„Hér eru bara menn sem dreymir um að spila á Ólympíuleikum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. apríl 2023 22:46 Gunnar Magnússon er bráðabirgðalandsliðsþjálfari Íslands. Vísir/Vilhelm „Ég var ánægður með frammistöðuna. Þetta var góður fyrri hálfleikur og við tókum frumkvæðið strax í leiknum og hleyptum þeim ekkert inn í leikinn,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta um leik liðsins gegn Ísrael í vikunni eftir æfingu liðsins í dag. Íslensku strákarnir unnu öruggan sigur gegn Ísrael á útivelli síðastliðinn fimmtudag og um leið gulltryggði liðið sér sæti á EM. „Við höfðum stjórn á leiknum í sextíu mínútur þannig að ég var bara mjög ánægður með frammistöðuna í síðasta leik,“ bætti Gunnar við. „Strákarnir eru einbeittir“ Eftir mikla, og oft á tíðum frekar neikvæða, umræðu um íslenska karlalandsliðið í handbolta undanfarnar vikur svöruðu strákarnir fyrir sig með fagmannlegri frammistöðu í síðasta leik. „Menn sýndu fyrst og fremst bara fagmennsku fannst mér. Menn voru virkilega einbeittir og við undirbjuggum okkur náttúrulega bara vel og einbeittum okkur mikið að okkur sjálfum og handboltanum auðvitað.“ „Mér fannst bara strákarnir virkilega einbeittir í þessu og það er mikið undir í þessum leikjum. Þó þetta séu þessi lið þá þurfum við að vinna báða þessa leiki til að vinna riðilinn. Það er bara mikið undir á morgun líka og strákarnir eru einbeittir og við ætlum okkur bara að klára þetta verkefni,“ sagði Gunnar, en íslenska liðið tekur á móti Eistlandi á morgun í lokaleik undankeppni EM sem fram fer í Þýskalandi í janúar á næsta ári. Klippa: Gunnar Magnússon fyrir leik Íslands og Eistlands Leikur morgundagsins mikilvægur fyrir tvö stórmót á næsta ári Þá segir Gunnar að umræðan um þjálfaramál íslenska landsliðsins hafi ekki haft áhrif á strákana í liðinu. „Nei við auðvitað reynum að fókusa bara á þetta verkefni. Það er það mikið undir og leikurinn á morgun snýst um að loka þessu almennilega. Það eru tvö stórmót á næsta ári og það er himinn og haf á milli þess hvort við séum í fyrsta eða þriðja styrkleikaflokki á EM. Bæði upp á EM og svo erum við að tala um Ólympíuleika líka.“ „Hér eru bara menn sem dreymir um að spila á Ólympíuleikum og við erum bara fókuseraðir á þetta verkefni og komum vel undirbúnir í leikinn á morgun og einbeittir að loka þessu.“ Landslið karla í handbolta Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira
Íslensku strákarnir unnu öruggan sigur gegn Ísrael á útivelli síðastliðinn fimmtudag og um leið gulltryggði liðið sér sæti á EM. „Við höfðum stjórn á leiknum í sextíu mínútur þannig að ég var bara mjög ánægður með frammistöðuna í síðasta leik,“ bætti Gunnar við. „Strákarnir eru einbeittir“ Eftir mikla, og oft á tíðum frekar neikvæða, umræðu um íslenska karlalandsliðið í handbolta undanfarnar vikur svöruðu strákarnir fyrir sig með fagmannlegri frammistöðu í síðasta leik. „Menn sýndu fyrst og fremst bara fagmennsku fannst mér. Menn voru virkilega einbeittir og við undirbjuggum okkur náttúrulega bara vel og einbeittum okkur mikið að okkur sjálfum og handboltanum auðvitað.“ „Mér fannst bara strákarnir virkilega einbeittir í þessu og það er mikið undir í þessum leikjum. Þó þetta séu þessi lið þá þurfum við að vinna báða þessa leiki til að vinna riðilinn. Það er bara mikið undir á morgun líka og strákarnir eru einbeittir og við ætlum okkur bara að klára þetta verkefni,“ sagði Gunnar, en íslenska liðið tekur á móti Eistlandi á morgun í lokaleik undankeppni EM sem fram fer í Þýskalandi í janúar á næsta ári. Klippa: Gunnar Magnússon fyrir leik Íslands og Eistlands Leikur morgundagsins mikilvægur fyrir tvö stórmót á næsta ári Þá segir Gunnar að umræðan um þjálfaramál íslenska landsliðsins hafi ekki haft áhrif á strákana í liðinu. „Nei við auðvitað reynum að fókusa bara á þetta verkefni. Það er það mikið undir og leikurinn á morgun snýst um að loka þessu almennilega. Það eru tvö stórmót á næsta ári og það er himinn og haf á milli þess hvort við séum í fyrsta eða þriðja styrkleikaflokki á EM. Bæði upp á EM og svo erum við að tala um Ólympíuleika líka.“ „Hér eru bara menn sem dreymir um að spila á Ólympíuleikum og við erum bara fókuseraðir á þetta verkefni og komum vel undirbúnir í leikinn á morgun og einbeittir að loka þessu.“
Landslið karla í handbolta Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira