Framtíðin er í húfi Gunnar Smári Egilsson skrifar 1. maí 2023 13:31 Sósíalistaflokkur Íslands sendir öllu launafólki baráttukveðjur í tilefni dagsins og hvetur það til þátttöku, ekki bara í göngum dagsins heldur í verkalýðshreyfingunni almennt. Hreyfingin endurspeglar ekki vilja og vonir launafólks nema þegar þar er öflugt starf leitt af félagsfólki sjálfu. Þegar trúnaðarráð eru sterk, félagsfundir haldnir reglulega, ætíð mikilvægar aðgerðir í gangi, reglulega kosið til embætta og umræða um baráttuna og framtíðina er lifandi og kvik meðal félagsfólks. Forsenda árangurs launafólks í stéttabaráttunni er almenn þátttaka og skipulögð samtök sem drifin eru áfram af öflugri grasrót. Fjöldinn er beittasta vopn alþýðunnar. Auðvaldið er skipulagt og það er auðugt, hefur dregið til sinn allan arð úr samfélaginu. Og það hefur skýr markmið í stéttastríðinu; að auka völd sín og auð og halda niðri baráttu almennings, veikja lýðræðið og færa allar ákvarðanir um framtíðina frá lýðræðisvettvangnum þar sem hver maður hefur eitt atkvæði út á hinn svokallaða markað þar sem hver króna hefur eitt atkvæði. Og þar sem ríkir alræði hinna ríku. Til að mæta þessu einbeitta niðurrifsafli, gagnbyltingu hinna ríku gegn öllum sigrum verkalýðsins á síðustu öld, þarf almenningur að vakna, virkjast og vinna skipulega. Þetta eru verkefnin á 1. maí. Horfum aftur til sigra fortíðar í leit að hvatningu, en ekki sefjun sökum þess að margt hafi verið gert. Og allra síst sannfæringu um að allt lagist að sjálfum sér, að öll öfl í samfélaginu vilji vel og að öll höfum við sömu markmið. Það er bara almenningur og samtök hans sem bera hag almennings fyrir brjósti. Kröfugöngur 1. maí ganga til framtíðar og það er framtíð þar sem alþýðan er laus undan arðráni og kúgun, laus undan valdi auðvaldsins, þar sem hún mótar samfélagið sjálf og ræður stefnunni. Þar sem fólk kýs sér sitt framtíðarland en neyðist ekki að búa inn á verbúð hinna ríku. Andstæðingurinn er vel skipulagður, ríkur og grimmur. Hann stendur í vegi fyrir þessari framtíð. Og hann er áhrifaríkur, hefur sannfært fjölda fólks um að völd alþýðunnar séu niðurrif en auðvaldið hins vegar skapandi og gefandi. Þessi er hins vegar þveröfugt farið. Allt sem er gott og verðmætt í okkar samfélagi hefur orðið til vegna baráttu alþýðunnar. Ef alþýðan rís ekki upp og endurheimtir vonina um réttlátt samfélag mun auðvaldið halda áfram að brjóta niður allt það góða. Það mun ekki aðeins eyðileggja þann vefnað sem samfélagið er heldur eyðileggja náttúruna og loftslagið og gera líf kynslóðanna óbærilegt, fórna mannkyninu öllu fyrir aukinn gróða. Svo blint og grimmt og andstyggilegt er auðvaldið. Það er andstæðingur sem okkur ber að mæta af hörku. Öll linkind gagnvart þessu eyðandi afli er í reynd stuðningur við það. Göngur dagsins ættu að stefna í allt aðra átt, til bjartrar framtíð. Göngurnar ættu að efla vilja okkur til að taka til baka þau völd sem almenningur hefur fært auðvaldinu og nota það til að losna við spillingu og sjálfshól hinna ríku og til að móta saman nýtt samfélag byggt á samhug, kærleika, friði, réttlæti og virðingu fyrir fólki og náttúru. Ekkert af þessu er að finna hjá auðvaldinu. Það elskar aðeins auð sinn. Að fela því afli stjórn samfélagsins er sjálfsmorð. Höfundur er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Verkalýðsdagurinn Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Sósíalistaflokkur Íslands sendir öllu launafólki baráttukveðjur í tilefni dagsins og hvetur það til þátttöku, ekki bara í göngum dagsins heldur í verkalýðshreyfingunni almennt. Hreyfingin endurspeglar ekki vilja og vonir launafólks nema þegar þar er öflugt starf leitt af félagsfólki sjálfu. Þegar trúnaðarráð eru sterk, félagsfundir haldnir reglulega, ætíð mikilvægar aðgerðir í gangi, reglulega kosið til embætta og umræða um baráttuna og framtíðina er lifandi og kvik meðal félagsfólks. Forsenda árangurs launafólks í stéttabaráttunni er almenn þátttaka og skipulögð samtök sem drifin eru áfram af öflugri grasrót. Fjöldinn er beittasta vopn alþýðunnar. Auðvaldið er skipulagt og það er auðugt, hefur dregið til sinn allan arð úr samfélaginu. Og það hefur skýr markmið í stéttastríðinu; að auka völd sín og auð og halda niðri baráttu almennings, veikja lýðræðið og færa allar ákvarðanir um framtíðina frá lýðræðisvettvangnum þar sem hver maður hefur eitt atkvæði út á hinn svokallaða markað þar sem hver króna hefur eitt atkvæði. Og þar sem ríkir alræði hinna ríku. Til að mæta þessu einbeitta niðurrifsafli, gagnbyltingu hinna ríku gegn öllum sigrum verkalýðsins á síðustu öld, þarf almenningur að vakna, virkjast og vinna skipulega. Þetta eru verkefnin á 1. maí. Horfum aftur til sigra fortíðar í leit að hvatningu, en ekki sefjun sökum þess að margt hafi verið gert. Og allra síst sannfæringu um að allt lagist að sjálfum sér, að öll öfl í samfélaginu vilji vel og að öll höfum við sömu markmið. Það er bara almenningur og samtök hans sem bera hag almennings fyrir brjósti. Kröfugöngur 1. maí ganga til framtíðar og það er framtíð þar sem alþýðan er laus undan arðráni og kúgun, laus undan valdi auðvaldsins, þar sem hún mótar samfélagið sjálf og ræður stefnunni. Þar sem fólk kýs sér sitt framtíðarland en neyðist ekki að búa inn á verbúð hinna ríku. Andstæðingurinn er vel skipulagður, ríkur og grimmur. Hann stendur í vegi fyrir þessari framtíð. Og hann er áhrifaríkur, hefur sannfært fjölda fólks um að völd alþýðunnar séu niðurrif en auðvaldið hins vegar skapandi og gefandi. Þessi er hins vegar þveröfugt farið. Allt sem er gott og verðmætt í okkar samfélagi hefur orðið til vegna baráttu alþýðunnar. Ef alþýðan rís ekki upp og endurheimtir vonina um réttlátt samfélag mun auðvaldið halda áfram að brjóta niður allt það góða. Það mun ekki aðeins eyðileggja þann vefnað sem samfélagið er heldur eyðileggja náttúruna og loftslagið og gera líf kynslóðanna óbærilegt, fórna mannkyninu öllu fyrir aukinn gróða. Svo blint og grimmt og andstyggilegt er auðvaldið. Það er andstæðingur sem okkur ber að mæta af hörku. Öll linkind gagnvart þessu eyðandi afli er í reynd stuðningur við það. Göngur dagsins ættu að stefna í allt aðra átt, til bjartrar framtíð. Göngurnar ættu að efla vilja okkur til að taka til baka þau völd sem almenningur hefur fært auðvaldinu og nota það til að losna við spillingu og sjálfshól hinna ríku og til að móta saman nýtt samfélag byggt á samhug, kærleika, friði, réttlæti og virðingu fyrir fólki og náttúru. Ekkert af þessu er að finna hjá auðvaldinu. Það elskar aðeins auð sinn. Að fela því afli stjórn samfélagsins er sjálfsmorð. Höfundur er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar