Barnabarnið kom grátandi er hundur varð ketti að bana í Vogum Máni Snær Þorláksson skrifar 25. apríl 2023 21:03 Guðrún Ósk Barðadóttir var vitni er hundur réðst á kött í Vogum á Vatsnleysuströnd. Vísir/Aðsend Hundur varð ketti að bana í Vogum á Vatsnleysuströnd í gær. Íbúi í Vogum sem tókst að koma kettinum undan hundinum segir að um sé að ræða skelfilegt óhapp. Hún biðlar til eiganda hunda að passa að hafa þá í bandi. „Þetta var bara hrikalegt,“ segir Guðrún Ósk Barðadóttir, íbúi í Vogum á Vatsnleysuströnd, í samtali við fréttastofu en hún var vitni að atvikinu. Sex ára barnabarn hennar var að leika sér fyrir utan heimili hennar í gær þegar hann sá tvo hunda ráðast á kött. „Hann fékk að vera hérna úti á línuskautum en svo kemur hann öskrandi og hágrenjandi,“ segir Guðrún sem spurði þá barnabarnið hvað væri í gangi. „Það eru tveir stórir hundar að ráðast á eina litla kisu,“ segir hún barnabarnið hafa sagt sér. Við það stökk hún út og fór yfir götuna þar sem hundarnir, annar Border Collie og hinn Husky, voru að ráðast á kisuna. Hún segir Border Collie hundinn hafa farið strax í burtu, sá hafi í raun ekki verið að ráðast á kisuna eins og hinn hundurinn. Hljóp með köttinn til nágrannanna Að sögn Guðrúnar ætlaði Husky hundurinn ekki að sleppa kettinum frá sér. Henni tókst þó að koma kettinum undan hundnum. „Kötturinn liggur þarna og er orðinn rennandi blautur því hundurinn hefur skellt honum ofan í tjörnina í leiðinni. Mér tekst að hrekja hundinn aðeins í burtu og tek köttinn því ég vissi alveg hver á þennan kött. Ég hleyp hérna yfir götuna því nágrannar mínir eiga hann en hundurinn ætlaði sko að elta, hann ætlaði ekki að sleppa þessari bráð sinni.“ Guðrún segir að eftir þetta hafi hún drifið sig til nágranna sinna en hún vissi að kötturinn sem um ræðir væri þeirra. Hún sagði nágrönnunum að drífa sig með köttinn til dýralæknis og hringdi svo sjálf á dýralæknastofuna til að láta vita að þau væru á leiðinni. „Þau töluðu um að ef hann myndi lifa af nóttina þá ætti hann séns en hann fór í aðgerð,“ segir Guðrún en því miður tókst ekki að bjarga kettinum. Var með hundinn í pössun og missti hann frá sér Eftir að nágrannarnir fóru með köttinn til dýralæknis kom maður til Guðrúnar og sagðist vera eigandi annars hundinn og að hinn hundurinn hafi verið í pössun hjá sér. Eigandinn tjáir henni að hann hafi ætlað að leyfa hundunum að hreyfa sig við höfnina. „Nema hvað annar þeirra nær að losa sig úr ólinni og tekur bara á rás hingað upp eftir. Þá var bara fjandinn laus,“ segir Guðrún. Hún kennir eigandanum því ekki um þar sem þetta var algjörlega óvart. „Þetta er bara hræðilegt slys, hann bara missir hana óvart,“ segir hún. „Þessi maður er líka búinn að hafa samband við eigendur kattarins,“ segir Guðrún og hrósar honum fyrir það. „Slysin geta gerst, við vitum það öll.“ Guðrún hvetur fólk að lokum til þess að passa vel upp á hundana sína. Hún sé sjálf svakalegur dýravinur, í sjálfboðaliðastarfi hjá Villiköttum og eigi hunda sjálf. „Ég er sjálf með litla hunda, mér er afskaplega illa við þegar hundar eru á hlaupum,“ segir hún. Vogar Hundar Kettir Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Sjá meira
„Þetta var bara hrikalegt,“ segir Guðrún Ósk Barðadóttir, íbúi í Vogum á Vatsnleysuströnd, í samtali við fréttastofu en hún var vitni að atvikinu. Sex ára barnabarn hennar var að leika sér fyrir utan heimili hennar í gær þegar hann sá tvo hunda ráðast á kött. „Hann fékk að vera hérna úti á línuskautum en svo kemur hann öskrandi og hágrenjandi,“ segir Guðrún sem spurði þá barnabarnið hvað væri í gangi. „Það eru tveir stórir hundar að ráðast á eina litla kisu,“ segir hún barnabarnið hafa sagt sér. Við það stökk hún út og fór yfir götuna þar sem hundarnir, annar Border Collie og hinn Husky, voru að ráðast á kisuna. Hún segir Border Collie hundinn hafa farið strax í burtu, sá hafi í raun ekki verið að ráðast á kisuna eins og hinn hundurinn. Hljóp með köttinn til nágrannanna Að sögn Guðrúnar ætlaði Husky hundurinn ekki að sleppa kettinum frá sér. Henni tókst þó að koma kettinum undan hundnum. „Kötturinn liggur þarna og er orðinn rennandi blautur því hundurinn hefur skellt honum ofan í tjörnina í leiðinni. Mér tekst að hrekja hundinn aðeins í burtu og tek köttinn því ég vissi alveg hver á þennan kött. Ég hleyp hérna yfir götuna því nágrannar mínir eiga hann en hundurinn ætlaði sko að elta, hann ætlaði ekki að sleppa þessari bráð sinni.“ Guðrún segir að eftir þetta hafi hún drifið sig til nágranna sinna en hún vissi að kötturinn sem um ræðir væri þeirra. Hún sagði nágrönnunum að drífa sig með köttinn til dýralæknis og hringdi svo sjálf á dýralæknastofuna til að láta vita að þau væru á leiðinni. „Þau töluðu um að ef hann myndi lifa af nóttina þá ætti hann séns en hann fór í aðgerð,“ segir Guðrún en því miður tókst ekki að bjarga kettinum. Var með hundinn í pössun og missti hann frá sér Eftir að nágrannarnir fóru með köttinn til dýralæknis kom maður til Guðrúnar og sagðist vera eigandi annars hundinn og að hinn hundurinn hafi verið í pössun hjá sér. Eigandinn tjáir henni að hann hafi ætlað að leyfa hundunum að hreyfa sig við höfnina. „Nema hvað annar þeirra nær að losa sig úr ólinni og tekur bara á rás hingað upp eftir. Þá var bara fjandinn laus,“ segir Guðrún. Hún kennir eigandanum því ekki um þar sem þetta var algjörlega óvart. „Þetta er bara hræðilegt slys, hann bara missir hana óvart,“ segir hún. „Þessi maður er líka búinn að hafa samband við eigendur kattarins,“ segir Guðrún og hrósar honum fyrir það. „Slysin geta gerst, við vitum það öll.“ Guðrún hvetur fólk að lokum til þess að passa vel upp á hundana sína. Hún sé sjálf svakalegur dýravinur, í sjálfboðaliðastarfi hjá Villiköttum og eigi hunda sjálf. „Ég er sjálf með litla hunda, mér er afskaplega illa við þegar hundar eru á hlaupum,“ segir hún.
Vogar Hundar Kettir Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Sjá meira