Skrefi nær leyndardómi risasvartholsstróka Kjartan Kjartansson skrifar 26. apríl 2023 15:13 Mynd GMVA-sjónaukanetsins af risasvartholinu í miðju M87. Innfellda myndin sýnir skugga svartholsins á efnisskífu sem umlykur það og upptök stróks sem stendur frá því. R.-S. Lu (SHAO), E. Ros (MPIfR), S. Dagnello (NRAO/AUI/NSF) Skuggi risasvarthols í nágrannavetrarbraut okkar og kröftugur strókur efns sem stafar frá því sjást í fyrsta skipti saman á einni mynd sem alþjóðlegum hópi stjörnufræðinga tókst að ná. Myndin hjálpar vísindamönnum að skilja hvernig svarthol þeyta burtu efni í slíkum strókum. Risasvartholið í miðju vetrarbrautarinnar Messier 87 (M87) er það fyrsta sem stjörnufræðingar náðu ljósmynd af árið 2017. Það er eitt þeirra risasvarthola sem sendir frá sér öfluga efnisstróka. Stjarneðlisfræðingar vita ekki með hversu vegna vegna sum risasvarthol hafa slíka stróka en önnur ekki, þar á meðal Saggitarius A* í miðju Vetrarbrautarinnar okkar. „Við'vitum að strókarnir standa út frá svæðinu í kringum svartholin en við skiljum ekki til fulls ennþá hvernig þetta gerist í raun og veru,“ segir Ru-Sen Lu frá Stjörnufræðiathuganastöðinni í Sjanghæ í Kína. Til þess að skilja strókana betur þurfa vísindamenn að fá sem skýrasta mynd af upptökum þeirra og sem næst svartholinu. Þar til nýlega hafði aðeins tekist að mynda umhverfi svarthols annars vegar og strók hins vegar. Nýja myndin af risasvartholinu í miðju M87 er sú fyrsta sem fangar bæði skugga svartholsins og strók sem stafar frá því. Á henni sést hvernig neðsti hluti stróksins tengist skífu efnis sem glóir þegar það gengur í kringum svartholið. „Þessi nýja mynd fyllir inn í eyðurnar með því að sýna svæðið í kringum svartholið og strókinn á sama tíma,“ segir Jae-Young Kim frá Kyungpook-þjóðarháskólanum í Suður-Kóreu og útvarpsbylgjustofnun Max Planck í Þýskalandi. Messier 87 er risavaxin sporvöluþoka í um 55 milljón ljósára fjarlægð frá jörðinni. Massi risasvartholsins í miðju hennar er á við sex og hálfan milljarð sóla. Á myndinni sést strókur frá risasvartholinu þeysast út úr vetrarbrautinni á nærri því ljóshraða.ESO Mun efnismeiri skífa en sýndist á fyrri mynd Myndin náðist með því að sameina krafta fjórtán útvarpssjónauka víðsvegar um jörðina sem saman mynda svonnefnda GMVA-sjónaukaröð árið 2018. Á meðal sjónaukanna voru Grænlandssjónaukinn í Thule-herstöðinni í norðvestur Grænlandi og ALMA-útvarpssjónauki Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO). Sjónaukanetið gerir vísindamönnunum kleift að sjá meiri smáatriði í nágrenni svartholsins en á fyrri myndum sem teknar hafa verið af því. Eduardo Ros frá útvarpsbylgjustofnun Max Planck segir að til standi að kanna frekar umhverfi svartholsins í M87 á öðrum útvarpsbylgjulengdum til þess að varpa frekara ljósi á strókinn. „Næstu ár verða spennandi þar sem okkur tekst að læra meira um það sem á sér stað í grennd við eitt af dularfyllstu svæðum alheimsins,“ er haft eftir Ros í tilkynningu ESO. Mynd GMVA bendir einnig til þess að efnisskífan í kringum svartholið sé mun stærri en Sjóndeildarsjónaukinn (EHT) nam þegar hann tók mynd af því árið 2017. GMVA nam útvarpsbylgjur á lengri bylgjulengdum en EHT og sá fyrir vikið um helmingi stærri efnisskífu. Geimurinn Vísindi Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Risasvartholið í miðju vetrarbrautarinnar Messier 87 (M87) er það fyrsta sem stjörnufræðingar náðu ljósmynd af árið 2017. Það er eitt þeirra risasvarthola sem sendir frá sér öfluga efnisstróka. Stjarneðlisfræðingar vita ekki með hversu vegna vegna sum risasvarthol hafa slíka stróka en önnur ekki, þar á meðal Saggitarius A* í miðju Vetrarbrautarinnar okkar. „Við'vitum að strókarnir standa út frá svæðinu í kringum svartholin en við skiljum ekki til fulls ennþá hvernig þetta gerist í raun og veru,“ segir Ru-Sen Lu frá Stjörnufræðiathuganastöðinni í Sjanghæ í Kína. Til þess að skilja strókana betur þurfa vísindamenn að fá sem skýrasta mynd af upptökum þeirra og sem næst svartholinu. Þar til nýlega hafði aðeins tekist að mynda umhverfi svarthols annars vegar og strók hins vegar. Nýja myndin af risasvartholinu í miðju M87 er sú fyrsta sem fangar bæði skugga svartholsins og strók sem stafar frá því. Á henni sést hvernig neðsti hluti stróksins tengist skífu efnis sem glóir þegar það gengur í kringum svartholið. „Þessi nýja mynd fyllir inn í eyðurnar með því að sýna svæðið í kringum svartholið og strókinn á sama tíma,“ segir Jae-Young Kim frá Kyungpook-þjóðarháskólanum í Suður-Kóreu og útvarpsbylgjustofnun Max Planck í Þýskalandi. Messier 87 er risavaxin sporvöluþoka í um 55 milljón ljósára fjarlægð frá jörðinni. Massi risasvartholsins í miðju hennar er á við sex og hálfan milljarð sóla. Á myndinni sést strókur frá risasvartholinu þeysast út úr vetrarbrautinni á nærri því ljóshraða.ESO Mun efnismeiri skífa en sýndist á fyrri mynd Myndin náðist með því að sameina krafta fjórtán útvarpssjónauka víðsvegar um jörðina sem saman mynda svonnefnda GMVA-sjónaukaröð árið 2018. Á meðal sjónaukanna voru Grænlandssjónaukinn í Thule-herstöðinni í norðvestur Grænlandi og ALMA-útvarpssjónauki Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO). Sjónaukanetið gerir vísindamönnunum kleift að sjá meiri smáatriði í nágrenni svartholsins en á fyrri myndum sem teknar hafa verið af því. Eduardo Ros frá útvarpsbylgjustofnun Max Planck segir að til standi að kanna frekar umhverfi svartholsins í M87 á öðrum útvarpsbylgjulengdum til þess að varpa frekara ljósi á strókinn. „Næstu ár verða spennandi þar sem okkur tekst að læra meira um það sem á sér stað í grennd við eitt af dularfyllstu svæðum alheimsins,“ er haft eftir Ros í tilkynningu ESO. Mynd GMVA bendir einnig til þess að efnisskífan í kringum svartholið sé mun stærri en Sjóndeildarsjónaukinn (EHT) nam þegar hann tók mynd af því árið 2017. GMVA nam útvarpsbylgjur á lengri bylgjulengdum en EHT og sá fyrir vikið um helmingi stærri efnisskífu.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira