Stjórnvöld gefast upp á farsæld barna Lúðvík Júlíusson skrifar 24. apríl 2023 11:00 Stjórnvöld hafa gefist upp á farsæld barna. Þau leggja fram einhver frumvörp, setja göfug markmið, senda út fallegar yfirlýsingar til fjölmiðla, halda ráðstefnur og hrósa sjalfum sér daglega. En hvað skilja þau eftir? Í dag eru staðan þessi: Engar gagnlegar upplýsingar eru til um fátækt barna til að uppræta fátækt með markvissum hætti. Engar rannsóknir eru til um fátækt sem gefa til kynna hvaða hópar standa verst, hverjum þarf að hjálpa strax og hvernig hægt sé að koma i veg fyrir fátækt barna. Mótvægisaðgerðir stjórnvalda(1) juku kostnað sumra foreldra og juku hættu á fátækt barna og foreldra. Afleiðingar aðgerðanna voru hvorki rökstuddar né rannsakaðar Félagsvísar stjórnvalda sýna ekki aðstæður barna. Sumir félagsvísar virka ekki og aðrir eru ómarkvissir. Engir félagsvísar sýna stöðu barna, foreldra eða heimila (2) Mælaborð um farsæld barna byggir á meðaltölum, huglægu mati og gildismati. Það sýnir þar af leiðandi ekki þau börn sem standa verst. Þetta er fín ljósmynd í sögulegum samanburði en það er ekki hægt að nota þetta sem verkfæri til að bregðast við erfiðri stöðu barna og/eða foreldra þeirra.(3) GEF(nú GEV) hefur gefið það út að lög 38/2018 standist ekki kröfur Barnasáttmála SÞ. Lítilsháttar breytingar hafa verið gerðar á lögunum eftir ábendingar frá mér. GEV gerði hins vegar meiri kröfur um lagabreytingar svo lögin(38/2018) stæðust kröfur Barnasáttmála SÞ. Stjórnvöld hafa ekki farið i það nauðsynlega verk. Umboðsmaður Alþingis segir að sveitarfélög þurfi ekki að veita öllum foreldrum leik- og grunnskólabarna aðgang að Mentor, Vala.is og öðrum upplýsingakerfum grunnskóla, jafnvel forsjárforeldrum barna og umönnunaraðilum barna. Þeir verði i staðinn að styðjast við síma og tölvupóst(eins og gert var á síðustu öld). Engar tæknilegar hindranir eru til staðar, aðeins lagalegar(4) Menntamálaráðuneytið hefur lýst því yfir að hópur barna í viðkvæmri stöðu, jafnvel með mikla fötlun, njóti ekki sömu réttinda til þjónustu og stuðnings og önnur börn, í leik- og grunnskolum landsins.(5) Engin stefna er til um aðgengi fatlaðra barna og foreldra þeirra að stafrænum lausnum, veflausnum, eða stafrænni stjórnsýslu þrátt fyrir yfirlýsingar um annað. Í svörum segja stjórnvöld að þetta nái hvorki til allra fatlaðra barna né allra foreldra þeirra.(6) Það er ekkert mál að leysa þetta, gera rannsóknir, finna börn í viðkvæmri stöðu, gera áætlanir og grípa til aðgerða. Það eru stjórnvöld bara ekki að gera. Þau ráfa um í blindni, gera eitthvað en ekki það sem þarf að gera. Sumt heppnast en annað ekki. Á meðan bíða börn í fátækt, án þjónustu, án stuðnings því stjórnvöld eru áhugalaus um að grípa til alvöru aðgerða. Oftast gerist ekkert nema eftir gríðarlega mikla baráttu foreldra. Eins og frétt gærdagsins um barn sem læst var inni i einveruherbergi sýnir. Engar reglur eru til, ekkert verklag til staðar og Umboðsmaður Alþingis sér ekki ástæðu til að skoða málið nánar. Niðurstaðan var sem betur fer sú að réttindi barnsins höfðu ekki verið virt og boðaðar eru breytingar. Foreldrar geta því miður ekki staðið í svona baráttu nema hafa tíma, þekkingu, fjármagn og heilsu. Réttindi barnsins eru því háð með beinum hætti efnahagslegri og félagslegri stöðu foreldra. (7) Frumvarp um farsæld í leik- og grunnskólum(8), sem nú liggur fyrir Alþingi, er gallað. Það kortleggur ekki stöðu barna, það finnur ekki þau börn sem þurfa stuðning, það virkjar ekki stuðningsnet barnsins og það skilur barnið eftir án tækifæra sem önnur börn njóta. Ekkert er fjallað um notkun veflausna, ekkert er fjallað um samskipti/samvinnu við foreldra og ekki eru gerðar kröfur um greiningu á stöðu barnsins. Frumvarpið nær þar af leiðandi ekki til allra barna og enn munu börn ekki eiga sömu réttindi til farsældar og önnur börn. Þetta er ekki mín skoðun. Þetta er álit GEF(nú GEV), menntamálaráðuneytisins og Umboðsmanns Alþingis. Er ekki kominn tími til að hlusta og tryggja öllum börnum, án undantekninga, þau réttindi sem Barnasáttmáli SÞ veitir þeim? Hvers vegna eru stjórnvöld hætt að nenna? Hvers vegna er ekki einn ráðherra, eitt ráðuneyti eða ein stofnun með yfirsýn yfir farsæld barna svo það náist einhver raunverulegur árangur? Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. (1) https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2022/05/06/Rikisstjornin-samthykkir-motvaegisadgerdir-vegna-verdbolgu/ (2) https://visar.hagstofa.is/felagsvisar/ (3) https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=2945 (4) https://www.umbodsmadur.is/alit-og-bref/mal/nr/9053/skoda/mal (5) MMR18070054 (6) https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/03/28/Viljayfirlysing-undirritud-um-throun-a-lausnum-a-rafraenu-adgengi-fyrir-fatlad-folk/ (7) https://www.visir.is/g/20232405637d/brotid-gegn-barni-sem-var-flutt-i-einveruherbergi (8) https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=153&mnr=922 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Réttindi barna Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Stjórnvöld hafa gefist upp á farsæld barna. Þau leggja fram einhver frumvörp, setja göfug markmið, senda út fallegar yfirlýsingar til fjölmiðla, halda ráðstefnur og hrósa sjalfum sér daglega. En hvað skilja þau eftir? Í dag eru staðan þessi: Engar gagnlegar upplýsingar eru til um fátækt barna til að uppræta fátækt með markvissum hætti. Engar rannsóknir eru til um fátækt sem gefa til kynna hvaða hópar standa verst, hverjum þarf að hjálpa strax og hvernig hægt sé að koma i veg fyrir fátækt barna. Mótvægisaðgerðir stjórnvalda(1) juku kostnað sumra foreldra og juku hættu á fátækt barna og foreldra. Afleiðingar aðgerðanna voru hvorki rökstuddar né rannsakaðar Félagsvísar stjórnvalda sýna ekki aðstæður barna. Sumir félagsvísar virka ekki og aðrir eru ómarkvissir. Engir félagsvísar sýna stöðu barna, foreldra eða heimila (2) Mælaborð um farsæld barna byggir á meðaltölum, huglægu mati og gildismati. Það sýnir þar af leiðandi ekki þau börn sem standa verst. Þetta er fín ljósmynd í sögulegum samanburði en það er ekki hægt að nota þetta sem verkfæri til að bregðast við erfiðri stöðu barna og/eða foreldra þeirra.(3) GEF(nú GEV) hefur gefið það út að lög 38/2018 standist ekki kröfur Barnasáttmála SÞ. Lítilsháttar breytingar hafa verið gerðar á lögunum eftir ábendingar frá mér. GEV gerði hins vegar meiri kröfur um lagabreytingar svo lögin(38/2018) stæðust kröfur Barnasáttmála SÞ. Stjórnvöld hafa ekki farið i það nauðsynlega verk. Umboðsmaður Alþingis segir að sveitarfélög þurfi ekki að veita öllum foreldrum leik- og grunnskólabarna aðgang að Mentor, Vala.is og öðrum upplýsingakerfum grunnskóla, jafnvel forsjárforeldrum barna og umönnunaraðilum barna. Þeir verði i staðinn að styðjast við síma og tölvupóst(eins og gert var á síðustu öld). Engar tæknilegar hindranir eru til staðar, aðeins lagalegar(4) Menntamálaráðuneytið hefur lýst því yfir að hópur barna í viðkvæmri stöðu, jafnvel með mikla fötlun, njóti ekki sömu réttinda til þjónustu og stuðnings og önnur börn, í leik- og grunnskolum landsins.(5) Engin stefna er til um aðgengi fatlaðra barna og foreldra þeirra að stafrænum lausnum, veflausnum, eða stafrænni stjórnsýslu þrátt fyrir yfirlýsingar um annað. Í svörum segja stjórnvöld að þetta nái hvorki til allra fatlaðra barna né allra foreldra þeirra.(6) Það er ekkert mál að leysa þetta, gera rannsóknir, finna börn í viðkvæmri stöðu, gera áætlanir og grípa til aðgerða. Það eru stjórnvöld bara ekki að gera. Þau ráfa um í blindni, gera eitthvað en ekki það sem þarf að gera. Sumt heppnast en annað ekki. Á meðan bíða börn í fátækt, án þjónustu, án stuðnings því stjórnvöld eru áhugalaus um að grípa til alvöru aðgerða. Oftast gerist ekkert nema eftir gríðarlega mikla baráttu foreldra. Eins og frétt gærdagsins um barn sem læst var inni i einveruherbergi sýnir. Engar reglur eru til, ekkert verklag til staðar og Umboðsmaður Alþingis sér ekki ástæðu til að skoða málið nánar. Niðurstaðan var sem betur fer sú að réttindi barnsins höfðu ekki verið virt og boðaðar eru breytingar. Foreldrar geta því miður ekki staðið í svona baráttu nema hafa tíma, þekkingu, fjármagn og heilsu. Réttindi barnsins eru því háð með beinum hætti efnahagslegri og félagslegri stöðu foreldra. (7) Frumvarp um farsæld í leik- og grunnskólum(8), sem nú liggur fyrir Alþingi, er gallað. Það kortleggur ekki stöðu barna, það finnur ekki þau börn sem þurfa stuðning, það virkjar ekki stuðningsnet barnsins og það skilur barnið eftir án tækifæra sem önnur börn njóta. Ekkert er fjallað um notkun veflausna, ekkert er fjallað um samskipti/samvinnu við foreldra og ekki eru gerðar kröfur um greiningu á stöðu barnsins. Frumvarpið nær þar af leiðandi ekki til allra barna og enn munu börn ekki eiga sömu réttindi til farsældar og önnur börn. Þetta er ekki mín skoðun. Þetta er álit GEF(nú GEV), menntamálaráðuneytisins og Umboðsmanns Alþingis. Er ekki kominn tími til að hlusta og tryggja öllum börnum, án undantekninga, þau réttindi sem Barnasáttmáli SÞ veitir þeim? Hvers vegna eru stjórnvöld hætt að nenna? Hvers vegna er ekki einn ráðherra, eitt ráðuneyti eða ein stofnun með yfirsýn yfir farsæld barna svo það náist einhver raunverulegur árangur? Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. (1) https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2022/05/06/Rikisstjornin-samthykkir-motvaegisadgerdir-vegna-verdbolgu/ (2) https://visar.hagstofa.is/felagsvisar/ (3) https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=2945 (4) https://www.umbodsmadur.is/alit-og-bref/mal/nr/9053/skoda/mal (5) MMR18070054 (6) https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/03/28/Viljayfirlysing-undirritud-um-throun-a-lausnum-a-rafraenu-adgengi-fyrir-fatlad-folk/ (7) https://www.visir.is/g/20232405637d/brotid-gegn-barni-sem-var-flutt-i-einveruherbergi (8) https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=153&mnr=922
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar