Ótrúlegt vetrarríki á Hellu og Selfossi í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. apríl 2023 20:25 Það var ekkert smávegis mikill snjór á Hellu í dag. Þar þurfti fólk að moka bíla út úr innkeyrslum sínum. Skjáskot/Aðsent Vetur konungur hrifsaði aftur til sín völdin á suður- og suðvesturlandi í morgun. Snjóþyngslin eru afar óvenjuleg fyrir þennan árstíma - og létu einna helst finna fyrir sér á Selfossi og Hellu, þar sem gríðarlegir skaflar mynduðust Það var sannkallað vetrarríki sem tók á móti höfuðborgarbúum í morgunsárið. Fréttastofa fór á rúntinn upp í Breiðholt og ræddi við íbúa sem kipptu sér mismikið upp við snjóinn, þar á meðal Wiktoria sem hefur búið á Íslandi í tvö ár og var nýbúin að fá fjölskyldu sína í heimsókn. „Við vorum búin að skipuleggja ferð í dag og þetta kom okkur mjög á óvart. En þetta er samt voða fínt, þetta er fyrsta ferð fjölskyldu minnar til Íslands. Þau geta notið vetur og vors á sama tíma,“ sagði Wiktoria. Þetta er aðeins í fimmta sinn á sjötíu og fimm árum sem snjódýpt mælist tíu sentímetrar eða meiri í höfuðborginni eftir miðjan apríl. Snjórinn innan borgarmarkanna getur þó varla talist annað en létt föl miðað við skaflana sem mynduðust á Selfossi í dag. Þar þurftu snjómokstursmenn að hafa hraðar hendur í morgun, eins og sést í meðfylgjandi myndbandi. Sama var uppi á teningnum á Hellu, þar sem sannarlega var ekki að sjá að sumardeginum fyrsta hefði verið fagnað fyrir réttri viku. Myndefnið frá Hellu tók Bjarki Eiríksson. Viðtöl við íbúa í Breiðholti og ótrúlegar myndir af snjónum í borginni og á Suðurlandi má sjá í innslaginu hér fyrir ofan. Veður Rangárþing ytra Árborg Reykjavík Tengdar fréttir „Mjög sjaldgæfir“ tíu sentímetrar mældust í morgun Hvít jörð tók á móti íbúum á suðvesturhorninu og víðar í morgun, mörgum til talsverðs ama. Veðurfræðingur segir þetta harla óvenjulegt; þetta er í fimmta sinn sem snjór mælist tíu sentímetrar eða meiri í höfuðborginni eftir miðjan apríl. 27. apríl 2023 12:08 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Það var sannkallað vetrarríki sem tók á móti höfuðborgarbúum í morgunsárið. Fréttastofa fór á rúntinn upp í Breiðholt og ræddi við íbúa sem kipptu sér mismikið upp við snjóinn, þar á meðal Wiktoria sem hefur búið á Íslandi í tvö ár og var nýbúin að fá fjölskyldu sína í heimsókn. „Við vorum búin að skipuleggja ferð í dag og þetta kom okkur mjög á óvart. En þetta er samt voða fínt, þetta er fyrsta ferð fjölskyldu minnar til Íslands. Þau geta notið vetur og vors á sama tíma,“ sagði Wiktoria. Þetta er aðeins í fimmta sinn á sjötíu og fimm árum sem snjódýpt mælist tíu sentímetrar eða meiri í höfuðborginni eftir miðjan apríl. Snjórinn innan borgarmarkanna getur þó varla talist annað en létt föl miðað við skaflana sem mynduðust á Selfossi í dag. Þar þurftu snjómokstursmenn að hafa hraðar hendur í morgun, eins og sést í meðfylgjandi myndbandi. Sama var uppi á teningnum á Hellu, þar sem sannarlega var ekki að sjá að sumardeginum fyrsta hefði verið fagnað fyrir réttri viku. Myndefnið frá Hellu tók Bjarki Eiríksson. Viðtöl við íbúa í Breiðholti og ótrúlegar myndir af snjónum í borginni og á Suðurlandi má sjá í innslaginu hér fyrir ofan.
Veður Rangárþing ytra Árborg Reykjavík Tengdar fréttir „Mjög sjaldgæfir“ tíu sentímetrar mældust í morgun Hvít jörð tók á móti íbúum á suðvesturhorninu og víðar í morgun, mörgum til talsverðs ama. Veðurfræðingur segir þetta harla óvenjulegt; þetta er í fimmta sinn sem snjór mælist tíu sentímetrar eða meiri í höfuðborginni eftir miðjan apríl. 27. apríl 2023 12:08 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
„Mjög sjaldgæfir“ tíu sentímetrar mældust í morgun Hvít jörð tók á móti íbúum á suðvesturhorninu og víðar í morgun, mörgum til talsverðs ama. Veðurfræðingur segir þetta harla óvenjulegt; þetta er í fimmta sinn sem snjór mælist tíu sentímetrar eða meiri í höfuðborginni eftir miðjan apríl. 27. apríl 2023 12:08