„Ef hann er alvöru stjórnandi tekur hann púlsinn á þeim sem hafa alla þekkinguna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. apríl 2023 13:01 Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ. vísir/egill Ólafur Stefánsson vill að formaður HSÍ leiti álits hjá sér fróðara fólki um handbolta í ráðningarferlinu á nýjum þjálfara karlalandsliðsins í handbolta. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, hefur fengið talsvert harða gagnrýni síðustu daga í tengslum við leitina að nýjum landsliðsþjálfara sem hefur tekið sinn tíma. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt Guðmund er Dagur Sigurðsson. Hann var sá fyrsti sem forkóflar HSÍ ræddu við eftir að Guðmundur Guðmundsson hætti sem landsliðsþjálfari. Dagur heyrði hins vegar ekkert meira frá HSÍ eftir fundinn fyrir nokkrum vikum og í viðtali við Vísi gagnrýndi hann formann og framkvæmdastjóra HSÍ harðlega fyrir slæleg vinnubrögð og samskiptaleysi. Góðvinur Dags, Ólafur Stefánsson, var til viðtals í Handkastinu þar sem hann ræddi meðal annars um leitina að nýjum landsliðsþjálfara og hvernig formaður HSÍ ætti að beita sér í henni. „Ef hann er alvöru stjórnandi og nýtir sína stöðu rétt á hann að taka púlsinn á þeim sem hafa alla þekkinguna. Þegar kemur að landsliði, ef þú ert hræddur við einhverja stærð, Dagur er ekkert auðveldur. Það getur vel verið að þú fáir ekki að spila fótboltann í upphitun og hvað? Þú verður að fara út fyrir sjálfan þig og hugsa hvað er best,“ sagði Ólafur. „Svo þarftu að spyrja þig enn flóknari spurningar, sem er: er ég nógu góður? Veit ég nógu mikið um handbolta til að vita hvað er best? Og ef ég veit það ekki er eins gott að ég finni réttu gæjana í kringum mig og við vitum að stjórnandi er alltaf dæmdur af þeim sem hann hefur í kringum sig. Auðvitað eru sett spurningarmerki hverja hann er með í kringum sig. Vita þeir um handbolta? Hafa þeir lent í öllu sjittinu? Þú þarft alltaf að lenda í sjittinu til að verða betri, halda áfram.“ Ekki bara heitur pottur sem þú dandalast í Ólafur segir nauðsynlegt að vanda til verka þegar kemur að leitinni að landsliðsþjálfara og taka hlutina föstum tökum. „Þetta er ekki bara heitur pottur sem þú dandalast í. Þetta er fokking stríð. Ef þú ætlar að koma íslenska landsliðinu í undanúrslit er það ekkert gert í einhverju híhí haha. Það þarf allt að stemma. Þú þarft að vera með að minnsta kosti sjö stríðsmenn sem eru snargeðveikir og vita af hverju þeir eru að þessu. Og snargeðveikan þjálfara líka. Gummi er þó með það. Það er enginn jafn ástríðufullur og vinnusamur en hann. Þegar kemur að landsliði verðurðu að fara út fyrir allt svona,“ sagði Ólafur. „Þú átt að nota söguna, spyrja. Farðu í Tobba Jens. Farðu í þennan. Safnaðu upplýsingum og reyndu að komast að því. Ef þú ert ekki með þekkinguna sjálfur. Þú verður að vita hvað það er að vera landsliðsmaður og hafa tapað fullt af hlutum, náð fullt af hlutum. Þú þarft að vita hvaða karakter þú ert að fara að ráða. Þetta er ekki léttvægt.“ Hlusta má á viðtalið við Ólaf í Handkastinu í spilaranum hér fyrir ofan. Umræðan um formann HSÍ hefst á 25:00. Landslið karla í handbolta HSÍ Handkastið Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, hefur fengið talsvert harða gagnrýni síðustu daga í tengslum við leitina að nýjum landsliðsþjálfara sem hefur tekið sinn tíma. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt Guðmund er Dagur Sigurðsson. Hann var sá fyrsti sem forkóflar HSÍ ræddu við eftir að Guðmundur Guðmundsson hætti sem landsliðsþjálfari. Dagur heyrði hins vegar ekkert meira frá HSÍ eftir fundinn fyrir nokkrum vikum og í viðtali við Vísi gagnrýndi hann formann og framkvæmdastjóra HSÍ harðlega fyrir slæleg vinnubrögð og samskiptaleysi. Góðvinur Dags, Ólafur Stefánsson, var til viðtals í Handkastinu þar sem hann ræddi meðal annars um leitina að nýjum landsliðsþjálfara og hvernig formaður HSÍ ætti að beita sér í henni. „Ef hann er alvöru stjórnandi og nýtir sína stöðu rétt á hann að taka púlsinn á þeim sem hafa alla þekkinguna. Þegar kemur að landsliði, ef þú ert hræddur við einhverja stærð, Dagur er ekkert auðveldur. Það getur vel verið að þú fáir ekki að spila fótboltann í upphitun og hvað? Þú verður að fara út fyrir sjálfan þig og hugsa hvað er best,“ sagði Ólafur. „Svo þarftu að spyrja þig enn flóknari spurningar, sem er: er ég nógu góður? Veit ég nógu mikið um handbolta til að vita hvað er best? Og ef ég veit það ekki er eins gott að ég finni réttu gæjana í kringum mig og við vitum að stjórnandi er alltaf dæmdur af þeim sem hann hefur í kringum sig. Auðvitað eru sett spurningarmerki hverja hann er með í kringum sig. Vita þeir um handbolta? Hafa þeir lent í öllu sjittinu? Þú þarft alltaf að lenda í sjittinu til að verða betri, halda áfram.“ Ekki bara heitur pottur sem þú dandalast í Ólafur segir nauðsynlegt að vanda til verka þegar kemur að leitinni að landsliðsþjálfara og taka hlutina föstum tökum. „Þetta er ekki bara heitur pottur sem þú dandalast í. Þetta er fokking stríð. Ef þú ætlar að koma íslenska landsliðinu í undanúrslit er það ekkert gert í einhverju híhí haha. Það þarf allt að stemma. Þú þarft að vera með að minnsta kosti sjö stríðsmenn sem eru snargeðveikir og vita af hverju þeir eru að þessu. Og snargeðveikan þjálfara líka. Gummi er þó með það. Það er enginn jafn ástríðufullur og vinnusamur en hann. Þegar kemur að landsliði verðurðu að fara út fyrir allt svona,“ sagði Ólafur. „Þú átt að nota söguna, spyrja. Farðu í Tobba Jens. Farðu í þennan. Safnaðu upplýsingum og reyndu að komast að því. Ef þú ert ekki með þekkinguna sjálfur. Þú verður að vita hvað það er að vera landsliðsmaður og hafa tapað fullt af hlutum, náð fullt af hlutum. Þú þarft að vita hvaða karakter þú ert að fara að ráða. Þetta er ekki léttvægt.“ Hlusta má á viðtalið við Ólaf í Handkastinu í spilaranum hér fyrir ofan. Umræðan um formann HSÍ hefst á 25:00.
Landslið karla í handbolta HSÍ Handkastið Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira