Elvar skoraði sex af 28 mörkum Ribe-Esbjerg í leiknum sem lauk með tveggja marka sigri, 28-26.
Í sama riðli úrslitakeppninnar sem nú er tekin við í Danmörku var enginn Aron Pálmarsson í liði Álaborgar sem þurfti að sætta sig við tap gegn Skjern í dag, 33-30.
Sigurinn þýðir að Álaborg og Skjern hafa sætaskipti í A-riðli. Skjern situr nú á toppi riðilsins með 6 stig, Álaborg er þar á eftir í 2. sæti með fimm stig á meðan að Elvar og félagar í Ribe-Esbjerg verma 3. sætið og eru með 3 stig.