Þar kemur fram að rannsóknin sé umfangsmikil og sé á viðkvæmu stigi. Henni miði vel áfram og segir lögregla að rannsóknarvinna sé í fullum gangi. Ekki verði hins vegar gefnar út frekari upplýsingar um framgang hennar að sinni.
Eins og fram hefur komið hafa tveir karlmenn verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram til föstudagsins 5. maí næstkomandi vegna málsins.
Konan var á þrítugsaldri líkt og báðir mennirnir. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru þeir hálfbræður.
Segir í tilkynningu lögreglu að hún hafi notið liðsinnis kollega sinna hjá lögreglunni á Suðurnesjum auk tækni-og tölvurannsóknardeila lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.