Léttir að þessum kafla sé lokið Fanndís Birna Logadóttir skrifar 20. apríl 2023 19:16 Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitastjóri segir að leggja þurfi aukinn þunga í verndandi argerð. Aðsend Riðusmitað fé sem var aflífað á bænum Syðri-Urriðaá á þriðjudag var loks urðað í dag eftir miklar deilur um staðsetningu. Sveitarstjóri segir það létti að þessum kafla sé lokið, þó að enginn sé sáttur við urðun. Nú þurfi að safna kröftum fyrir næsta fasa. Rúmlega 700 kindur voru aflífaðar á bænum á þriðjudag en ljóst var um helgina að urða þyrfti hræin þar sem brennsluofn sorpeyðingarfyrirtækisins Kölku var ekki tiltækur. Upprunalega stóð til að urða hræin á jörð Lækjamóts, sem er í öðru sóttvarnarhólfi, en bændur þar hættu við eftir aðkast frá sveitungum. Sjötíu tonn urðuð Í gærkvöldi lá annar staður fyrir en sá er í Miðfjarðarhólfi, þar sem riðan kom upp, á stað þar sem sauðfjárrækt er ekki til staðar. Matvælastofnun vill ekki gefa nákvæma staðsetningu upp að svo stöddu en búið var að urða hræin, alls um 70 tonn, síðdegis í dag. Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitastjóri í Húnaþingi vestra, segir það létti að málið hafi verið leyst. „Það lögðust allir á eitt þessa síðustu klukkutíma við að leysa þetta mál og ég verð öllu því fólki sem kom að því ævinlega þakklát. Það verður að segjast að það er enginn ánægður með að féð hafi verið urðað en þetta var bara það eina í stöðunni því miður,“ segir Unnur. „Þetta á ekki að koma fyrir aftur“ Enn á eftir að aflífa og taka sýni úr um 20 öðrum gripum sem komu frá bænum en það verður gert á næstunni. Verkefnið er því ekki búið, margir bændur eru í óvissu og uggandi um framhaldið. „Við söfnum kröftum núna í einhverja daga og höldum áfram að hlúa að okkar fólki sem að varð fyrir þessu áfalli. Svo förum við bara í það að leggjast á árar með öðrum til að knýja á um nauðsynlegar breytingar á reglugerðinni þannig það þurfi ekkert samfélag að standa í því sem við höfum verið að standa í undanfarna daga og vikur,“ segir Unnur. Einnig þurfi að leggja aukinn þunga í verndandi argerð, svo hægt sé að rækta upp stofn án riðu, og skoða hvernig úrgangsmálum er háttað, í ljósi reynslunnar. „Þetta á ekki að þurfa að koma fyrir aftur. Við munum leggja okkur öll fram við að það verði ekki á landinu öllu og ég veit að það eru margir til í að taka það samtal með okkur,“ segir Unnur. Riða í Miðfirði Dýraheilbrigði Húnaþing vestra Tengdar fréttir Urðunarstaður fundinn en verður haldið leyndum í bili Búið er að finna urðunarstað fyrir féð sem var aflífað á Syðri-Urriðaá í vikunni vegna riðu og stendur til að ljúka aðgerðum í dag að sögn yfirdýralæknis Matvælastofnunar. Íbúar og bændur í Miðfirði hafa sagst mjög óánægðir með málið en yfirdýralæknir segir það skiljanlegt þar sem miklar tilfinningar ráða för. 20. apríl 2023 11:31 Urðun kinda örþrifaráð og förgunarkerfið alltof veikt Urðun riðusmitaðra kinda er alger neyðarrástöfum, segir forstjóri Umhverfisstofnunar. Engar aðrar lausnir séu í sjónmáli. Kerfið sem eigi að halda utan um förgun úrgangs sé alltof veikt, það hafi undanfarnir dagar sýnt. 19. apríl 2023 20:25 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Sjá meira
Rúmlega 700 kindur voru aflífaðar á bænum á þriðjudag en ljóst var um helgina að urða þyrfti hræin þar sem brennsluofn sorpeyðingarfyrirtækisins Kölku var ekki tiltækur. Upprunalega stóð til að urða hræin á jörð Lækjamóts, sem er í öðru sóttvarnarhólfi, en bændur þar hættu við eftir aðkast frá sveitungum. Sjötíu tonn urðuð Í gærkvöldi lá annar staður fyrir en sá er í Miðfjarðarhólfi, þar sem riðan kom upp, á stað þar sem sauðfjárrækt er ekki til staðar. Matvælastofnun vill ekki gefa nákvæma staðsetningu upp að svo stöddu en búið var að urða hræin, alls um 70 tonn, síðdegis í dag. Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitastjóri í Húnaþingi vestra, segir það létti að málið hafi verið leyst. „Það lögðust allir á eitt þessa síðustu klukkutíma við að leysa þetta mál og ég verð öllu því fólki sem kom að því ævinlega þakklát. Það verður að segjast að það er enginn ánægður með að féð hafi verið urðað en þetta var bara það eina í stöðunni því miður,“ segir Unnur. „Þetta á ekki að koma fyrir aftur“ Enn á eftir að aflífa og taka sýni úr um 20 öðrum gripum sem komu frá bænum en það verður gert á næstunni. Verkefnið er því ekki búið, margir bændur eru í óvissu og uggandi um framhaldið. „Við söfnum kröftum núna í einhverja daga og höldum áfram að hlúa að okkar fólki sem að varð fyrir þessu áfalli. Svo förum við bara í það að leggjast á árar með öðrum til að knýja á um nauðsynlegar breytingar á reglugerðinni þannig það þurfi ekkert samfélag að standa í því sem við höfum verið að standa í undanfarna daga og vikur,“ segir Unnur. Einnig þurfi að leggja aukinn þunga í verndandi argerð, svo hægt sé að rækta upp stofn án riðu, og skoða hvernig úrgangsmálum er háttað, í ljósi reynslunnar. „Þetta á ekki að þurfa að koma fyrir aftur. Við munum leggja okkur öll fram við að það verði ekki á landinu öllu og ég veit að það eru margir til í að taka það samtal með okkur,“ segir Unnur.
Riða í Miðfirði Dýraheilbrigði Húnaþing vestra Tengdar fréttir Urðunarstaður fundinn en verður haldið leyndum í bili Búið er að finna urðunarstað fyrir féð sem var aflífað á Syðri-Urriðaá í vikunni vegna riðu og stendur til að ljúka aðgerðum í dag að sögn yfirdýralæknis Matvælastofnunar. Íbúar og bændur í Miðfirði hafa sagst mjög óánægðir með málið en yfirdýralæknir segir það skiljanlegt þar sem miklar tilfinningar ráða för. 20. apríl 2023 11:31 Urðun kinda örþrifaráð og förgunarkerfið alltof veikt Urðun riðusmitaðra kinda er alger neyðarrástöfum, segir forstjóri Umhverfisstofnunar. Engar aðrar lausnir séu í sjónmáli. Kerfið sem eigi að halda utan um förgun úrgangs sé alltof veikt, það hafi undanfarnir dagar sýnt. 19. apríl 2023 20:25 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Sjá meira
Urðunarstaður fundinn en verður haldið leyndum í bili Búið er að finna urðunarstað fyrir féð sem var aflífað á Syðri-Urriðaá í vikunni vegna riðu og stendur til að ljúka aðgerðum í dag að sögn yfirdýralæknis Matvælastofnunar. Íbúar og bændur í Miðfirði hafa sagst mjög óánægðir með málið en yfirdýralæknir segir það skiljanlegt þar sem miklar tilfinningar ráða för. 20. apríl 2023 11:31
Urðun kinda örþrifaráð og förgunarkerfið alltof veikt Urðun riðusmitaðra kinda er alger neyðarrástöfum, segir forstjóri Umhverfisstofnunar. Engar aðrar lausnir séu í sjónmáli. Kerfið sem eigi að halda utan um förgun úrgangs sé alltof veikt, það hafi undanfarnir dagar sýnt. 19. apríl 2023 20:25