Stofnar styrktarreikning fyrir dóttur mannsins sem lést Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. apríl 2023 10:49 Frá bænastund sem haldin var í Landakotskirkju um helgina til stuðnings fjölskyldu hins látna. Vísir/Dúi Stofnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir tveggja ára gamla dóttur pólska mannsins sem lést í hnífstunguárás í Hafnarfirði í síðustu viku. Kristófer Gajowski stofnaði reikninginn með leyfi móður mannsins og hvetur íslenskt samfélag til að einbeita sér að því sem máli skiptir. „Þau eru furðu keik miðað við aðstæður en við þurfum að passa okkur á því hvernig við ræðum þetta mál,“ segir Kristófer í samtali við Vísi um líðan fjölskyldu hins látna. Hann skipulagði síðustu helgi fjölmenna minningarstund í Landakotskirkju til stuðnings fjölskyldunnar. Fjögur ungmenni voru upphaflega hneppt í gæsluvarðhald vegna málsins en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur einn þeirra játað sök. Einum fjórmenninganna, sautján ára stúlku hefur verið sleppt úr haldi eftir úrskurð Landsréttar. Tveir voru vistaðir á Stuðlum en einn sakborninga er á Hólmsheiði. Barnsmóðir og barn hins látna eru búsett í Póllandi. Móðir hans býr hér á landi. „Þegar manneskja þekkir ekki tungumálið og kemur hingað til lands og upplifir allt í einu svona hörmungar, þá er auðvitað sár í hjarta og mér finnst að við þurfum svolítið að passa okkur hvernig við tölum um þetta, eins og á samfélagsmiðlum.“ Kristófer segir að mikilvægt að tekin sé umræða um aukningu ofbeldis í íslensku samfélagi og litið til þess sem máli skiptir. Kristófer hvetur alla til þess að líta í eigin barm og kallar eftir umræðu um aukið ofbeldi hér á landi. „Við viljum segja nei við ofbeldi. Ísland er eitt land, sem við þurfum öll að passa upp á. Ekki bara Pólverjar, heldur við öll saman, við öll sem búum hér og störfum hér.“ Kristófer hvetur öll sem vettlingi geta valdið til þess að styðja fjölskyldu hins látna. „Og einbeita sér að því sem máli skiptir.“ Styrktarreikningur fjölskyldunnar: Kt. 211020-2530 Bankareikningur. 0331-18-001396 Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Hafnarfjörður Tengdar fréttir Ekki einsdæmi að svo ungt fólk komi við sögu í alvarlegum sakamálum Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, segir ekki einsdæmi að jafn ungt fólk hafi komið við sögu við rannsókn alvarlegra sakamála og í manndrápi á bílastæði í Hafnarfirði. Það geri rannsóknir þó flóknari, þar sem gæta þurfi hagsmuna bæði rannsóknarinnar og ungra gerenda. 25. apríl 2023 13:38 „Börn eru alltaf börn þótt málin séu grafalvarleg“ Þrjú ungmenni sæta nú gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglu á andláti 27 ára pólsks karlmanns fyrir helgi. Einn þeirra er 19 ára og er í haldi á Hólmsheiði en hinir, tveir ungir karlmenn, eru vistaðir á lokuðu neyðarvistunarúrræði á Stuðlum því þeir eru undir lögaldri en af þeim sökum hefur barnavernd þurft að stíga inn í. Sautján ára stúlku var sleppt úr haldi eftir úrskurð Landsréttar þess efnis í gær. 25. apríl 2023 19:39 Ungur aldur mjög mikilvæg refsiákvörðunarástæða Himinn og haf er á milli refsidóma ungmenna í manndrápsmálum eftir hvort hinn dæmdi hafi náð átján ára aldri eða ekki. Lektor í refsirétti segir að algengara sé að ungmenni fái vægari refsingar. 26. apríl 2023 09:02 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Sjá meira
„Þau eru furðu keik miðað við aðstæður en við þurfum að passa okkur á því hvernig við ræðum þetta mál,“ segir Kristófer í samtali við Vísi um líðan fjölskyldu hins látna. Hann skipulagði síðustu helgi fjölmenna minningarstund í Landakotskirkju til stuðnings fjölskyldunnar. Fjögur ungmenni voru upphaflega hneppt í gæsluvarðhald vegna málsins en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur einn þeirra játað sök. Einum fjórmenninganna, sautján ára stúlku hefur verið sleppt úr haldi eftir úrskurð Landsréttar. Tveir voru vistaðir á Stuðlum en einn sakborninga er á Hólmsheiði. Barnsmóðir og barn hins látna eru búsett í Póllandi. Móðir hans býr hér á landi. „Þegar manneskja þekkir ekki tungumálið og kemur hingað til lands og upplifir allt í einu svona hörmungar, þá er auðvitað sár í hjarta og mér finnst að við þurfum svolítið að passa okkur hvernig við tölum um þetta, eins og á samfélagsmiðlum.“ Kristófer segir að mikilvægt að tekin sé umræða um aukningu ofbeldis í íslensku samfélagi og litið til þess sem máli skiptir. Kristófer hvetur alla til þess að líta í eigin barm og kallar eftir umræðu um aukið ofbeldi hér á landi. „Við viljum segja nei við ofbeldi. Ísland er eitt land, sem við þurfum öll að passa upp á. Ekki bara Pólverjar, heldur við öll saman, við öll sem búum hér og störfum hér.“ Kristófer hvetur öll sem vettlingi geta valdið til þess að styðja fjölskyldu hins látna. „Og einbeita sér að því sem máli skiptir.“ Styrktarreikningur fjölskyldunnar: Kt. 211020-2530 Bankareikningur. 0331-18-001396
Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Hafnarfjörður Tengdar fréttir Ekki einsdæmi að svo ungt fólk komi við sögu í alvarlegum sakamálum Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, segir ekki einsdæmi að jafn ungt fólk hafi komið við sögu við rannsókn alvarlegra sakamála og í manndrápi á bílastæði í Hafnarfirði. Það geri rannsóknir þó flóknari, þar sem gæta þurfi hagsmuna bæði rannsóknarinnar og ungra gerenda. 25. apríl 2023 13:38 „Börn eru alltaf börn þótt málin séu grafalvarleg“ Þrjú ungmenni sæta nú gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglu á andláti 27 ára pólsks karlmanns fyrir helgi. Einn þeirra er 19 ára og er í haldi á Hólmsheiði en hinir, tveir ungir karlmenn, eru vistaðir á lokuðu neyðarvistunarúrræði á Stuðlum því þeir eru undir lögaldri en af þeim sökum hefur barnavernd þurft að stíga inn í. Sautján ára stúlku var sleppt úr haldi eftir úrskurð Landsréttar þess efnis í gær. 25. apríl 2023 19:39 Ungur aldur mjög mikilvæg refsiákvörðunarástæða Himinn og haf er á milli refsidóma ungmenna í manndrápsmálum eftir hvort hinn dæmdi hafi náð átján ára aldri eða ekki. Lektor í refsirétti segir að algengara sé að ungmenni fái vægari refsingar. 26. apríl 2023 09:02 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Sjá meira
Ekki einsdæmi að svo ungt fólk komi við sögu í alvarlegum sakamálum Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, segir ekki einsdæmi að jafn ungt fólk hafi komið við sögu við rannsókn alvarlegra sakamála og í manndrápi á bílastæði í Hafnarfirði. Það geri rannsóknir þó flóknari, þar sem gæta þurfi hagsmuna bæði rannsóknarinnar og ungra gerenda. 25. apríl 2023 13:38
„Börn eru alltaf börn þótt málin séu grafalvarleg“ Þrjú ungmenni sæta nú gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglu á andláti 27 ára pólsks karlmanns fyrir helgi. Einn þeirra er 19 ára og er í haldi á Hólmsheiði en hinir, tveir ungir karlmenn, eru vistaðir á lokuðu neyðarvistunarúrræði á Stuðlum því þeir eru undir lögaldri en af þeim sökum hefur barnavernd þurft að stíga inn í. Sautján ára stúlku var sleppt úr haldi eftir úrskurð Landsréttar þess efnis í gær. 25. apríl 2023 19:39
Ungur aldur mjög mikilvæg refsiákvörðunarástæða Himinn og haf er á milli refsidóma ungmenna í manndrápsmálum eftir hvort hinn dæmdi hafi náð átján ára aldri eða ekki. Lektor í refsirétti segir að algengara sé að ungmenni fái vægari refsingar. 26. apríl 2023 09:02