Fær engar bætur eftir slys á snjósleða Atli Ísleifsson skrifar 24. apríl 2023 15:12 Í dómnum kemur fram að slysið hafi orðið þegar konan hafi verið að renna sér niður hól á snjósleða ásamt unnusta sínum í lok janúar 2020. Konan hafi þá lent á ljósastaur en við enda brekkunnar var slétt svæði með ljósastaura við göngustíg sem liggur hringinn í kringum hólinn. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Getty Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað tryggingafélagið TM af kröfum konu sem slasaðist á baki eftir að hafa rekist á ljósastaur þar sem hún renndi sér niður hól á snjósleða ásamt þáverandi unnusta sínum. Konan vildi meina að tryggingafélagið væri skaðabótaskylt á grundvelli almennu skaðabótareglunnar þar sem slysið mætti rekja til saknæms og ólögmæts háttsemi vátryggingataka hjá TM. Ágreiningur í málinu snerist aðallega um það hvort slysið hafi orðið vegna þess að staðsetning og útbúnaður ljósastaura við hólinn hafi skapað hættu og að vátryggingataki hafi með saknæmum og ólögmætum hætti vanrækt skyldur sínar til að tryggja öryggi notenda svæðisins við sleða-eða snjóþotunotkun. Í dómnum kemur fram að slysið hafi orðið þegar konan hafi verið að renna sér niður hól á snjósleða ásamt unnusta sínum í lok janúar 2020. Konan hafi þá lent ljósastaur en við enda brekkunnar var slétt svæði með ljósastaura við göngustíg sem liggur hringinn í kringum hólinn. Konan hafi slasast í baki við höggið og verið flutt á sjúkrahús þar sem hún var greind með mjóbakstognun. Hún var þá frá skóla og vinnu í eina viku eftir slysið. Konan sagðist hafa komið á hólinn eftir vinnu, milli klukkan 15 og 16, og var um að ræða fyrstu ferð þeirra niður hólinn. Hún sagðist hafa þekkt hólinn vel en aldri rennt sér á sleða niður hann. „Á svakalegum hraða“ Konan sagði að þau hafi rennt sér á svipuðum hraða og aðrir. Þáverandi unnusti konunnar sagði hins vegar fyrir dómi að þau hafi verið á „svakalegum hraða“ þegar þau renndu sér niður. Sagði hann mikinn klaka hafa verið í brekkunni og að „vanalega færi maður ekki svona langt“. Maðurinn sagðist fyrir dómi að hann hafi stokkið af sleðanum þegar þau færðust nær ljósastaurnum, um tveimur til þremur metrum frá staurnum. Hann segir að sleðinn hafi þá líklega snúist og konan því runnið með bakið beint á staurinn. Fyrir dómi kom jafnframt fram að umræddur snjósleði sem þau hafi verið á hafi verið ætlaður börnum og unglingum og að hámarksþyngd hafi verið 90 kíló. Orsök slyssins alfarið á ábyrgð stefnanda Tryggingafélagið mótmælti málflutningi konunnar og vísaði til þess að ákvæði reglugerðarinnar ættu ekki við um hólinn, enda hafi hann ekki verið skipulagður sem leiksvæði heldur útsýnispallur og útivistarsvæði. Dómari mat það sem svo að konan hafi mátt gera sér grein fyrir þeirri áhættu sem fólst í að tvímenna með öðrum fullorðnum einstaklingi, á sleða ætluðum börnum, í brekku með svelli ætlaðri börnum. „Orsök slyssins megi því alfarið rekja til háttsemi stefnanda sem ekki hafi verið í samræmi við aðstæður. Verður að mati dómsins ekki komist að þeirri niðurstöðu að umræddur ljósastaur hafi verið hættulegur börnum né fullorðnum, sem sýnt hefðu nægilega aðgæslu,“ segir í dómnum. Með vísan til þessa og fleiru var það niðurstaða dómsins að ábyrgð á slysi stefnanda verði ekki felld á vátryggingartaka og því ekki á tryggingafélagið sem verði því sýknað af kröfu konunnar um viðurkenningu bótaábyrgðar. Í dómi kemur fram að umræddur ljósastaur, og annar til, hafi nú verið fjarlægðir af svæðinu við hólinn. Það breyti þó ekki niðurstöðu dómsins. Málskostnaður var felldur niður í málinu. Dómsmál Tryggingar Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
Konan vildi meina að tryggingafélagið væri skaðabótaskylt á grundvelli almennu skaðabótareglunnar þar sem slysið mætti rekja til saknæms og ólögmæts háttsemi vátryggingataka hjá TM. Ágreiningur í málinu snerist aðallega um það hvort slysið hafi orðið vegna þess að staðsetning og útbúnaður ljósastaura við hólinn hafi skapað hættu og að vátryggingataki hafi með saknæmum og ólögmætum hætti vanrækt skyldur sínar til að tryggja öryggi notenda svæðisins við sleða-eða snjóþotunotkun. Í dómnum kemur fram að slysið hafi orðið þegar konan hafi verið að renna sér niður hól á snjósleða ásamt unnusta sínum í lok janúar 2020. Konan hafi þá lent ljósastaur en við enda brekkunnar var slétt svæði með ljósastaura við göngustíg sem liggur hringinn í kringum hólinn. Konan hafi slasast í baki við höggið og verið flutt á sjúkrahús þar sem hún var greind með mjóbakstognun. Hún var þá frá skóla og vinnu í eina viku eftir slysið. Konan sagðist hafa komið á hólinn eftir vinnu, milli klukkan 15 og 16, og var um að ræða fyrstu ferð þeirra niður hólinn. Hún sagðist hafa þekkt hólinn vel en aldri rennt sér á sleða niður hann. „Á svakalegum hraða“ Konan sagði að þau hafi rennt sér á svipuðum hraða og aðrir. Þáverandi unnusti konunnar sagði hins vegar fyrir dómi að þau hafi verið á „svakalegum hraða“ þegar þau renndu sér niður. Sagði hann mikinn klaka hafa verið í brekkunni og að „vanalega færi maður ekki svona langt“. Maðurinn sagðist fyrir dómi að hann hafi stokkið af sleðanum þegar þau færðust nær ljósastaurnum, um tveimur til þremur metrum frá staurnum. Hann segir að sleðinn hafi þá líklega snúist og konan því runnið með bakið beint á staurinn. Fyrir dómi kom jafnframt fram að umræddur snjósleði sem þau hafi verið á hafi verið ætlaður börnum og unglingum og að hámarksþyngd hafi verið 90 kíló. Orsök slyssins alfarið á ábyrgð stefnanda Tryggingafélagið mótmælti málflutningi konunnar og vísaði til þess að ákvæði reglugerðarinnar ættu ekki við um hólinn, enda hafi hann ekki verið skipulagður sem leiksvæði heldur útsýnispallur og útivistarsvæði. Dómari mat það sem svo að konan hafi mátt gera sér grein fyrir þeirri áhættu sem fólst í að tvímenna með öðrum fullorðnum einstaklingi, á sleða ætluðum börnum, í brekku með svelli ætlaðri börnum. „Orsök slyssins megi því alfarið rekja til háttsemi stefnanda sem ekki hafi verið í samræmi við aðstæður. Verður að mati dómsins ekki komist að þeirri niðurstöðu að umræddur ljósastaur hafi verið hættulegur börnum né fullorðnum, sem sýnt hefðu nægilega aðgæslu,“ segir í dómnum. Með vísan til þessa og fleiru var það niðurstaða dómsins að ábyrgð á slysi stefnanda verði ekki felld á vátryggingartaka og því ekki á tryggingafélagið sem verði því sýknað af kröfu konunnar um viðurkenningu bótaábyrgðar. Í dómi kemur fram að umræddur ljósastaur, og annar til, hafi nú verið fjarlægðir af svæðinu við hólinn. Það breyti þó ekki niðurstöðu dómsins. Málskostnaður var felldur niður í málinu.
Dómsmál Tryggingar Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent