Léttir að þessum kafla sé lokið Fanndís Birna Logadóttir skrifar 20. apríl 2023 19:16 Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitastjóri segir að leggja þurfi aukinn þunga í verndandi argerð. Aðsend Riðusmitað fé sem var aflífað á bænum Syðri-Urriðaá á þriðjudag var loks urðað í dag eftir miklar deilur um staðsetningu. Sveitarstjóri segir það létti að þessum kafla sé lokið, þó að enginn sé sáttur við urðun. Nú þurfi að safna kröftum fyrir næsta fasa. Rúmlega 700 kindur voru aflífaðar á bænum á þriðjudag en ljóst var um helgina að urða þyrfti hræin þar sem brennsluofn sorpeyðingarfyrirtækisins Kölku var ekki tiltækur. Upprunalega stóð til að urða hræin á jörð Lækjamóts, sem er í öðru sóttvarnarhólfi, en bændur þar hættu við eftir aðkast frá sveitungum. Sjötíu tonn urðuð Í gærkvöldi lá annar staður fyrir en sá er í Miðfjarðarhólfi, þar sem riðan kom upp, á stað þar sem sauðfjárrækt er ekki til staðar. Matvælastofnun vill ekki gefa nákvæma staðsetningu upp að svo stöddu en búið var að urða hræin, alls um 70 tonn, síðdegis í dag. Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitastjóri í Húnaþingi vestra, segir það létti að málið hafi verið leyst. „Það lögðust allir á eitt þessa síðustu klukkutíma við að leysa þetta mál og ég verð öllu því fólki sem kom að því ævinlega þakklát. Það verður að segjast að það er enginn ánægður með að féð hafi verið urðað en þetta var bara það eina í stöðunni því miður,“ segir Unnur. „Þetta á ekki að koma fyrir aftur“ Enn á eftir að aflífa og taka sýni úr um 20 öðrum gripum sem komu frá bænum en það verður gert á næstunni. Verkefnið er því ekki búið, margir bændur eru í óvissu og uggandi um framhaldið. „Við söfnum kröftum núna í einhverja daga og höldum áfram að hlúa að okkar fólki sem að varð fyrir þessu áfalli. Svo förum við bara í það að leggjast á árar með öðrum til að knýja á um nauðsynlegar breytingar á reglugerðinni þannig það þurfi ekkert samfélag að standa í því sem við höfum verið að standa í undanfarna daga og vikur,“ segir Unnur. Einnig þurfi að leggja aukinn þunga í verndandi argerð, svo hægt sé að rækta upp stofn án riðu, og skoða hvernig úrgangsmálum er háttað, í ljósi reynslunnar. „Þetta á ekki að þurfa að koma fyrir aftur. Við munum leggja okkur öll fram við að það verði ekki á landinu öllu og ég veit að það eru margir til í að taka það samtal með okkur,“ segir Unnur. Riða í Miðfirði Dýraheilbrigði Húnaþing vestra Tengdar fréttir Urðunarstaður fundinn en verður haldið leyndum í bili Búið er að finna urðunarstað fyrir féð sem var aflífað á Syðri-Urriðaá í vikunni vegna riðu og stendur til að ljúka aðgerðum í dag að sögn yfirdýralæknis Matvælastofnunar. Íbúar og bændur í Miðfirði hafa sagst mjög óánægðir með málið en yfirdýralæknir segir það skiljanlegt þar sem miklar tilfinningar ráða för. 20. apríl 2023 11:31 Urðun kinda örþrifaráð og förgunarkerfið alltof veikt Urðun riðusmitaðra kinda er alger neyðarrástöfum, segir forstjóri Umhverfisstofnunar. Engar aðrar lausnir séu í sjónmáli. Kerfið sem eigi að halda utan um förgun úrgangs sé alltof veikt, það hafi undanfarnir dagar sýnt. 19. apríl 2023 20:25 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Rúmlega 700 kindur voru aflífaðar á bænum á þriðjudag en ljóst var um helgina að urða þyrfti hræin þar sem brennsluofn sorpeyðingarfyrirtækisins Kölku var ekki tiltækur. Upprunalega stóð til að urða hræin á jörð Lækjamóts, sem er í öðru sóttvarnarhólfi, en bændur þar hættu við eftir aðkast frá sveitungum. Sjötíu tonn urðuð Í gærkvöldi lá annar staður fyrir en sá er í Miðfjarðarhólfi, þar sem riðan kom upp, á stað þar sem sauðfjárrækt er ekki til staðar. Matvælastofnun vill ekki gefa nákvæma staðsetningu upp að svo stöddu en búið var að urða hræin, alls um 70 tonn, síðdegis í dag. Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitastjóri í Húnaþingi vestra, segir það létti að málið hafi verið leyst. „Það lögðust allir á eitt þessa síðustu klukkutíma við að leysa þetta mál og ég verð öllu því fólki sem kom að því ævinlega þakklát. Það verður að segjast að það er enginn ánægður með að féð hafi verið urðað en þetta var bara það eina í stöðunni því miður,“ segir Unnur. „Þetta á ekki að koma fyrir aftur“ Enn á eftir að aflífa og taka sýni úr um 20 öðrum gripum sem komu frá bænum en það verður gert á næstunni. Verkefnið er því ekki búið, margir bændur eru í óvissu og uggandi um framhaldið. „Við söfnum kröftum núna í einhverja daga og höldum áfram að hlúa að okkar fólki sem að varð fyrir þessu áfalli. Svo förum við bara í það að leggjast á árar með öðrum til að knýja á um nauðsynlegar breytingar á reglugerðinni þannig það þurfi ekkert samfélag að standa í því sem við höfum verið að standa í undanfarna daga og vikur,“ segir Unnur. Einnig þurfi að leggja aukinn þunga í verndandi argerð, svo hægt sé að rækta upp stofn án riðu, og skoða hvernig úrgangsmálum er háttað, í ljósi reynslunnar. „Þetta á ekki að þurfa að koma fyrir aftur. Við munum leggja okkur öll fram við að það verði ekki á landinu öllu og ég veit að það eru margir til í að taka það samtal með okkur,“ segir Unnur.
Riða í Miðfirði Dýraheilbrigði Húnaþing vestra Tengdar fréttir Urðunarstaður fundinn en verður haldið leyndum í bili Búið er að finna urðunarstað fyrir féð sem var aflífað á Syðri-Urriðaá í vikunni vegna riðu og stendur til að ljúka aðgerðum í dag að sögn yfirdýralæknis Matvælastofnunar. Íbúar og bændur í Miðfirði hafa sagst mjög óánægðir með málið en yfirdýralæknir segir það skiljanlegt þar sem miklar tilfinningar ráða för. 20. apríl 2023 11:31 Urðun kinda örþrifaráð og förgunarkerfið alltof veikt Urðun riðusmitaðra kinda er alger neyðarrástöfum, segir forstjóri Umhverfisstofnunar. Engar aðrar lausnir séu í sjónmáli. Kerfið sem eigi að halda utan um förgun úrgangs sé alltof veikt, það hafi undanfarnir dagar sýnt. 19. apríl 2023 20:25 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Urðunarstaður fundinn en verður haldið leyndum í bili Búið er að finna urðunarstað fyrir féð sem var aflífað á Syðri-Urriðaá í vikunni vegna riðu og stendur til að ljúka aðgerðum í dag að sögn yfirdýralæknis Matvælastofnunar. Íbúar og bændur í Miðfirði hafa sagst mjög óánægðir með málið en yfirdýralæknir segir það skiljanlegt þar sem miklar tilfinningar ráða för. 20. apríl 2023 11:31
Urðun kinda örþrifaráð og förgunarkerfið alltof veikt Urðun riðusmitaðra kinda er alger neyðarrástöfum, segir forstjóri Umhverfisstofnunar. Engar aðrar lausnir séu í sjónmáli. Kerfið sem eigi að halda utan um förgun úrgangs sé alltof veikt, það hafi undanfarnir dagar sýnt. 19. apríl 2023 20:25