Leita sem fyrr á öllum unglingum fyrir ball ársins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. apríl 2023 07:01 Unglingarnir réðu því sjálfir hver myndi skemmta á Samfestingnum í ár. Páll Óskar er greinilega vinsæll sem fyrr meðal unga fólksins en hann mun trylla lýðinn í Laugardalshöll föstudagskvöldið 5. maí. Vísir/Vilhelm Unglingar hvaðanæva af landinu eru væntanlegir í höfuðborgina föstudaginn 5. maí þegar blásið verður til balls í Laugardalshöll í tilefni Samfestingsins. Leitað verður á öllum ungmennum sem sækja unglingahátíðina til að tryggja öryggi þeirra. Nýlegar fregnir af hnífaburði í samfélaginu og aukinni neyslu varð til þess að móður í Reykjavík svelgdist á vatninu þegar hún fékk upplýsingapóst varðandi ballið fram undan. Þar segir meðal annars: „Af öryggisástæðum mun vera leitað á öllum unglingum sem sækja SamFestinginn. Leit fer fram áður en viðkomandi fer af stað í rútu á ballið og er framkvæmd af starfsfólki í félagsmiðstöð hjá viðkomandi ungling. Leitað er í töskum, úlpum, vösum og víðum klæðnaði. Ef viðkomandi neitar er strax haft samband við foreldra / forsjáraðila og unglingur sendur heim af viðburði á kostnað þeirra,“ segir í pósti til forráðamanna Frístundamiðstöðvar í Reykjavík. Vernda krakka og tryggja öryggi Andrea Marel er deildarstjóri unglingastarfs Tjarnarinnar, félagsmiðstöðvar í Reykjavík. „Þetta er eitthvað sem við höfum alltaf gert. Við óskum eftir því að fá að kíkja í töskur og stóra vassa. Tryggja að ekkert óæskilegt fylgi þeim. Þetta er til að vernda krakkana og tryggja öryggi,“ segir Andrea Marel. Hún segir vel skiljanlegt að fólk tengi þessar aðgerðir saman vegna fregna undanfarið og spurningar vakni. En það sé skýrt verklag að börn séu ekki með áfengi, tóbak eða vímuefni, ekki frekar en aðra óæskilega hluti svo sem vopn sem geti ógnað öryggi fólks. „Það hefur aldrei verið neitt vesen með þetta.“ Allir saman í rútu Samfestingurinn felur í sér heljarinnar ball á föstudagskvöldi og svo söngkeppni á laugardegi. Um er að ræða unglinga í 8. til 10. bekk sem koma víða að. Reglur ballsins fela meðal annars í sér að allir gestir koma saman á ballið í rútu með forsvarsmönnum félagsmiðstöðvarinnar og svo halda allir heim á leið að ballinu loknu. „Þetta eru stífir verkferlar, fullt af starfsfólki og haldið vel utan um börnin.“ Mikil spenna er fyrir ballinu að sögn Andreu. Krakkarnir velja sjálfir listamenn á ballið, bóka þá og eru svo í ýmsum hlutverkum varðandi skipulagningu. Áhugasamir unglingar taka þátt í uppsetningu í Laugardalshöll og kynnast starfi rótarans. Góðir skór lykilatriði Krakkarnir völdu sjálfir Audda og Steinda til að skemmta, Páll Óskar mun syngja og DJ Dóra Júlía þeyta skífum. Þá munu unglingahljómsveitir hita upp fyrir stærri listamennina. Það vakti athygli fyrir rúmum áratug að gestir á Samfésballinu mættu ekki klæðast stuttum pilsum, flegnum bolum eða fráhnepptum skyrtum. Andrea segir þá reglu hafa verið afnumda fyrir mörgum árum. Einu skilaboðin varðandi klæðnað sé góður skóbúnaður. „Það ættu allir að vera í þægilegum skóm. Því þetta er langt, mikið fjör og mikill dans,“ segir Andrea og ljóst að háir hælar eru líklegir til að valda óþægindum í gleðinni fram undan. Grunnskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Fleiri fréttir Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Sjá meira
Nýlegar fregnir af hnífaburði í samfélaginu og aukinni neyslu varð til þess að móður í Reykjavík svelgdist á vatninu þegar hún fékk upplýsingapóst varðandi ballið fram undan. Þar segir meðal annars: „Af öryggisástæðum mun vera leitað á öllum unglingum sem sækja SamFestinginn. Leit fer fram áður en viðkomandi fer af stað í rútu á ballið og er framkvæmd af starfsfólki í félagsmiðstöð hjá viðkomandi ungling. Leitað er í töskum, úlpum, vösum og víðum klæðnaði. Ef viðkomandi neitar er strax haft samband við foreldra / forsjáraðila og unglingur sendur heim af viðburði á kostnað þeirra,“ segir í pósti til forráðamanna Frístundamiðstöðvar í Reykjavík. Vernda krakka og tryggja öryggi Andrea Marel er deildarstjóri unglingastarfs Tjarnarinnar, félagsmiðstöðvar í Reykjavík. „Þetta er eitthvað sem við höfum alltaf gert. Við óskum eftir því að fá að kíkja í töskur og stóra vassa. Tryggja að ekkert óæskilegt fylgi þeim. Þetta er til að vernda krakkana og tryggja öryggi,“ segir Andrea Marel. Hún segir vel skiljanlegt að fólk tengi þessar aðgerðir saman vegna fregna undanfarið og spurningar vakni. En það sé skýrt verklag að börn séu ekki með áfengi, tóbak eða vímuefni, ekki frekar en aðra óæskilega hluti svo sem vopn sem geti ógnað öryggi fólks. „Það hefur aldrei verið neitt vesen með þetta.“ Allir saman í rútu Samfestingurinn felur í sér heljarinnar ball á föstudagskvöldi og svo söngkeppni á laugardegi. Um er að ræða unglinga í 8. til 10. bekk sem koma víða að. Reglur ballsins fela meðal annars í sér að allir gestir koma saman á ballið í rútu með forsvarsmönnum félagsmiðstöðvarinnar og svo halda allir heim á leið að ballinu loknu. „Þetta eru stífir verkferlar, fullt af starfsfólki og haldið vel utan um börnin.“ Mikil spenna er fyrir ballinu að sögn Andreu. Krakkarnir velja sjálfir listamenn á ballið, bóka þá og eru svo í ýmsum hlutverkum varðandi skipulagningu. Áhugasamir unglingar taka þátt í uppsetningu í Laugardalshöll og kynnast starfi rótarans. Góðir skór lykilatriði Krakkarnir völdu sjálfir Audda og Steinda til að skemmta, Páll Óskar mun syngja og DJ Dóra Júlía þeyta skífum. Þá munu unglingahljómsveitir hita upp fyrir stærri listamennina. Það vakti athygli fyrir rúmum áratug að gestir á Samfésballinu mættu ekki klæðast stuttum pilsum, flegnum bolum eða fráhnepptum skyrtum. Andrea segir þá reglu hafa verið afnumda fyrir mörgum árum. Einu skilaboðin varðandi klæðnað sé góður skóbúnaður. „Það ættu allir að vera í þægilegum skóm. Því þetta er langt, mikið fjör og mikill dans,“ segir Andrea og ljóst að háir hælar eru líklegir til að valda óþægindum í gleðinni fram undan.
Grunnskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Fleiri fréttir Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent