Úrskurða gegn Nýju Vínbúðinni vegna Jólabjóradagatals Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. apríl 2023 16:53 Sverrir Einar Eiríksson eigandi Nýju Vínbúðarinnar. Skjáskot Stöð 2 Neytendastofa hefur úrskurðað Nýju Vínbúðina brotlega vegna jólabjóradagatals. Brotin lúta að skorti á upplýsingum á heimasíðu verslunarinnar og að hún hafi veitt rangar upplýsingar um réttindi neytenda þegar kemur að fjarsölu. „55 Mayfair Online ltd., 57 Berkeley Square, London, Englandi, rekstraraðili Nýju Vínbúðarinnar, hefur brotið gegn 10. gr., sbr. g-lið 1. mgr. 5. gr. laga, nr. 16/2016, um neytendasamninga, með því að veita neytendum ekki upplýsingar um rétt neytenda til að falla frá samningi,“ segir í ákvörðunarorðum stofnunarinnar frá 19. maí síðastliðnum, sem birt voru í dag. Beinir Neytendastofa því til Nýju Vínbúðarinnar að koma upplýsingum um rétt neytenda til að falla frá samningi í viðunandi horf. Úrskurðar stofan einnig að verslunin hafi veitt neytendum rangar upplýsingar um rétt til að skila vörum keyptum á vefsíðu. „Með vísan til 2. mgr. 21. gr. c. laga nr. 57/2005, um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, bannar Neytendastofa Nýju Vínbúðinni að viðhafa framangreinda viðskiptahætti. Bannið tekur gildi frá dagsetningu ákvörðunar þessarar,“ segir í úrskurðinum. Faxe og Viking gylltur Jólabjóradagatalið vakti talsverða athygli. Eins og Vísir greindi frá 2. desember síðastliðinn kostaði bjórinn um helmingi minna í stykkjatali en í dagatalinu. Þá var einungis helmingur bjórdósanna jólabjór en hinn helmingurinn var með ódýrari bjórnum sem fæst á landinu. Meðal þeirra bjóra sem voru í dagatalinu voru Saku, Faxe, Boli og Viking Gylltur. Dósirnar sem komu upp úr dagatalinu. Ósáttur kaupandi reiknaði það út að hann hefði getað sparað sér um ellefu þúsund krónur á að kaupa bjórana hjá ÁTVR. Hann borgaði 19.800 krónur fyrir dagatalið en í vefverslun ÁTVR hafi verið hægt að fá bjórdósirnar á 8.529 krónur. Hefði mátt ætla að dagatalið innihéldi aðeins jólabjór Neytendastofa féllst ekki á þau sjónarmið að sala á jólabjóradagatali fæli í sér sölu á vöru sem úreldist eða rýrnar hratt. Endingartími bjórs sé lengri en fjórtán dagar sé hann seldur í lokuðum umbúðum. Þá taldi stofnunin það engu breyta að varan væri markaðssett sem jólavara. Endingartíminn væri ekki tengdur við jólin og kaupendur hefðu getað neytt bjórsins á öðrum tíma. „Þá taldi stofnunin að félagið hafi með réttu átt að birta sérstaklega upplýsingar um það að í jólabjóradagatalinu væru ekki einungis jólabjórar,“ segir í tilkynningu stofnunarinnar. „Markaðssetningu dagatalanna hafi verið þannig háttað að neytendur hafi með réttu mátt halda að dagatalið innihéldi aðeins jólabjóra. Þar af leiðandi hafi félagið haldið upplýsingum frá neytendum sem almennt mætti telja mikilvægt fyrir þá.“ Neytendur Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Bjór fyrir átta þúsund krónur í tuttugu þúsund króna dagatali Bjór sem viðskiptavinur Nýju vínbúðarinnar fékk í jóladagatali verslunarinnar kostar rúmlega helmingi minna ef hann hefði verið keyptur í stykkjatali. Einungis helmingur bjórsins var jólabjór og var restin með ódýrari bjór landsins. 2. desember 2022 16:35 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira
„55 Mayfair Online ltd., 57 Berkeley Square, London, Englandi, rekstraraðili Nýju Vínbúðarinnar, hefur brotið gegn 10. gr., sbr. g-lið 1. mgr. 5. gr. laga, nr. 16/2016, um neytendasamninga, með því að veita neytendum ekki upplýsingar um rétt neytenda til að falla frá samningi,“ segir í ákvörðunarorðum stofnunarinnar frá 19. maí síðastliðnum, sem birt voru í dag. Beinir Neytendastofa því til Nýju Vínbúðarinnar að koma upplýsingum um rétt neytenda til að falla frá samningi í viðunandi horf. Úrskurðar stofan einnig að verslunin hafi veitt neytendum rangar upplýsingar um rétt til að skila vörum keyptum á vefsíðu. „Með vísan til 2. mgr. 21. gr. c. laga nr. 57/2005, um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, bannar Neytendastofa Nýju Vínbúðinni að viðhafa framangreinda viðskiptahætti. Bannið tekur gildi frá dagsetningu ákvörðunar þessarar,“ segir í úrskurðinum. Faxe og Viking gylltur Jólabjóradagatalið vakti talsverða athygli. Eins og Vísir greindi frá 2. desember síðastliðinn kostaði bjórinn um helmingi minna í stykkjatali en í dagatalinu. Þá var einungis helmingur bjórdósanna jólabjór en hinn helmingurinn var með ódýrari bjórnum sem fæst á landinu. Meðal þeirra bjóra sem voru í dagatalinu voru Saku, Faxe, Boli og Viking Gylltur. Dósirnar sem komu upp úr dagatalinu. Ósáttur kaupandi reiknaði það út að hann hefði getað sparað sér um ellefu þúsund krónur á að kaupa bjórana hjá ÁTVR. Hann borgaði 19.800 krónur fyrir dagatalið en í vefverslun ÁTVR hafi verið hægt að fá bjórdósirnar á 8.529 krónur. Hefði mátt ætla að dagatalið innihéldi aðeins jólabjór Neytendastofa féllst ekki á þau sjónarmið að sala á jólabjóradagatali fæli í sér sölu á vöru sem úreldist eða rýrnar hratt. Endingartími bjórs sé lengri en fjórtán dagar sé hann seldur í lokuðum umbúðum. Þá taldi stofnunin það engu breyta að varan væri markaðssett sem jólavara. Endingartíminn væri ekki tengdur við jólin og kaupendur hefðu getað neytt bjórsins á öðrum tíma. „Þá taldi stofnunin að félagið hafi með réttu átt að birta sérstaklega upplýsingar um það að í jólabjóradagatalinu væru ekki einungis jólabjórar,“ segir í tilkynningu stofnunarinnar. „Markaðssetningu dagatalanna hafi verið þannig háttað að neytendur hafi með réttu mátt halda að dagatalið innihéldi aðeins jólabjóra. Þar af leiðandi hafi félagið haldið upplýsingum frá neytendum sem almennt mætti telja mikilvægt fyrir þá.“
Neytendur Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Bjór fyrir átta þúsund krónur í tuttugu þúsund króna dagatali Bjór sem viðskiptavinur Nýju vínbúðarinnar fékk í jóladagatali verslunarinnar kostar rúmlega helmingi minna ef hann hefði verið keyptur í stykkjatali. Einungis helmingur bjórsins var jólabjór og var restin með ódýrari bjór landsins. 2. desember 2022 16:35 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira
Bjór fyrir átta þúsund krónur í tuttugu þúsund króna dagatali Bjór sem viðskiptavinur Nýju vínbúðarinnar fékk í jóladagatali verslunarinnar kostar rúmlega helmingi minna ef hann hefði verið keyptur í stykkjatali. Einungis helmingur bjórsins var jólabjór og var restin með ódýrari bjór landsins. 2. desember 2022 16:35