Kennarar í Kvennó og MS boðaðir á starfsmannafund Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. apríl 2023 14:46 Starfsmannafundur hefur verið boðaður í Menntaskólanum við Sund í dag þar sem til stendur að kynna fyrir starfsfólki tillögur og verkefni sem snúa að skólunum í tengslum við vinnu stýrihóps ráðherra. Vísir/Vilhelm Skólameistarar Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund hafa boðað kennara við skólana á fund, hvorn í sínum skólanum, með stuttum fyrirvara. Á fundunum stendur til að kynna fyrir starfsfólki tillögur og verkefni sem snúa að skólunum í tengslum við vinnu stýrihóps menntamálaráðherra. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru starfsmannafundirnir á dagskrá um klukkan 15:30 í dag. Greint var frá því fyrr í vikunni að Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefði skipað stýrihóp um „eflingu framhaldsskóla“. Skólarnir standi frammi fyrir breytingum þar sem gera megi ráð fyrir að nemendum í bóknámi muni fækka á komandi árum. Árgangar verði fámennari og hlutur starfs- og verknáms aukast. Þessi nýja staða kalli á „breytingar á skipulagi, nýtingu húsnæðis og tilfærslu fjármuna innan kerfisins sem nýtast við að efla stuðning við nemendur og auka skólaþróun“, líkt og segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Ekki hefur náðst í Ásmund Einar og Kolfinnu Jóhannesdóttur, skólameistara Kvennaskólans í dag, en Helga Sigríður Þórsdóttir, rektor MS, sagði í samtali við Vísi í dag ekki tímabært að tjá sig um efni fundarins. Aukin skólaþjónusta og hagræðing Mikil umræða hefur farið fram á síðustu árum um framtíð framhaldsskóla í landinu. Á dögunum var kynnt niðurstaða sérstakrar verkefnastjórnar að kannað verði kostir þess að framtíðarhúsnæði Tækniskólans verði í Hafnarfirði og að Tækniskólinn og Flensborgarskóli yrðu sameinaðir. Sömuleiðis hefur lengi verið rætt um möguleika á sameiningu framhaldsskóla á Norðurlandi. Verkefni stýrihópsins nú er sagt vera að „móta aðgerðir til að ná markmiðum menntastefnu stjórnvalda til 2030 og stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um eflingu verk- og starfsnáms“. Tillögur hópsins munu einnig byggja á markmiðum stjórnvalda um að auka farsæld barna og ungmenna, meðal annars með „samþættingu kerfa, aukinni skólaþjónustu og hagræðingu, eftirfylgni og samvinnu“. Stýrihópur ráðherrans: Hafþór Einarsson, Sigríður Hallgrímsdóttir, Þorsteinn Gunnarsson, Gylfi Arnbjörnsson og Anna María Gunnarsdóttir. Þorsteinn og Sigríður leiða vinnu hópsins. Stjr Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir ennfremur að stýrihópnum sé falið að móta og leggja fram tillögur að aðgerðum sem snúa að framtíðarskipulagi framhaldsskólakerfisins og mæta samfélagslegum, faglegum og fjárhagslegum áskorunum framhaldsskólanna. Þorsteinn og Sigríður leiða hópinn Stýrihópnum verður þannig falið að meta rekstrarforsendur framhaldsskólanna með hliðsjón af fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2024–2028 og gera tillögur að úrbótum þar sem við á. „Við mótun aðgerða mun hópurinn sérstaklega hafa í huga að tryggja og efla gæði náms sem búi nemendur undir samfélagslegar áskoranir í síbreytilegum heimi auk þess að skólarnir hafi getu til að þjónusta fjölbreyttan hóp nemenda. Hópinn skipa Þorsteinn Gunnarsson, fyrrv. rektor Háskólans á Akureyri, Sigríður Hallgrímsdóttir, verkefnastjóri og fyrrv. aðstoðarmaður menntamálaráðherra, og Gylfi Arnbjörnsson, Anna María Gunnarsdóttir og Hafþór Einarsson, sérfræðingar í mennta- og barnamálaráðuneytinu. Þorsteinn og Sigríður leiða starf stýrihópsins en hópurinn mun eiga náið samráð við skólastjórnendur, kennara, nemendur og aðra hagaðila við mótun aðgerða. Tillögum verður skilað í áföngum til mennta- og barnamálaráðherra í maí, ágúst og október,“ segir í tilkynningunni á vef stjórnarráðsins. Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru starfsmannafundirnir á dagskrá um klukkan 15:30 í dag. Greint var frá því fyrr í vikunni að Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefði skipað stýrihóp um „eflingu framhaldsskóla“. Skólarnir standi frammi fyrir breytingum þar sem gera megi ráð fyrir að nemendum í bóknámi muni fækka á komandi árum. Árgangar verði fámennari og hlutur starfs- og verknáms aukast. Þessi nýja staða kalli á „breytingar á skipulagi, nýtingu húsnæðis og tilfærslu fjármuna innan kerfisins sem nýtast við að efla stuðning við nemendur og auka skólaþróun“, líkt og segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Ekki hefur náðst í Ásmund Einar og Kolfinnu Jóhannesdóttur, skólameistara Kvennaskólans í dag, en Helga Sigríður Þórsdóttir, rektor MS, sagði í samtali við Vísi í dag ekki tímabært að tjá sig um efni fundarins. Aukin skólaþjónusta og hagræðing Mikil umræða hefur farið fram á síðustu árum um framtíð framhaldsskóla í landinu. Á dögunum var kynnt niðurstaða sérstakrar verkefnastjórnar að kannað verði kostir þess að framtíðarhúsnæði Tækniskólans verði í Hafnarfirði og að Tækniskólinn og Flensborgarskóli yrðu sameinaðir. Sömuleiðis hefur lengi verið rætt um möguleika á sameiningu framhaldsskóla á Norðurlandi. Verkefni stýrihópsins nú er sagt vera að „móta aðgerðir til að ná markmiðum menntastefnu stjórnvalda til 2030 og stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um eflingu verk- og starfsnáms“. Tillögur hópsins munu einnig byggja á markmiðum stjórnvalda um að auka farsæld barna og ungmenna, meðal annars með „samþættingu kerfa, aukinni skólaþjónustu og hagræðingu, eftirfylgni og samvinnu“. Stýrihópur ráðherrans: Hafþór Einarsson, Sigríður Hallgrímsdóttir, Þorsteinn Gunnarsson, Gylfi Arnbjörnsson og Anna María Gunnarsdóttir. Þorsteinn og Sigríður leiða vinnu hópsins. Stjr Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir ennfremur að stýrihópnum sé falið að móta og leggja fram tillögur að aðgerðum sem snúa að framtíðarskipulagi framhaldsskólakerfisins og mæta samfélagslegum, faglegum og fjárhagslegum áskorunum framhaldsskólanna. Þorsteinn og Sigríður leiða hópinn Stýrihópnum verður þannig falið að meta rekstrarforsendur framhaldsskólanna með hliðsjón af fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2024–2028 og gera tillögur að úrbótum þar sem við á. „Við mótun aðgerða mun hópurinn sérstaklega hafa í huga að tryggja og efla gæði náms sem búi nemendur undir samfélagslegar áskoranir í síbreytilegum heimi auk þess að skólarnir hafi getu til að þjónusta fjölbreyttan hóp nemenda. Hópinn skipa Þorsteinn Gunnarsson, fyrrv. rektor Háskólans á Akureyri, Sigríður Hallgrímsdóttir, verkefnastjóri og fyrrv. aðstoðarmaður menntamálaráðherra, og Gylfi Arnbjörnsson, Anna María Gunnarsdóttir og Hafþór Einarsson, sérfræðingar í mennta- og barnamálaráðuneytinu. Þorsteinn og Sigríður leiða starf stýrihópsins en hópurinn mun eiga náið samráð við skólastjórnendur, kennara, nemendur og aðra hagaðila við mótun aðgerða. Tillögum verður skilað í áföngum til mennta- og barnamálaráðherra í maí, ágúst og október,“ segir í tilkynningunni á vef stjórnarráðsins.
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira