Ritstjóri rekinn vegna „gervigreindarviðtalsins“ við Schumacher Kjartan Kjartansson skrifar 23. apríl 2023 08:42 Meint viðtal Die Aktuelle við Michael Schumacher var kynnt sem það fyrsta frá því að hann hlaut alvarlegan heilaskaða í desember árið 2013. Hér sést Schumacher rúmu ári fyrir slysið á blaðamannafundi fyrir japanska kappaksturinn. AP/Itsuo Inouye Útgefandi þýsks tímarits sem birti uppdiktað viðtal við Michael Schumacher rak ritstjóra sinn og bað fjölskyldu margfalda Formúlu 1-meistarans afsökunar. Fjölskyldan sagðist ætla að stefna tímaritinu vegna greinarinnar í síðustu viku. Slúðurtímaritið Die Aktuelle birti forsíðugrein sem það hélt fram að væri viðtal við Schumacher. Ökuþórinn hefur ekki sést eða tjáð sig opinberlega frá því að hann varð fyrir alvarlegum heilaskaða í skíðaslysi í frönsku Ölpunum fyrir að verða tíu árum. Tilvitnanir sem voru hafðar eftir Schumacher í tímaritinu voru í reynd afurð gervigreindarlíkans. Í greininni sagði að tilvitnanirnir hljómuðu „furðulega raunverulagar“. Fjölmiðlafélagið Funke, eigandi Die Aktuelle, bað fjölskylduna afsökunar í yfirlýsingu sem það birti á vefsíðu sinni í gær, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Þessi smekklausa og villandi grein hefði aldrei átt að birtast. Hún stenst á engan hátt þau viðmið um blaðamennsku sem við höfum og lesendur okkar búist við af útgefanda eins og Funke,“ var haft eftir Biöncu Pohlmann, forstöðumanni tímaritaútgáfu félagsins. Félagið rak jafnframt Anne Hoffmann sem hafði verið ritstjóri Die Aktuelle frá 2009. Uppsögn hennar tók gildi samstundis. Fjölskylda Schumacher forðast sviðsljósið að miklu leyti og hefur látið lítið uppi um ástand hans. Aðeins hans nánustu fá að hitta hann. Fjölmiðlar Þýskaland Akstursíþróttir Gervigreind Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira
Slúðurtímaritið Die Aktuelle birti forsíðugrein sem það hélt fram að væri viðtal við Schumacher. Ökuþórinn hefur ekki sést eða tjáð sig opinberlega frá því að hann varð fyrir alvarlegum heilaskaða í skíðaslysi í frönsku Ölpunum fyrir að verða tíu árum. Tilvitnanir sem voru hafðar eftir Schumacher í tímaritinu voru í reynd afurð gervigreindarlíkans. Í greininni sagði að tilvitnanirnir hljómuðu „furðulega raunverulagar“. Fjölmiðlafélagið Funke, eigandi Die Aktuelle, bað fjölskylduna afsökunar í yfirlýsingu sem það birti á vefsíðu sinni í gær, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Þessi smekklausa og villandi grein hefði aldrei átt að birtast. Hún stenst á engan hátt þau viðmið um blaðamennsku sem við höfum og lesendur okkar búist við af útgefanda eins og Funke,“ var haft eftir Biöncu Pohlmann, forstöðumanni tímaritaútgáfu félagsins. Félagið rak jafnframt Anne Hoffmann sem hafði verið ritstjóri Die Aktuelle frá 2009. Uppsögn hennar tók gildi samstundis. Fjölskylda Schumacher forðast sviðsljósið að miklu leyti og hefur látið lítið uppi um ástand hans. Aðeins hans nánustu fá að hitta hann.
Fjölmiðlar Þýskaland Akstursíþróttir Gervigreind Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira