Eyjafréttir segja frá þessu í morgun. Þar segir að ef allt gangi vel sé vonast til að um varanlegan flutning sé að ræða.
Fram kemur að griðarstaður mjaldranna sé sá fyrsti sinnar tegundar sem byggður var fyrir framlag Merlin Entertainments.
Mjaldrarnir voru fluttir frá Sjanghæ í Kína til landsins með miklum tilkostnaði árið 2019. Frá komunni til landsins hafa þær dvalið í sérútbúinni umönnunarlaug í Vestmannaeyjum. Þeir voru fluttir út í Klettsvík í ágúst 2020 og voru þar í nokkra mánuði áður en þeir voru aftur fluttir í laugina vegna framkvæmda sem ráðast þurfti í í Klettsvík.
Undirbúningur flutnings mjaldranna yfir í Klettsvík hefur tekið nokkuð lengri tíma en upphaflega var ætlað.
Litla-Grá og Litla-Hvít voru fyrstu mjaldrarnir sem komið er fyrir á griðasvæði en tegundin er talin í útrýmingarhættu. Áður en þær komu til landsins voru þær sýningardýr í skemmtigarði í Kína í ellefu ár.