig fram við lögreglu í Pennsylvaníu í morgun eftir að hafa verið eftirlýstur í fjóra daga fyrir að kýla bróður sinn. Margera var látinn laus úr varðhaldi gegn 50 þúsund dala tryggingu en má ekki eiga í samskiptum við föður sinn og bróður eða koma nálægt heimili sínu 27. apríl 2023 21:23 Eftirlýstur Bam Margera flúði af vettvangi Lögreglan í Pennsylvaníu hefur lýst eftir Bam Margera, Íslandsvini og Jackass-stjörnu, í kjölfar þess að hann réðist á mann fyrr í dag. Talið er að fórnarlambið sé bróðir Margera. Handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur Margera sem flúði af vettvangi eftir árásina. 24. apríl 2023 21:22 Bam Margera í öndunarvél Bandaríska Jackass-stjarnan og Íslandsvinurinn Bam Margera hefur verið lagður inn á sjúkrahús og er í öndunarvél. Ástand hans er sagt stöðugt. 9. desember 2022 10:16 Brúðkaupsnótt Bam Margera á Íslandi 34 ára Jackass-stjarnan giftist unnustu sinni, Nicole Boyd, á laugardaginn í Hafnarhúsinu 8. október 2013 10:54 Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Bam Margera gaf sig fram Jackass-stjarnan Bam Margera gaf sig fram við lögreglu í Pennsylvaníu í morgun eftir að hafa verið eftirlýstur í fjóra daga fyrir að kýla bróður sinn. Margera var látinn laus úr varðhaldi gegn 50 þúsund dala tryggingu en má ekki eiga í samskiptum við föður sinn og bróður eða koma nálægt heimili sínu 27. apríl 2023 21:23
Eftirlýstur Bam Margera flúði af vettvangi Lögreglan í Pennsylvaníu hefur lýst eftir Bam Margera, Íslandsvini og Jackass-stjörnu, í kjölfar þess að hann réðist á mann fyrr í dag. Talið er að fórnarlambið sé bróðir Margera. Handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur Margera sem flúði af vettvangi eftir árásina. 24. apríl 2023 21:22
Bam Margera í öndunarvél Bandaríska Jackass-stjarnan og Íslandsvinurinn Bam Margera hefur verið lagður inn á sjúkrahús og er í öndunarvél. Ástand hans er sagt stöðugt. 9. desember 2022 10:16
Brúðkaupsnótt Bam Margera á Íslandi 34 ára Jackass-stjarnan giftist unnustu sinni, Nicole Boyd, á laugardaginn í Hafnarhúsinu 8. október 2013 10:54