Tímabært að dusta rykið af þyrluumræðunni Kristinn Haukur Guðnason skrifar 2. maí 2023 18:29 Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri í Árnessýslu segir ekkert til fyrirstöðu að ferðaþjónustufyrirtæki semji við viðbragðsaðila. Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri í Árnessýslu segir tímabært að dusta rykið af umræðu um sjúkraþyrlur. Alltaf sé til bóta þegar fólki er komið fyrr undir hendur heilbrigðisstarfsfólks þegar neyðartilvik koma upp. Pétur var gestur hjá Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Tilefnið er umræða um neyðarviðbragð eftir að tónlistarmaðurinn Hjörtur Howser varð bráðkvaddur við Gullfoss þann 24. apríl. Klukkutími leið frá því að hringt var í Neyðarlínuna þar til sjúkrabíll kom á vettvang. Pétur segir að dusta ætti rykið af umræðunni um sjúkraþyrlur, léttar og sérútbúnar þyrlur sem virka sem sjúkrabílar í loftinu. Einnig að brýnt sé að starfsfólk ferðaþjónustufyrirtækja hafi skyndihjálparmenntun og kunni á hjartastuðtæki. „Margir hafa sett upp hjá sér hjartastuðtæki og skyndihjálpartæki en það þarf ákveðna kunnáttu á það,“ segir Pétur. Rauði krossinn og Landsbjörg séu einnig sífellt að benda fólki á að læra skyndihjálp til að kunna að bregðast við ef einhverja vá ber að höndum. Þá sé ekkert því til fyrirstöðu að ferðaþjónustufyrirtæki geri samninga við viðbragðsaðila og greiði fyrir það sjálfir. „Þetta snýst yfirleitt um peninga og vilja og strandar mjög oft á því,“ segir Pétur. Lengra í hjálp í dreifbýli Pétur segir það skipta borgaranna mjög miklu máli að neyðarviðbragðið sé snögg. Sjúkraflutningar og lögggæsla sé á ábyrgð ríkisins en slökkvilið á ábyrgð sveitarfélaganna. „Ef þú ert kominn út fyrir þéttbýliskjarna þá er lengra í hjálp,“ segir Pétur um stöðuna hér á landi. „Við getum öll verið sammála um að það mætti auka viðbragð á fjölmennum ferðamannastöðum eins og Gullfossi og Geysi.“ Nýtist það bæði erlendum ferðamönnum sem og Íslendingum. Slökkvilið Slysavarnir Reykjavík síðdegis Sjúkraflutningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Andlát Hjartar skýrt merki um að neyðarþjónustu vanti við Gullfoss Leiðsögumaður, sem varð vitni að andláti tónlistarmannsins Hjartar Howser og veitti honum fyrstu hjálp, segir neyðarþjónustu við Gullfoss og Geysi, vinsælustu ferðamannastaði landsins, til skammar. Tæp klukkustund leið frá því að hann hringdi á Neyðarlínuna eftir að Hjörtur hneig niður og þar til sjúkrabíll kom á vettvang. 1. maí 2023 07:00 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Pétur var gestur hjá Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Tilefnið er umræða um neyðarviðbragð eftir að tónlistarmaðurinn Hjörtur Howser varð bráðkvaddur við Gullfoss þann 24. apríl. Klukkutími leið frá því að hringt var í Neyðarlínuna þar til sjúkrabíll kom á vettvang. Pétur segir að dusta ætti rykið af umræðunni um sjúkraþyrlur, léttar og sérútbúnar þyrlur sem virka sem sjúkrabílar í loftinu. Einnig að brýnt sé að starfsfólk ferðaþjónustufyrirtækja hafi skyndihjálparmenntun og kunni á hjartastuðtæki. „Margir hafa sett upp hjá sér hjartastuðtæki og skyndihjálpartæki en það þarf ákveðna kunnáttu á það,“ segir Pétur. Rauði krossinn og Landsbjörg séu einnig sífellt að benda fólki á að læra skyndihjálp til að kunna að bregðast við ef einhverja vá ber að höndum. Þá sé ekkert því til fyrirstöðu að ferðaþjónustufyrirtæki geri samninga við viðbragðsaðila og greiði fyrir það sjálfir. „Þetta snýst yfirleitt um peninga og vilja og strandar mjög oft á því,“ segir Pétur. Lengra í hjálp í dreifbýli Pétur segir það skipta borgaranna mjög miklu máli að neyðarviðbragðið sé snögg. Sjúkraflutningar og lögggæsla sé á ábyrgð ríkisins en slökkvilið á ábyrgð sveitarfélaganna. „Ef þú ert kominn út fyrir þéttbýliskjarna þá er lengra í hjálp,“ segir Pétur um stöðuna hér á landi. „Við getum öll verið sammála um að það mætti auka viðbragð á fjölmennum ferðamannastöðum eins og Gullfossi og Geysi.“ Nýtist það bæði erlendum ferðamönnum sem og Íslendingum.
Slökkvilið Slysavarnir Reykjavík síðdegis Sjúkraflutningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Andlát Hjartar skýrt merki um að neyðarþjónustu vanti við Gullfoss Leiðsögumaður, sem varð vitni að andláti tónlistarmannsins Hjartar Howser og veitti honum fyrstu hjálp, segir neyðarþjónustu við Gullfoss og Geysi, vinsælustu ferðamannastaði landsins, til skammar. Tæp klukkustund leið frá því að hann hringdi á Neyðarlínuna eftir að Hjörtur hneig niður og þar til sjúkrabíll kom á vettvang. 1. maí 2023 07:00 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Andlát Hjartar skýrt merki um að neyðarþjónustu vanti við Gullfoss Leiðsögumaður, sem varð vitni að andláti tónlistarmannsins Hjartar Howser og veitti honum fyrstu hjálp, segir neyðarþjónustu við Gullfoss og Geysi, vinsælustu ferðamannastaði landsins, til skammar. Tæp klukkustund leið frá því að hann hringdi á Neyðarlínuna eftir að Hjörtur hneig niður og þar til sjúkrabíll kom á vettvang. 1. maí 2023 07:00