„Hér eru bara menn sem dreymir um að spila á Ólympíuleikum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. apríl 2023 22:46 Gunnar Magnússon er bráðabirgðalandsliðsþjálfari Íslands. Vísir/Vilhelm „Ég var ánægður með frammistöðuna. Þetta var góður fyrri hálfleikur og við tókum frumkvæðið strax í leiknum og hleyptum þeim ekkert inn í leikinn,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta um leik liðsins gegn Ísrael í vikunni eftir æfingu liðsins í dag. Íslensku strákarnir unnu öruggan sigur gegn Ísrael á útivelli síðastliðinn fimmtudag og um leið gulltryggði liðið sér sæti á EM. „Við höfðum stjórn á leiknum í sextíu mínútur þannig að ég var bara mjög ánægður með frammistöðuna í síðasta leik,“ bætti Gunnar við. „Strákarnir eru einbeittir“ Eftir mikla, og oft á tíðum frekar neikvæða, umræðu um íslenska karlalandsliðið í handbolta undanfarnar vikur svöruðu strákarnir fyrir sig með fagmannlegri frammistöðu í síðasta leik. „Menn sýndu fyrst og fremst bara fagmennsku fannst mér. Menn voru virkilega einbeittir og við undirbjuggum okkur náttúrulega bara vel og einbeittum okkur mikið að okkur sjálfum og handboltanum auðvitað.“ „Mér fannst bara strákarnir virkilega einbeittir í þessu og það er mikið undir í þessum leikjum. Þó þetta séu þessi lið þá þurfum við að vinna báða þessa leiki til að vinna riðilinn. Það er bara mikið undir á morgun líka og strákarnir eru einbeittir og við ætlum okkur bara að klára þetta verkefni,“ sagði Gunnar, en íslenska liðið tekur á móti Eistlandi á morgun í lokaleik undankeppni EM sem fram fer í Þýskalandi í janúar á næsta ári. Klippa: Gunnar Magnússon fyrir leik Íslands og Eistlands Leikur morgundagsins mikilvægur fyrir tvö stórmót á næsta ári Þá segir Gunnar að umræðan um þjálfaramál íslenska landsliðsins hafi ekki haft áhrif á strákana í liðinu. „Nei við auðvitað reynum að fókusa bara á þetta verkefni. Það er það mikið undir og leikurinn á morgun snýst um að loka þessu almennilega. Það eru tvö stórmót á næsta ári og það er himinn og haf á milli þess hvort við séum í fyrsta eða þriðja styrkleikaflokki á EM. Bæði upp á EM og svo erum við að tala um Ólympíuleika líka.“ „Hér eru bara menn sem dreymir um að spila á Ólympíuleikum og við erum bara fókuseraðir á þetta verkefni og komum vel undirbúnir í leikinn á morgun og einbeittir að loka þessu.“ Landslið karla í handbolta Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Sjá meira
Íslensku strákarnir unnu öruggan sigur gegn Ísrael á útivelli síðastliðinn fimmtudag og um leið gulltryggði liðið sér sæti á EM. „Við höfðum stjórn á leiknum í sextíu mínútur þannig að ég var bara mjög ánægður með frammistöðuna í síðasta leik,“ bætti Gunnar við. „Strákarnir eru einbeittir“ Eftir mikla, og oft á tíðum frekar neikvæða, umræðu um íslenska karlalandsliðið í handbolta undanfarnar vikur svöruðu strákarnir fyrir sig með fagmannlegri frammistöðu í síðasta leik. „Menn sýndu fyrst og fremst bara fagmennsku fannst mér. Menn voru virkilega einbeittir og við undirbjuggum okkur náttúrulega bara vel og einbeittum okkur mikið að okkur sjálfum og handboltanum auðvitað.“ „Mér fannst bara strákarnir virkilega einbeittir í þessu og það er mikið undir í þessum leikjum. Þó þetta séu þessi lið þá þurfum við að vinna báða þessa leiki til að vinna riðilinn. Það er bara mikið undir á morgun líka og strákarnir eru einbeittir og við ætlum okkur bara að klára þetta verkefni,“ sagði Gunnar, en íslenska liðið tekur á móti Eistlandi á morgun í lokaleik undankeppni EM sem fram fer í Þýskalandi í janúar á næsta ári. Klippa: Gunnar Magnússon fyrir leik Íslands og Eistlands Leikur morgundagsins mikilvægur fyrir tvö stórmót á næsta ári Þá segir Gunnar að umræðan um þjálfaramál íslenska landsliðsins hafi ekki haft áhrif á strákana í liðinu. „Nei við auðvitað reynum að fókusa bara á þetta verkefni. Það er það mikið undir og leikurinn á morgun snýst um að loka þessu almennilega. Það eru tvö stórmót á næsta ári og það er himinn og haf á milli þess hvort við séum í fyrsta eða þriðja styrkleikaflokki á EM. Bæði upp á EM og svo erum við að tala um Ólympíuleika líka.“ „Hér eru bara menn sem dreymir um að spila á Ólympíuleikum og við erum bara fókuseraðir á þetta verkefni og komum vel undirbúnir í leikinn á morgun og einbeittir að loka þessu.“
Landslið karla í handbolta Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Sjá meira