Segja HSÍ halda Val í gíslingu: „Þetta eru galin vinnubrögð“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. apríl 2023 13:20 Snorri Steinn Guðjónsson hefur tvisvar sinnum gert Val að Íslandsmeisturum. vísir/hulda margrét Munu ummæli Dags Sigurðssonar um forráðamenn HSÍ fæla erlenda þjálfara frá starfi landsliðsþjálfara Íslands? Þetta var meðal þess sem Arnar Daði Arnarsson og gestir hans veltu fyrir sér í Handkastinu. Þeir sögðu einnig að HSÍ héldi Val í gíslingu. Fyrr í vikunni fór Dagur í viðtal við Vísi sem hefur vakið mikla athygli. Þar bar hann forráðamönnum HSÍ ekki vel söguna, gagnrýndi þá fyrir fyrir slæleg vinnubrögð og samskiptaleysi og lýsti því yfir að hann hefði ekki lengur áhuga á að starfa fyrir þá. „Þetta var vísir að einhverju leikriti og ég skynjaði það mjög snemma, þegar ég var spurður hvort að við ættum ekki bara að hittast á kaffihúsi. Þá vissi maður nú að það væri ekki mikið á bakvið þetta og það kom í ljós á fundinum að þetta var bara eitthvað tjatt um daginn og veginn, og mér fannst þeir frekar uppteknir af því hvort að formaðurinn og framkvæmdastjórinn yrðu ekki örugglega áfram í fararstjórninni hjá landsliðinu. Ég var smá sjokkeraður og fannst þetta frekar skrýtið allt saman,“ sagði Dagur meðal annars. Dagur fór á fundinn, sem á endanum fór reyndar ekki fram á kaffihúsi, fyrir fimm vikum en hefur síðan ekkert heyrt í forráðamönnum HSÍ. Þeir ræddu einnig við Svíann Michael Apelgren og Snorra Stein Guðjónsson. Tíminn til að ráða þann fyrrnefnda er runninn út ákvæði í samningi hans við sænska félagið Sävehof, sem gerði honum kleift að taka við landsliði, rann út um síðustu mánaðamót. Svo virðist sem það sé vilji hjá HSÍ að ráða erlendan landsliðsþjálfara og meðal þeirra sem hafa verið nefndir í því samhengi eru Christian Berge, þjálfari Kolstad og fyrrverandi landsliðsþjálfari Noregs. Arnar Daði velti þeirri spurningu upp í Handkastinu hvort ummæli jafn stórs aðila í handboltaheiminum og Dags hefðu fælingarmátt í för með sér. „Ætli þessi orð Dags Sigurðssonar hafi áhrif á stöðu HSÍ til að finna topp þjálfara?“ sagði Arnar Daði. „Dagur varð Evrópumeistari með Þjóðverjum. Það var ekkert smá dæmi. Auðvitað munu erlendir þjálfarar hugsa sig um og heyra í Degi. En ég held að á endanum muni erlendur þjálfari aldrei þjálfa þetta lið,“ sagði Davíð Már Kristinsson sem var gestur Arnars Daða ásamt Hrannari Guðmundssyni. Sá síðastnefndi botnar lítið í vinnubrögðum HSÍ síðustu vikurnar. Bara möguleikar í neðsta flokki „Í byrjun, fyrir 5-6 vikum, var talað við Apelgren, Dag og Snorra. Hvaða nöfn hafa komið upp síðan, Christian Berge. Hvað var verið að gera í þessar fjórar vikur? Af hverju var ekki hringt í Snorra og Dag og sagt, við ætlum ekki að nota ykkur,“ sagði Hrannar. „Þeir eru búnir að segja óbeint að Dagur og Snorri séu ekki möguleikar nema þeir séu í lægsta flokki, ef allt klikkar. Þeir voru boðaðir á fund fyrir fimm viku.“ Snorri er samningsbundinn Val og Hrannar sagði að HSÍ hefði sett hann og félagið hans í erfiða stöðu. „Að halda Val í gíslingu. Hvenær verður hann ráðinn? Í júlí,“ sagði Hrannar. „Snorri verður að fá svör sem fyrst,“ bætti Davíð við. „Þetta eru galin vinnubrögð og það má ekki gleyma því að HSÍ eru félögin og þarna er HSÍ enn og aftur að skíta í heyið.“ Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Umræðan um landsliðið hefst á 50:00. Landslið karla í handbolta Handkastið Valur HSÍ Tengdar fréttir Dagur og Snorri voru til í að stýra landsliðinu saman Það hefur gengið hægt hjá forkólfum Handknattleikssambands Íslands að finna arftaka Guðmundar Guðmundssonar í starf landsliðsþjálfara karla. Stjórn sambandsins virðist hafa gefið sér góðan tíma í verkefnið en seinagangurinn hefur þegar orðið til þess að góðir kostir hafa verið útilokaðir. 19. apríl 2023 08:00 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira
Fyrr í vikunni fór Dagur í viðtal við Vísi sem hefur vakið mikla athygli. Þar bar hann forráðamönnum HSÍ ekki vel söguna, gagnrýndi þá fyrir fyrir slæleg vinnubrögð og samskiptaleysi og lýsti því yfir að hann hefði ekki lengur áhuga á að starfa fyrir þá. „Þetta var vísir að einhverju leikriti og ég skynjaði það mjög snemma, þegar ég var spurður hvort að við ættum ekki bara að hittast á kaffihúsi. Þá vissi maður nú að það væri ekki mikið á bakvið þetta og það kom í ljós á fundinum að þetta var bara eitthvað tjatt um daginn og veginn, og mér fannst þeir frekar uppteknir af því hvort að formaðurinn og framkvæmdastjórinn yrðu ekki örugglega áfram í fararstjórninni hjá landsliðinu. Ég var smá sjokkeraður og fannst þetta frekar skrýtið allt saman,“ sagði Dagur meðal annars. Dagur fór á fundinn, sem á endanum fór reyndar ekki fram á kaffihúsi, fyrir fimm vikum en hefur síðan ekkert heyrt í forráðamönnum HSÍ. Þeir ræddu einnig við Svíann Michael Apelgren og Snorra Stein Guðjónsson. Tíminn til að ráða þann fyrrnefnda er runninn út ákvæði í samningi hans við sænska félagið Sävehof, sem gerði honum kleift að taka við landsliði, rann út um síðustu mánaðamót. Svo virðist sem það sé vilji hjá HSÍ að ráða erlendan landsliðsþjálfara og meðal þeirra sem hafa verið nefndir í því samhengi eru Christian Berge, þjálfari Kolstad og fyrrverandi landsliðsþjálfari Noregs. Arnar Daði velti þeirri spurningu upp í Handkastinu hvort ummæli jafn stórs aðila í handboltaheiminum og Dags hefðu fælingarmátt í för með sér. „Ætli þessi orð Dags Sigurðssonar hafi áhrif á stöðu HSÍ til að finna topp þjálfara?“ sagði Arnar Daði. „Dagur varð Evrópumeistari með Þjóðverjum. Það var ekkert smá dæmi. Auðvitað munu erlendir þjálfarar hugsa sig um og heyra í Degi. En ég held að á endanum muni erlendur þjálfari aldrei þjálfa þetta lið,“ sagði Davíð Már Kristinsson sem var gestur Arnars Daða ásamt Hrannari Guðmundssyni. Sá síðastnefndi botnar lítið í vinnubrögðum HSÍ síðustu vikurnar. Bara möguleikar í neðsta flokki „Í byrjun, fyrir 5-6 vikum, var talað við Apelgren, Dag og Snorra. Hvaða nöfn hafa komið upp síðan, Christian Berge. Hvað var verið að gera í þessar fjórar vikur? Af hverju var ekki hringt í Snorra og Dag og sagt, við ætlum ekki að nota ykkur,“ sagði Hrannar. „Þeir eru búnir að segja óbeint að Dagur og Snorri séu ekki möguleikar nema þeir séu í lægsta flokki, ef allt klikkar. Þeir voru boðaðir á fund fyrir fimm viku.“ Snorri er samningsbundinn Val og Hrannar sagði að HSÍ hefði sett hann og félagið hans í erfiða stöðu. „Að halda Val í gíslingu. Hvenær verður hann ráðinn? Í júlí,“ sagði Hrannar. „Snorri verður að fá svör sem fyrst,“ bætti Davíð við. „Þetta eru galin vinnubrögð og það má ekki gleyma því að HSÍ eru félögin og þarna er HSÍ enn og aftur að skíta í heyið.“ Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Umræðan um landsliðið hefst á 50:00.
Landslið karla í handbolta Handkastið Valur HSÍ Tengdar fréttir Dagur og Snorri voru til í að stýra landsliðinu saman Það hefur gengið hægt hjá forkólfum Handknattleikssambands Íslands að finna arftaka Guðmundar Guðmundssonar í starf landsliðsþjálfara karla. Stjórn sambandsins virðist hafa gefið sér góðan tíma í verkefnið en seinagangurinn hefur þegar orðið til þess að góðir kostir hafa verið útilokaðir. 19. apríl 2023 08:00 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira
Dagur og Snorri voru til í að stýra landsliðinu saman Það hefur gengið hægt hjá forkólfum Handknattleikssambands Íslands að finna arftaka Guðmundar Guðmundssonar í starf landsliðsþjálfara karla. Stjórn sambandsins virðist hafa gefið sér góðan tíma í verkefnið en seinagangurinn hefur þegar orðið til þess að góðir kostir hafa verið útilokaðir. 19. apríl 2023 08:00