Þjóðskjalasafnið í Skagafjörð Einar E. Einarsson skrifar 3. maí 2023 08:01 Þjóðskjalasafn Íslands hefur nýlega stigið fram til að fullvissa stjórnmálamenn, fræðimenn og almenning um að safnið sé fullfært um að taka við öllum gögnum sveitarfélaga. Reyndar kemur líka fram að safnið þurfi aukið fjármagn, meiri mannskap, hækkun gjaldskráa og töluvert stærra húsnæði til að sinna þessu verkefni. Það hefur einnig komið fram að safnið telji að það geti þjónustað alla borgara landsins með aðstoð stafrænna lausna, staðsetning skipti þar engu máli. Námskeið safnsins eru á netinu, hægt er að senda stafrænt afrit af gögnum í þjónustugátt og svo framvegis. Þetta gerir Þjóðskjalasafn Íslands að þeirri ríkisstofnun sem án nokkurra vandræða væri hægt að staðsetja utan höfuðborgarsvæðisins - því þessi stafræna þjónusta hlýtur að geta gengið í báðar áttir. Ég vil því bjóða Þjóðskjalasafn Íslands velkomið í Skagafjörðinn. Hér er löng hefð fyrir söguritun og fá sveitarfélög hafi veitt annað eins fjármagn í ritun byggðasögu og Skagfirðingar. Jón Sigurðsson, alþingismaður frá Reynistað í Skagafirði, átti frumkvæðið að því að héraðsskjalasöfn voru sett á fót og hér var fyrsta héraðsskjalasafnið stofnað árið 1947 sem bjargaði þannig miklum menningarverðmætum. Hér ríkir því góður skilningur á mikilvægi skjalasafna. Þetta hljóta að teljast kjöraðstæður fyrir ríkisstofnun sem heldur utan um sögulegar heimildir þjóðarinnar. Þá er hamfarahætta í Skagafirði mun minni en á höfuðborgarsvæðinu. Fyrir skattfé borgara rekur ríkið þrjár stofnanir til að halda utan um sögulegar heimildir þjóðarinnar: Árnastofnun sem staðsett er í hinu nýja glæsilega húsi sem nýlega var nefnt Edda, Handritadeild Landsbókasafns sem staðsett er við hliðina á Eddu og Þjóðskjalasafn Íslands sem staðsett er á Laugavegi. Uppi eru hugmyndir um að flytja eigi aðalstöðvar Þjóðskjalasafns við hlið þessara stofnana. Væri ekki skynsamlegra og áhættuminna að dreifa þessum stofnunum á stærra landsvæði fremur en að setja þær allar saman á einn blett? Lóðaverð í Skagafirði en einnig mun lægra en í Reykjavík svo hægt væri að spara ríkinu mikið fé þegar kemur að því að byggja nýtt húsnæði fyrir Þjóðskjalasafnið - sem virðist einmitt vera á dagskránni. Reykjavíkurborg og nú Kópavogsbær hafa tekið þá ákvörðun að leggja niður sín héraðsskjalasöfn, þ.e. Borgarskjalasafn og Héraðsskjalasafn Kópavogs. Er þetta rétta umhverfið fyrir jafn mikilvæga stofnun og Þjóðskjalasafn Íslands? Og svo má auðvitað spyrja sig að því hvort þessi sveitarfélög hefðu tekið þessa ákvörðun ef Þjóðskjalasafn Íslands væri staðsett í Skagafirði. Í umræðunni um opinber skjalasöfn virðist nefnilega halla verulega á landsbyggðina. Er það tilviljun að það eru sveitarfélögin sem staðsett eru næst Þjóðskjalasafninu sem hafa nú kosið að afhenda gögn sín þangað á meðan sveitarfélög um allt Norðurland, hluta Vesturlands og Vestafjarða, allt Austurland og allt Suðurland reka sín eigin opinberu skjalasöfn? Í röksemdum borgarstjóra kemur fram að það sé ódýrara að afhenda gögn á Þjóðskjalasafn Íslands en að reka eigið skjalasafn. Þetta byggir hann reyndar á mjög umdeildri greiningu ráðgjafafyrirtækisins KPMG en ef það er einhver fótur fyrir þessari fullyrðingu þá eru í raun skattgreiðendur um land allt að fara greiða niður skjalavörslu Reykjavíkurborgar. Það hlýtur að vera eitthvað athugavert við þá löggjöf sem býður upp á slíka mismunun sveitarfélaga. Ég skora því á Lilju Alfreðsdóttur, viðskipta- og menningarmálaráðherra og Sigurð Inga Jóhannsson, innviðaráðherra að kanna möguleikana á að flytja Þjóðskjalasafn Íslands í Skagafjörðinn og athuga hvort núgildandi lagaumhverfi mismuni sveitarfélögum þegar kemur að rekstri opinberra skjalasafna. Höfundur er formaður Byggðarráðs Skagafjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Skagafjörður Mest lesið Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Skoðun Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Þjóðskjalasafn Íslands hefur nýlega stigið fram til að fullvissa stjórnmálamenn, fræðimenn og almenning um að safnið sé fullfært um að taka við öllum gögnum sveitarfélaga. Reyndar kemur líka fram að safnið þurfi aukið fjármagn, meiri mannskap, hækkun gjaldskráa og töluvert stærra húsnæði til að sinna þessu verkefni. Það hefur einnig komið fram að safnið telji að það geti þjónustað alla borgara landsins með aðstoð stafrænna lausna, staðsetning skipti þar engu máli. Námskeið safnsins eru á netinu, hægt er að senda stafrænt afrit af gögnum í þjónustugátt og svo framvegis. Þetta gerir Þjóðskjalasafn Íslands að þeirri ríkisstofnun sem án nokkurra vandræða væri hægt að staðsetja utan höfuðborgarsvæðisins - því þessi stafræna þjónusta hlýtur að geta gengið í báðar áttir. Ég vil því bjóða Þjóðskjalasafn Íslands velkomið í Skagafjörðinn. Hér er löng hefð fyrir söguritun og fá sveitarfélög hafi veitt annað eins fjármagn í ritun byggðasögu og Skagfirðingar. Jón Sigurðsson, alþingismaður frá Reynistað í Skagafirði, átti frumkvæðið að því að héraðsskjalasöfn voru sett á fót og hér var fyrsta héraðsskjalasafnið stofnað árið 1947 sem bjargaði þannig miklum menningarverðmætum. Hér ríkir því góður skilningur á mikilvægi skjalasafna. Þetta hljóta að teljast kjöraðstæður fyrir ríkisstofnun sem heldur utan um sögulegar heimildir þjóðarinnar. Þá er hamfarahætta í Skagafirði mun minni en á höfuðborgarsvæðinu. Fyrir skattfé borgara rekur ríkið þrjár stofnanir til að halda utan um sögulegar heimildir þjóðarinnar: Árnastofnun sem staðsett er í hinu nýja glæsilega húsi sem nýlega var nefnt Edda, Handritadeild Landsbókasafns sem staðsett er við hliðina á Eddu og Þjóðskjalasafn Íslands sem staðsett er á Laugavegi. Uppi eru hugmyndir um að flytja eigi aðalstöðvar Þjóðskjalasafns við hlið þessara stofnana. Væri ekki skynsamlegra og áhættuminna að dreifa þessum stofnunum á stærra landsvæði fremur en að setja þær allar saman á einn blett? Lóðaverð í Skagafirði en einnig mun lægra en í Reykjavík svo hægt væri að spara ríkinu mikið fé þegar kemur að því að byggja nýtt húsnæði fyrir Þjóðskjalasafnið - sem virðist einmitt vera á dagskránni. Reykjavíkurborg og nú Kópavogsbær hafa tekið þá ákvörðun að leggja niður sín héraðsskjalasöfn, þ.e. Borgarskjalasafn og Héraðsskjalasafn Kópavogs. Er þetta rétta umhverfið fyrir jafn mikilvæga stofnun og Þjóðskjalasafn Íslands? Og svo má auðvitað spyrja sig að því hvort þessi sveitarfélög hefðu tekið þessa ákvörðun ef Þjóðskjalasafn Íslands væri staðsett í Skagafirði. Í umræðunni um opinber skjalasöfn virðist nefnilega halla verulega á landsbyggðina. Er það tilviljun að það eru sveitarfélögin sem staðsett eru næst Þjóðskjalasafninu sem hafa nú kosið að afhenda gögn sín þangað á meðan sveitarfélög um allt Norðurland, hluta Vesturlands og Vestafjarða, allt Austurland og allt Suðurland reka sín eigin opinberu skjalasöfn? Í röksemdum borgarstjóra kemur fram að það sé ódýrara að afhenda gögn á Þjóðskjalasafn Íslands en að reka eigið skjalasafn. Þetta byggir hann reyndar á mjög umdeildri greiningu ráðgjafafyrirtækisins KPMG en ef það er einhver fótur fyrir þessari fullyrðingu þá eru í raun skattgreiðendur um land allt að fara greiða niður skjalavörslu Reykjavíkurborgar. Það hlýtur að vera eitthvað athugavert við þá löggjöf sem býður upp á slíka mismunun sveitarfélaga. Ég skora því á Lilju Alfreðsdóttur, viðskipta- og menningarmálaráðherra og Sigurð Inga Jóhannsson, innviðaráðherra að kanna möguleikana á að flytja Þjóðskjalasafn Íslands í Skagafjörðinn og athuga hvort núgildandi lagaumhverfi mismuni sveitarfélögum þegar kemur að rekstri opinberra skjalasafna. Höfundur er formaður Byggðarráðs Skagafjarðar.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar