Sýningin er samstarfsverkefni safnsins og Blaðaljósmyndarafélags Íslands.
„Þetta samstarf hefur verið báðum aðilum mikils virði og gengið vel í alla staði. Þetta er í fjórða sinn sem þessi viðburður er haldinn á Ljósmyndasafninu og að þessu sinni án allra Covid-takmarkana, svo öll eru hjartanlega velkomin,“ segir Guðbrandur Benediktsson safnstjóri.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur er einn helsti vettvangur ljósmyndunar á Íslandi, bæði sem sögusafn og varðveislustaður, sem og á sviði samtímaljósmyndunar.
„Það er safninu mikið kappsmál að starfsemin nái til bæði fagmanna á sviði ljósmyndunar og alls almennings sem hefur áhuga á miðlinum, íslenskri ljósmyndun og sögu til heilla. Það er því mikil tilhlökkun fyrir þessari árlegu uppskeruhátíð á sviði íslenskrar ljósmyndunar, ef svo má að orði komast,“ segir Guðbrnadur.
Eiríkur Björn Björgvinsson, sviðsstjóri Menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar mun opna sýninguna.