Skutu fjölda eldflauga á Úkraínu í morgun Bjarki Sigurðsson skrifar 1. maí 2023 13:40 Úkraínskur hermaður tekur upp sprengjur til að skjóta úr fallbyssu nærri borginni Bakhmut í Donetsk. AP/Libkos Rússar skutu fjölda eldflauga á úkraínskar borgir í morgun. Að minnsta kosti einn lést í Kherson-héraði en 34 eru slasaðir í Dnipropetrovsk. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ræddi við varnarmálaráðherra Úkraínu símleiðis í morgun. Morguninn hjá fjölda Úkraínumanna hófst á skot- og sprengjuhljóðum í morgun þegar Rússar skutu fjölda eldflauga á borgir Úkraínu. Borgin Pavlohrad kom verst út úr sprengingunum en þar varð mikill eldur og brunnu tugir húsa til kaldra kola. 34 slösuðust í brunanum. Strong explosions in Pavlograd as Russian missile barrage begins to each targets.Ukrainian sources say it was 38 old ballistic missiles (SS-24) with 1,800 tons of rocket fuel. They were stored at the Pavlohrad Chemical Plant. They were not decommissioned due to lack of funds. pic.twitter.com/h1L4kDHDKL— Mario Nawfal (@MarioNawfal) May 1, 2023 „Ég hljóp út og sá að bílskúrinn var eyðilagður. Það var kviknað í öllu, það voru glerbrot alls staðar. Ef við hefðum verið úti, þá værum við ekki á lífi,“ hefur BBC eftir Olha Lytvynenko sem býr í Pavlohrad. Var klukkan við það að ganga þrjú að nóttu til. Var þetta í annað sinn á síðustu þremur sólarhringum sem Rússar gera eldflaugaárás fyrir sólarupprás í Úkraínu. CNN greinir frá því að varnarmálaráðuneyti Rússlands hafi tilkynnt að þeir hafi hitt öll sín skotmörk í árásunum í morgun. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra ræddi við Oleksii Reznikov, varnarmálaráðherra Úkraínu, símleiðis í morgun. Reznikov greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni og segist hafa þakkað Þórdísi fyrir stuðning Íslands við Úkraínu. Had a meaningful conversation with Minister of Foreign Affairs @thordiskolbrun. I expressed my gratitude for a strong position of Iceland in support of Ukraine. Thank for standing by . pic.twitter.com/VRV5bQfUBh— Oleksii Reznikov (@oleksiireznikov) May 1, 2023 Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira
Morguninn hjá fjölda Úkraínumanna hófst á skot- og sprengjuhljóðum í morgun þegar Rússar skutu fjölda eldflauga á borgir Úkraínu. Borgin Pavlohrad kom verst út úr sprengingunum en þar varð mikill eldur og brunnu tugir húsa til kaldra kola. 34 slösuðust í brunanum. Strong explosions in Pavlograd as Russian missile barrage begins to each targets.Ukrainian sources say it was 38 old ballistic missiles (SS-24) with 1,800 tons of rocket fuel. They were stored at the Pavlohrad Chemical Plant. They were not decommissioned due to lack of funds. pic.twitter.com/h1L4kDHDKL— Mario Nawfal (@MarioNawfal) May 1, 2023 „Ég hljóp út og sá að bílskúrinn var eyðilagður. Það var kviknað í öllu, það voru glerbrot alls staðar. Ef við hefðum verið úti, þá værum við ekki á lífi,“ hefur BBC eftir Olha Lytvynenko sem býr í Pavlohrad. Var klukkan við það að ganga þrjú að nóttu til. Var þetta í annað sinn á síðustu þremur sólarhringum sem Rússar gera eldflaugaárás fyrir sólarupprás í Úkraínu. CNN greinir frá því að varnarmálaráðuneyti Rússlands hafi tilkynnt að þeir hafi hitt öll sín skotmörk í árásunum í morgun. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra ræddi við Oleksii Reznikov, varnarmálaráðherra Úkraínu, símleiðis í morgun. Reznikov greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni og segist hafa þakkað Þórdísi fyrir stuðning Íslands við Úkraínu. Had a meaningful conversation with Minister of Foreign Affairs @thordiskolbrun. I expressed my gratitude for a strong position of Iceland in support of Ukraine. Thank for standing by . pic.twitter.com/VRV5bQfUBh— Oleksii Reznikov (@oleksiireznikov) May 1, 2023
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira