Óli Stef: Dagur og Snorri Steinn eru báðir í mínu fyrsta sæti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. apríl 2023 10:26 Ólafur Stefánsson og Dagur Sigurðsson spiluðu lengi saman og eru miklir vinir. getty/Andreas Rentz Ólafur Stefánsson vill fá fyrrverandi samherja sína í handboltalandsliðinu, Dag Sigurðsson og Snorra Stein Guðjónsson, til að taka við því. Leitin að nýjum landsliðsþjálfara stendur nú yfir og hafa ýmsir verið nefndir til sögunnar. Svo virðist sem Christian Berge, fyrrverandi þjálfari norska landsliðsins og núverandi þjálfari Kolstad í Noregi, sé efstur á blaði. Auk hans hefur HSÍ rætt við Snorra Stein, Dag og Michael Apelgren. Ljóst er að sá síðastnefndi tekur ekki við landsliðinu og ólíklegt verður að teljast að Dagur verði ráðinn miðað við ummæli hans í viðtali við Vísi þar sem hann gagnrýndi forystumenn HSÍ harðlega. Ólafur var til viðtals í Handkastinu og ef hann fengi að ráða myndu tveir fyrrverandi samherjar hans í landsliðinu taka við því saman eins og þeir báðir voru tilbúnir að gera. „Ég væri fáránlega sáttur ef ég myndi heyra að það væri búið að gera samning við Snorra og Dagur kæmi síðan með þegar hann losnar. Hann er á frábærum samningi hjá Japan en hann er með mjög stórt íslenskt hjarta og það eru fáir með stærra hjarta. Dagur tók slagina fyrir okkur þegar hann var fyrirliði [í landsliðinu] og það kostaði hann jafnvel spilmínútur,“ sagði Ólafur. „Þetta er einn minn besti vinur og ég hef spilað með honum endalaust. En það eru fáir með stærra hjarta heldur en Dagur. Snorri líka. Þeir eru báðir í mínu fyrsta sæti. Eftir það er kannski hægt að tala um Kristján Andrésson, ég veit ekki hvernig það var, Erlingur Richards. En ég held við ættum að róa öllum árum að því að skoða þetta.“ Ólafur vonar að Dagur og Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, geti slíðrað sverðin og unnið saman. Ég vona að það séu engar brenndar brýr hjá Degi og Guðmundi B. Ef þeir báðir vita að þetta er það besta fyrir íslenska landsliðið þurfa menn að hvíla litla egóið og fara í stóra egóið sem er land og þjóð og eitthvað stærra en maður sjálfur,“ sagði Ólafur. Hlusta má á viðtalið við Ólaf í Handkastinu í spilaranum hér fyrir ofan. Hann byrjar að tala um Dag og Snorra á 15:00. Landslið karla í handbolta HSÍ Handkastið Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira
Leitin að nýjum landsliðsþjálfara stendur nú yfir og hafa ýmsir verið nefndir til sögunnar. Svo virðist sem Christian Berge, fyrrverandi þjálfari norska landsliðsins og núverandi þjálfari Kolstad í Noregi, sé efstur á blaði. Auk hans hefur HSÍ rætt við Snorra Stein, Dag og Michael Apelgren. Ljóst er að sá síðastnefndi tekur ekki við landsliðinu og ólíklegt verður að teljast að Dagur verði ráðinn miðað við ummæli hans í viðtali við Vísi þar sem hann gagnrýndi forystumenn HSÍ harðlega. Ólafur var til viðtals í Handkastinu og ef hann fengi að ráða myndu tveir fyrrverandi samherjar hans í landsliðinu taka við því saman eins og þeir báðir voru tilbúnir að gera. „Ég væri fáránlega sáttur ef ég myndi heyra að það væri búið að gera samning við Snorra og Dagur kæmi síðan með þegar hann losnar. Hann er á frábærum samningi hjá Japan en hann er með mjög stórt íslenskt hjarta og það eru fáir með stærra hjarta. Dagur tók slagina fyrir okkur þegar hann var fyrirliði [í landsliðinu] og það kostaði hann jafnvel spilmínútur,“ sagði Ólafur. „Þetta er einn minn besti vinur og ég hef spilað með honum endalaust. En það eru fáir með stærra hjarta heldur en Dagur. Snorri líka. Þeir eru báðir í mínu fyrsta sæti. Eftir það er kannski hægt að tala um Kristján Andrésson, ég veit ekki hvernig það var, Erlingur Richards. En ég held við ættum að róa öllum árum að því að skoða þetta.“ Ólafur vonar að Dagur og Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, geti slíðrað sverðin og unnið saman. Ég vona að það séu engar brenndar brýr hjá Degi og Guðmundi B. Ef þeir báðir vita að þetta er það besta fyrir íslenska landsliðið þurfa menn að hvíla litla egóið og fara í stóra egóið sem er land og þjóð og eitthvað stærra en maður sjálfur,“ sagði Ólafur. Hlusta má á viðtalið við Ólaf í Handkastinu í spilaranum hér fyrir ofan. Hann byrjar að tala um Dag og Snorra á 15:00.
Landslið karla í handbolta HSÍ Handkastið Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira