Höfum ekki áhuga á að fara í sumarfrí strax Ester Ósk Árnadóttir skrifar 20. apríl 2023 19:17 Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, var ánægður með sigurinn Vísir/Hulda Margrét „Þetta var okkar langbesti leikur í vetur“, sagði Andri Snær Stefánsson þjálfari KA/Þór eftir 14 marka sigur á Stjörnunni norður á Akureyri í dag í öðrum leik liðanna í úrslitakeppninni en leikurinn endaði 34 - 18 og var sigur heimakvenna aldrei í hættu. „Það besta var í dag að við náðum að spila mjög heilsteyptan leik í 60 mínútur. Við tikkuðum í öll boxin í leiknum í dag, ég er ótrúlega stoltur af liðinu eftir þessa frammistöðu.“ Stjarnan vann fimm marka sigur í síðasta leik og því þurfti KA/Þór að vinna í dag. „Við vorum með bakið upp við vegg fyrir þennan leik og vissum að við þyrftum að mæta tilbúnar í þetta verkefni. Við höfum engan áhuga á því að fara í sumarfrí strax.“ KA/Þór mæti af miklum krafti inn í leikinn og þegar korter var búið af leiknum var staðan 9-1. „Við vissum að við værum að mæta góðu Stjörnuliði en svona er þetta stundum í úrslitakeppni. Það er oft þannig að það kemur eitthvað móment hjá öðru liðinu, við höfum séð það í mörg ár. Þetta hitti okkar megin í dag, vörn og markvarsla frábær. Við unnum þann slag og það er það sem skóp sigurinn í dag.“ Vörn og markvarsla var frábær hjá heimakonum frá upphafi. Matea Lonac endið með 18 varða bolta. „Vörnin var einfaldlega sturluð hjá okkur, loksins náðum við að tengja þetta saman vörn og markvörslu. Matea Lonac er stórkostlegur markmaður. Hún er búin að vera að glíma lengi við höfuðmeiðsli og annað en í þessum ham þekki ég Mateu. Hún hjálpaði okkur líka yfir hjalla þar sem Stjörnukonur komust í hraðaupphlaup og annað. Stórkostlega leikur hjá henni og öllu liðinu.“ KA/Þór náði góðu forskoti frá upphafi og héldu því til enda sem er ekkert endilega auðvelt. „Við erum búnar að lenda í þessu áður í vetur að vera með þessa forystu og tapa henni niður þannig ég hamraði á því að við þyrftum að vera á tánum og halda áfram, sækja á markið og hafa sjálfstraust.“ Framundan er oddaleikur á milli liðana sem á að fara fram næstkomandi sunnudag kl. 15:00. „Þetta eru tvö hrikalega góð lið. Stjarnan er frábærlega þjálfað lið sem hitti ekki á daginn sinn í dag en við vitum það að það er allt eða ekkert aftur á sunnudaginn. Við ætlum að endurheimta orku og keyra þetta í gang.“ Andri var mjög ánægður með þau sem komu og studdu liðið í dag og vill fleiri leiki í KA heimilinu þetta vorið. „Ég er ótrúlega stoltur af öllu fólkinu sem mæti hér í dag og hjálpaði okkur. Við viljum spila fleiri leiki í KA heimilinu í vor.“ KA Þór Akureyri Handbolti Olís-deild kvenna Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Segir Liverpool besta lið heims Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira
„Það besta var í dag að við náðum að spila mjög heilsteyptan leik í 60 mínútur. Við tikkuðum í öll boxin í leiknum í dag, ég er ótrúlega stoltur af liðinu eftir þessa frammistöðu.“ Stjarnan vann fimm marka sigur í síðasta leik og því þurfti KA/Þór að vinna í dag. „Við vorum með bakið upp við vegg fyrir þennan leik og vissum að við þyrftum að mæta tilbúnar í þetta verkefni. Við höfum engan áhuga á því að fara í sumarfrí strax.“ KA/Þór mæti af miklum krafti inn í leikinn og þegar korter var búið af leiknum var staðan 9-1. „Við vissum að við værum að mæta góðu Stjörnuliði en svona er þetta stundum í úrslitakeppni. Það er oft þannig að það kemur eitthvað móment hjá öðru liðinu, við höfum séð það í mörg ár. Þetta hitti okkar megin í dag, vörn og markvarsla frábær. Við unnum þann slag og það er það sem skóp sigurinn í dag.“ Vörn og markvarsla var frábær hjá heimakonum frá upphafi. Matea Lonac endið með 18 varða bolta. „Vörnin var einfaldlega sturluð hjá okkur, loksins náðum við að tengja þetta saman vörn og markvörslu. Matea Lonac er stórkostlegur markmaður. Hún er búin að vera að glíma lengi við höfuðmeiðsli og annað en í þessum ham þekki ég Mateu. Hún hjálpaði okkur líka yfir hjalla þar sem Stjörnukonur komust í hraðaupphlaup og annað. Stórkostlega leikur hjá henni og öllu liðinu.“ KA/Þór náði góðu forskoti frá upphafi og héldu því til enda sem er ekkert endilega auðvelt. „Við erum búnar að lenda í þessu áður í vetur að vera með þessa forystu og tapa henni niður þannig ég hamraði á því að við þyrftum að vera á tánum og halda áfram, sækja á markið og hafa sjálfstraust.“ Framundan er oddaleikur á milli liðana sem á að fara fram næstkomandi sunnudag kl. 15:00. „Þetta eru tvö hrikalega góð lið. Stjarnan er frábærlega þjálfað lið sem hitti ekki á daginn sinn í dag en við vitum það að það er allt eða ekkert aftur á sunnudaginn. Við ætlum að endurheimta orku og keyra þetta í gang.“ Andri var mjög ánægður með þau sem komu og studdu liðið í dag og vill fleiri leiki í KA heimilinu þetta vorið. „Ég er ótrúlega stoltur af öllu fólkinu sem mæti hér í dag og hjálpaði okkur. Við viljum spila fleiri leiki í KA heimilinu í vor.“
KA Þór Akureyri Handbolti Olís-deild kvenna Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Segir Liverpool besta lið heims Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira