Neytendastofa slær á fingur Origo Máni Snær Þorláksson skrifar 21. apríl 2023 23:31 Neytendastofa bannar Origo að nota fullyrðinguna í markaðsefni sínu. Vísir/Hanna/Vilhelm Neytendastofa hefur bannað Origo hf. að nota fullyrðinguna „besta noise cancellation í heimi“ í markaðsefni um Bose heyrnartól sem fyrirtækið selur. Stofnunin taldi gögn sem Origo lagði fram sér til stuðnings ekki ná að sanna jafn afdráttarlausa fullyrðingu og þá sem um ræðir. Ábending um markaðssetningu Origo á Bose QuietComfort II heyrnartólum barst Neytendastofu þann 20. október í fyrra. Þar var stofnuninni bent á að Origo hafi birt fullyrðingar um að heyrnartólin væru með „besta noise cancellation í heimi.“ Í kjölfarið sendi Neytendastofa Origo bréf þar sem meðal annars var vísað til laga sem fjalla um skyldu fyrirtækja til að geta sannað fullyrðingar sem fram koma í auglýsingum þeirra. Geti fyrirtæki ekki sannað fullyrðingarnar geti þær verið til þess fallnar að brjóta gegn ákvæðum í lögunum. Þá óskaði stofnunin eftir skýringum eða athugasemdum frá Origo vegna þessa. Heyrnartólin sem um ræðir.Skjáskot Niðurstaða rannsóknar hafi verið afgerandi Nokkrum dögum síðar barst Neytendastofu svar frá Origo. Þar kom fram að félagið telji sig ekki hafa brotið gegn lögum með fullyrðingunni. Bent var á að fyrir aftan umrædda fullyrðingu hafi verið að finna stjörnu sem vísi í texta sem jafnframt komi fram í auglýsingunni. Þar hafi komið fram að fullyrðingin væri samkvæmt rannsókn löggilts úttektaraðila. Í bréfinu frá Origo var einnig að finna samantekt úr niðurstöðu rannsóknarinnar sem um ræðir. Origo vísaði til þess að niðurstaða rannsóknarinnar hafi verið afgerandi, umrædd heyrnartól frá Bose hafi verið með bestu hljóðdeyfinguna (e. noise cancellation) af þeim heyrnartólum sem voru prófuð. Á vefsíðu Origo stendur í dag að heyrnartólin séu útbúin „bestu noise cancelling tækni í heimi.“Skjáskot rrrrrrÞessi rannsókn hafi verið gerð á meðal heyrnartóla frá fremstu framleiðendum slíkra heyrnartóla. Rannsóknin hafi ekki byggt á matskenndum skoðunum einstaklinga, hún hafi farið fram á rannsóknarstofu þar sem hljóðdeyfingin var prófuð með viðurkenndum aðferðum. Rannsóknin hafi verið gerð á meðal heyrnartóla frá fremstu framleiðendum slíkra heyrnartóla á markaðnum. Hún byggi ekki á matskenndum skoðunum einstaklinga heldur sé um að ræða nákvæma rannsókn sem hafi farið fram á rannsóknarstofu þar sem hljóðdeyfingin hafi verið prófuð með viðurkenndum aðferðum. Þá benti Origo á að Bose, fyrirtækið sem framleiðir umrædd heyrnartól, hafi notað umrædda fullyrðingu í sínu markaðsefni. Banna Origo að nota fullyrðinguna Neytendastofa komst þó að þeirri niðurstöðu að það væri ekki í lagi fyrir Origo að nota þessa fullyrðingu í markaðsefni sínu. Stofnunin ákvarðaði að Origo hafi brotið gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. „Með vísan til 2. mgr. 21. gr. c. laga nr. 57/2005, um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, bannar Neytendastofa Origo hf. að viðhafa framangreinda viðskiptahætti. Bannið tekur gildi frá dagsetningu ákvörðunar þessarar,“ segir í lok ákvörðunar stofnunarinnar. Neytendur Tækni Origo Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Sjá meira
Ábending um markaðssetningu Origo á Bose QuietComfort II heyrnartólum barst Neytendastofu þann 20. október í fyrra. Þar var stofnuninni bent á að Origo hafi birt fullyrðingar um að heyrnartólin væru með „besta noise cancellation í heimi.“ Í kjölfarið sendi Neytendastofa Origo bréf þar sem meðal annars var vísað til laga sem fjalla um skyldu fyrirtækja til að geta sannað fullyrðingar sem fram koma í auglýsingum þeirra. Geti fyrirtæki ekki sannað fullyrðingarnar geti þær verið til þess fallnar að brjóta gegn ákvæðum í lögunum. Þá óskaði stofnunin eftir skýringum eða athugasemdum frá Origo vegna þessa. Heyrnartólin sem um ræðir.Skjáskot Niðurstaða rannsóknar hafi verið afgerandi Nokkrum dögum síðar barst Neytendastofu svar frá Origo. Þar kom fram að félagið telji sig ekki hafa brotið gegn lögum með fullyrðingunni. Bent var á að fyrir aftan umrædda fullyrðingu hafi verið að finna stjörnu sem vísi í texta sem jafnframt komi fram í auglýsingunni. Þar hafi komið fram að fullyrðingin væri samkvæmt rannsókn löggilts úttektaraðila. Í bréfinu frá Origo var einnig að finna samantekt úr niðurstöðu rannsóknarinnar sem um ræðir. Origo vísaði til þess að niðurstaða rannsóknarinnar hafi verið afgerandi, umrædd heyrnartól frá Bose hafi verið með bestu hljóðdeyfinguna (e. noise cancellation) af þeim heyrnartólum sem voru prófuð. Á vefsíðu Origo stendur í dag að heyrnartólin séu útbúin „bestu noise cancelling tækni í heimi.“Skjáskot rrrrrrÞessi rannsókn hafi verið gerð á meðal heyrnartóla frá fremstu framleiðendum slíkra heyrnartóla. Rannsóknin hafi ekki byggt á matskenndum skoðunum einstaklinga, hún hafi farið fram á rannsóknarstofu þar sem hljóðdeyfingin var prófuð með viðurkenndum aðferðum. Rannsóknin hafi verið gerð á meðal heyrnartóla frá fremstu framleiðendum slíkra heyrnartóla á markaðnum. Hún byggi ekki á matskenndum skoðunum einstaklinga heldur sé um að ræða nákvæma rannsókn sem hafi farið fram á rannsóknarstofu þar sem hljóðdeyfingin hafi verið prófuð með viðurkenndum aðferðum. Þá benti Origo á að Bose, fyrirtækið sem framleiðir umrædd heyrnartól, hafi notað umrædda fullyrðingu í sínu markaðsefni. Banna Origo að nota fullyrðinguna Neytendastofa komst þó að þeirri niðurstöðu að það væri ekki í lagi fyrir Origo að nota þessa fullyrðingu í markaðsefni sínu. Stofnunin ákvarðaði að Origo hafi brotið gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. „Með vísan til 2. mgr. 21. gr. c. laga nr. 57/2005, um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, bannar Neytendastofa Origo hf. að viðhafa framangreinda viðskiptahætti. Bannið tekur gildi frá dagsetningu ákvörðunar þessarar,“ segir í lok ákvörðunar stofnunarinnar.
Neytendur Tækni Origo Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Sjá meira