Herþyrla á leið austur reyndist vera kafbátaleitarvél Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. apríl 2023 15:48 Chinook herþyrlurnar eru líklega meðal þekktustu herþyrlna í heimi. Engin slík flaug yfir Ísland um helgina. Stuart Gleave/Getty Bandarísk herþyrla af Chinook gerð sem virtist fljúga í austurátt yfir landið um helgina var í raun og veru bandarísk P-8 herflugvél sem notuð er í kafbátaleit. Glöggir flugáhugamenn veittu ferðum þyrlunnar athygli á vef FlightRadar. Á vef FlightRadar mátti sjá að á ferðinni yfir landið væri Boeing CH-47F Chinook herþyrla. Voru áhugamenn um flug í Facebook hópnum „Fróðleiksmolar um flug“ fljótir að veita ferðum „þyrlunnar“ eftirtekt og hve fljótt hún flaug yfir landið og áleiðis til Noregs. Vísir sendi utanríkisráðuneytinu fyrirspurn vegna málsins. Í svörum Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins, kemur fram að um misskilning sé að ræða, nokkuð sem flugáhugamennirnir voru löngu búnir að átta sig á. Segir í svari utanríkisráðuneytisins: „Þetta er byggt á misskilningi. Þarna var á ferðinni bandarísk P-8 kafbátaleitarvél sem virðist hafa verið ranglega skráð á Flightradar sem Chinook-þyrla. P-8 vélarnar hafa haft tímabundna viðveru hér á landi undanfarin ár.“ Hin meinta Chinook herþyrla flaug á ógnarhraða yfir Ísland. Í umræðum flugáhugamanna um málið kemur fram að ekki sé um fyrstu vitleysuna að ræða í boði FlightRadar. „Hraðskreiðasta þyrla í heimi,“ skrifar einn áhugamannanna á léttum nótum og vísar til þess að hraðinn var mun meiri en þekkist þegar þyrlur eru annars vegar. Eftirlitsferðir nánast alla daga ársins Sveinn segir í svörum til Vísis ekki hafa skýringar á því hvers vegna flugvélin skráist sem herþyrla á vef FlightRadar. Hann segir að um sé að ræða flugvélar við kafbátaeftirlit bandalagsríkja í NATO, sem hafi farið fram við Ísland undanfarin ár vegna aukinnar umferðar kafbáta í kringum Ísland og á Atlantshafinu. „Tímabundin viðvera þessara eftirlitsvéla ræðst af umfangi þessarar umferðar á hverjum tíma en segja má að undanfarin misseri hafi verið flogið frá Íslandi í slíkar eftirlitsferðir nánast alla daga ársins.“ Um var raunverulega að ræða P-8 herflugvél líkt og hér sést á flugi.Rob Edgcumbe/Stocktrek/Getty NATO Öryggis- og varnarmál Fréttir af flugi Hernaður Norðurslóðir Tengdar fréttir Íslendingar auka framlög sín til öryggis- og varnarmála Fjárhagslegur stuðningur Íslands við Úkraínu í fyrra og á þessu ári er um 4,5 milljarðar króna. Ísland er að auka framlög sín almennt til öryggis- og varnarmála eins og önnur ríki Atlantshafsbandalagsins. Bandalagið hefur áhyggjur af auknu samstarfi Rússa og Kínverja og umsvifum Kína á Kyrrahafi. 5. apríl 2023 19:31 Kafbátaleitaræfing við Ísland umfangsmeiri en áður Árleg kafbátaleitaræfing Atlantshafsbandalagsins mun fara fram í norðanverðu Atlantshafi seinna í þessum mánuði. Æfingin kallast Dynamic Mongoose en þegar hún verður haldin verða fjölmörg herskip og kafbátar við strendur Íslands. 12. apríl 2023 16:00 Rússnesk skip ógna nýjum íslenskum sæstreng Írsk stjórnvöld telja að ferðir rússneskra skipa í nágrenni við borgina Galway á vesturströndinni grunsamlegar. Bæði írski flotinn og flugherinn fylgjast með skipunum. Nýlega var opnaður fjarskiptastrengur milli Íslands og Írlands, sem liggur milli Þorlákshafnar og Galway. 5. apríl 2023 07:01 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Fleiri fréttir Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Sjá meira
Á vef FlightRadar mátti sjá að á ferðinni yfir landið væri Boeing CH-47F Chinook herþyrla. Voru áhugamenn um flug í Facebook hópnum „Fróðleiksmolar um flug“ fljótir að veita ferðum „þyrlunnar“ eftirtekt og hve fljótt hún flaug yfir landið og áleiðis til Noregs. Vísir sendi utanríkisráðuneytinu fyrirspurn vegna málsins. Í svörum Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins, kemur fram að um misskilning sé að ræða, nokkuð sem flugáhugamennirnir voru löngu búnir að átta sig á. Segir í svari utanríkisráðuneytisins: „Þetta er byggt á misskilningi. Þarna var á ferðinni bandarísk P-8 kafbátaleitarvél sem virðist hafa verið ranglega skráð á Flightradar sem Chinook-þyrla. P-8 vélarnar hafa haft tímabundna viðveru hér á landi undanfarin ár.“ Hin meinta Chinook herþyrla flaug á ógnarhraða yfir Ísland. Í umræðum flugáhugamanna um málið kemur fram að ekki sé um fyrstu vitleysuna að ræða í boði FlightRadar. „Hraðskreiðasta þyrla í heimi,“ skrifar einn áhugamannanna á léttum nótum og vísar til þess að hraðinn var mun meiri en þekkist þegar þyrlur eru annars vegar. Eftirlitsferðir nánast alla daga ársins Sveinn segir í svörum til Vísis ekki hafa skýringar á því hvers vegna flugvélin skráist sem herþyrla á vef FlightRadar. Hann segir að um sé að ræða flugvélar við kafbátaeftirlit bandalagsríkja í NATO, sem hafi farið fram við Ísland undanfarin ár vegna aukinnar umferðar kafbáta í kringum Ísland og á Atlantshafinu. „Tímabundin viðvera þessara eftirlitsvéla ræðst af umfangi þessarar umferðar á hverjum tíma en segja má að undanfarin misseri hafi verið flogið frá Íslandi í slíkar eftirlitsferðir nánast alla daga ársins.“ Um var raunverulega að ræða P-8 herflugvél líkt og hér sést á flugi.Rob Edgcumbe/Stocktrek/Getty
NATO Öryggis- og varnarmál Fréttir af flugi Hernaður Norðurslóðir Tengdar fréttir Íslendingar auka framlög sín til öryggis- og varnarmála Fjárhagslegur stuðningur Íslands við Úkraínu í fyrra og á þessu ári er um 4,5 milljarðar króna. Ísland er að auka framlög sín almennt til öryggis- og varnarmála eins og önnur ríki Atlantshafsbandalagsins. Bandalagið hefur áhyggjur af auknu samstarfi Rússa og Kínverja og umsvifum Kína á Kyrrahafi. 5. apríl 2023 19:31 Kafbátaleitaræfing við Ísland umfangsmeiri en áður Árleg kafbátaleitaræfing Atlantshafsbandalagsins mun fara fram í norðanverðu Atlantshafi seinna í þessum mánuði. Æfingin kallast Dynamic Mongoose en þegar hún verður haldin verða fjölmörg herskip og kafbátar við strendur Íslands. 12. apríl 2023 16:00 Rússnesk skip ógna nýjum íslenskum sæstreng Írsk stjórnvöld telja að ferðir rússneskra skipa í nágrenni við borgina Galway á vesturströndinni grunsamlegar. Bæði írski flotinn og flugherinn fylgjast með skipunum. Nýlega var opnaður fjarskiptastrengur milli Íslands og Írlands, sem liggur milli Þorlákshafnar og Galway. 5. apríl 2023 07:01 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Fleiri fréttir Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Sjá meira
Íslendingar auka framlög sín til öryggis- og varnarmála Fjárhagslegur stuðningur Íslands við Úkraínu í fyrra og á þessu ári er um 4,5 milljarðar króna. Ísland er að auka framlög sín almennt til öryggis- og varnarmála eins og önnur ríki Atlantshafsbandalagsins. Bandalagið hefur áhyggjur af auknu samstarfi Rússa og Kínverja og umsvifum Kína á Kyrrahafi. 5. apríl 2023 19:31
Kafbátaleitaræfing við Ísland umfangsmeiri en áður Árleg kafbátaleitaræfing Atlantshafsbandalagsins mun fara fram í norðanverðu Atlantshafi seinna í þessum mánuði. Æfingin kallast Dynamic Mongoose en þegar hún verður haldin verða fjölmörg herskip og kafbátar við strendur Íslands. 12. apríl 2023 16:00
Rússnesk skip ógna nýjum íslenskum sæstreng Írsk stjórnvöld telja að ferðir rússneskra skipa í nágrenni við borgina Galway á vesturströndinni grunsamlegar. Bæði írski flotinn og flugherinn fylgjast með skipunum. Nýlega var opnaður fjarskiptastrengur milli Íslands og Írlands, sem liggur milli Þorlákshafnar og Galway. 5. apríl 2023 07:01