Snorri líklegastur til að taka við landsliðinu en draumastarfið hans gæti verið að losna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. maí 2023 13:46 Snorri Steinn Guðjónsson er líklegastur til að taka við íslenska karlalandsliðinu í handbolta samkvæmt Arnari Daða Arnarssyni og gestum hans í Handkastinu. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Bjarni Fritzson og Logi Geirsson voru gestir Arnars Daða Arnarssonar í síðasta þætti af Handkastinu. Eins og gefur að skilja veltu þeir félagar fyrir sér hver yrði næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Þau eru þónokkur nöfnin sem hafa verið nefnd til sögunnar í umræðunni um næsta landsliðsþjálfara Íslands undanfarnar vikur og mánuði. Guðmundur Guðmundsson hætti með liðið í febrúar og þeir Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson hafa stýrt liðinu til bráðabirgða síðan þá. Íslenska liðið lék svo sinn síðasta leik undir stjórn Gunnars og Ágústs í gær er liðið vann öruggan sigur gegn Eistlandi í undankeppni EM. Með sigrinum tryggði Ísland sér efsta sæti undanriðilsins og um leið sæti í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla á EM. Dagur Sigurðsson, Snorri Steinn Guðjónsson, Kristján Andrésson, Nicolej Krickau og Christian Berge eru nokkur af þeim nöfnum sem hafa verið nefnd í umræðunni um næsta landsliðsþjálfara Íslands. Í síðustu viku fóru sögur á kreik um það að Berge væri að taka við liðinu og að Krickau yrði honum til aðstoðar, en nú virðist sem Berge sé búinn að hafna starfinu og HSÍ er því líklegast að leita annað. Ef marka má orð Arnars Daða, stjórnanda Handkastsins, er samtalið milli Snorra Steins Guðjónssonar og HSÍ nú virkt og þeir Bjarni Fritzson og Logi Geirsson eru sammála um það að Snorri sé líklegasti arftaki íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Draumastarfið gæti verið að losna Þrátt fyrir að Snorri sé af mörgum talinn líklegastur til að taka við landsliðinu er þó ýmislegt sem gæti komið í veg fyrir að af því verði. Fyrir nokkru síðan fór af stað ákveðinn „þjálfarakapall“ þar sem að einn stjóri missir starfið sitt og í kjölfarið verða hrókeringar á markaðnum. Maik Machulla var látinn fara frá þýska stórliðinu Flensburg eftir að hafa verið aðalþjálfari liðsins frá árinu 2017. Flensburg er því án þjálfara eins og er, en margir búast við því að áðurnefndur Nicolej Krickau, þjálfari danska liðsins GOG, taki við liðinu á næstunni. Fari það svo að Krickau taki við Flensburg er þjálfarastaða GOG í Danmörku laus. Snorri Steinn Guðjónsson lék með liðinu frá 2012 til 2014 og er mikils metinn innan félagsins. Hann gæti því heillast af því að taka við GOG og þá yrði HSÍ komið aftur á byrjunarreit í þjálfaraleit sinni. Hægt er að hlusta á nýjasta þátt Handkastsins í spilaranum hér fyrir neðan, en vangaveltur þeirra félaga um næsta landsliðsþjálfara Íslands hefjast eftir átta mínútur. Landslið karla í handbolta HSÍ Handkastið Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira
Þau eru þónokkur nöfnin sem hafa verið nefnd til sögunnar í umræðunni um næsta landsliðsþjálfara Íslands undanfarnar vikur og mánuði. Guðmundur Guðmundsson hætti með liðið í febrúar og þeir Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson hafa stýrt liðinu til bráðabirgða síðan þá. Íslenska liðið lék svo sinn síðasta leik undir stjórn Gunnars og Ágústs í gær er liðið vann öruggan sigur gegn Eistlandi í undankeppni EM. Með sigrinum tryggði Ísland sér efsta sæti undanriðilsins og um leið sæti í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla á EM. Dagur Sigurðsson, Snorri Steinn Guðjónsson, Kristján Andrésson, Nicolej Krickau og Christian Berge eru nokkur af þeim nöfnum sem hafa verið nefnd í umræðunni um næsta landsliðsþjálfara Íslands. Í síðustu viku fóru sögur á kreik um það að Berge væri að taka við liðinu og að Krickau yrði honum til aðstoðar, en nú virðist sem Berge sé búinn að hafna starfinu og HSÍ er því líklegast að leita annað. Ef marka má orð Arnars Daða, stjórnanda Handkastsins, er samtalið milli Snorra Steins Guðjónssonar og HSÍ nú virkt og þeir Bjarni Fritzson og Logi Geirsson eru sammála um það að Snorri sé líklegasti arftaki íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Draumastarfið gæti verið að losna Þrátt fyrir að Snorri sé af mörgum talinn líklegastur til að taka við landsliðinu er þó ýmislegt sem gæti komið í veg fyrir að af því verði. Fyrir nokkru síðan fór af stað ákveðinn „þjálfarakapall“ þar sem að einn stjóri missir starfið sitt og í kjölfarið verða hrókeringar á markaðnum. Maik Machulla var látinn fara frá þýska stórliðinu Flensburg eftir að hafa verið aðalþjálfari liðsins frá árinu 2017. Flensburg er því án þjálfara eins og er, en margir búast við því að áðurnefndur Nicolej Krickau, þjálfari danska liðsins GOG, taki við liðinu á næstunni. Fari það svo að Krickau taki við Flensburg er þjálfarastaða GOG í Danmörku laus. Snorri Steinn Guðjónsson lék með liðinu frá 2012 til 2014 og er mikils metinn innan félagsins. Hann gæti því heillast af því að taka við GOG og þá yrði HSÍ komið aftur á byrjunarreit í þjálfaraleit sinni. Hægt er að hlusta á nýjasta þátt Handkastsins í spilaranum hér fyrir neðan, en vangaveltur þeirra félaga um næsta landsliðsþjálfara Íslands hefjast eftir átta mínútur.
Landslið karla í handbolta HSÍ Handkastið Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira