Sprengdu Starship eftir bilun í aðskilnaðarbúnaði Bjarki Sigurðsson skrifar 20. apríl 2023 11:09 Starship gæti farið út í geim í dag. Getty/Jonathan Newton Fyrirtækið SpaceX mun reyna aftur í dag að koma stærstu eldflaug sögunnar út í geim. Stefnt er að því að skjóta flauginni klukkan hálf tvö í dag. Uppfært kl 13:43: Það tókst að koma flauginni á loft en ekki tókst að aðskilja farið frá eldflauginni sjálfri. Ekki er víst hvort SpaceX hafi sprengt hana viljandi eftir að það mistókst eða ekki. Það virðist sem svo að þeir hafi gert það viljandi til að koma í veg fyrir að flaugin myndi falla til jarðar og springa þar. Geimskipið átti að losna frá eldflauginni og þjóta áfram út í geim. Eldflaugin átti að snúa við og lenda í sjónum. Aðskilnaðurinn átti sér ekki stað en eldflaugin virtist þrátt fyrir það vera að reyna að snúa við, áður en bæði eldflaugin og geimskipið sprungu í loft upp. Starship-kerfið samanstendur af gríðarstórri eldflaug og af um fimmtíu metra löngu geimfari sem ber nafnið Starship. Bæði stig kerfisins eru hönnuð til að geta verið notuð mjög hratt aftur, eins og SpaceX hefur gert með Falcon-eldflaugarnar. Flaugin er hluti af þróun SpaceX á fullkomlega endurnýtanlegri eldflaug. Með því er hægt að draga verulega úr kostnaði við geimskot og því framkvæma þau mun oftar en ella. Starship-kerfið samanstendur af gríðarstórri eldflaug og af um fimmtíu metra löngu geimfari sem ber nafnið Starship. Bæði stig kerfisins eru hönnuð til að geta verið notuð mjög hratt aftur, eins og SpaceX hefur gert með Falcon-eldflaugarnar. Stæðan er um 120 metra há. Super Heavy eldflaugin er búin 33 Raptor hreyflum sem brenna metan og fljótandi súrefni. Upphaflega átti að skjóta henni út í geim á mánudaginn í þessari viku en vegna vandræða með fyrsta stig kerfisins var hætt við geimskotið. Skotið í dag verður ákveðið tilraunaskot og hefur Elon Musk, eigandi SpaceX, sagt í viðtölum að meiri líkur séu á því að geimskotið misheppnist en ekki. Markmið starfsmanna SpaceX er því að læra eins mikið og mögulegt er af tilraunaskotinu, hvort sem það heppnast eða ekki. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá á 44:53 þegar flaugin fer af stað. Hún springur svo á 49:03. Eldflaugin á að snúa aftur til jarðar og stendur til að reyna að lenda henni, ef svo má segja, um þrjátíu kílómetra frá ströndum Texas-ríkis. Starship geimfarið mun hins vegar fara hring um jörðina í allt að 235 kílómetra hæð og á að falla í hafið norður af Havaí um níutíu mínútum eftir geimskotið. Tweets by SpaceX SpaceX Geimurinn Bandaríkin Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Uppfært kl 13:43: Það tókst að koma flauginni á loft en ekki tókst að aðskilja farið frá eldflauginni sjálfri. Ekki er víst hvort SpaceX hafi sprengt hana viljandi eftir að það mistókst eða ekki. Það virðist sem svo að þeir hafi gert það viljandi til að koma í veg fyrir að flaugin myndi falla til jarðar og springa þar. Geimskipið átti að losna frá eldflauginni og þjóta áfram út í geim. Eldflaugin átti að snúa við og lenda í sjónum. Aðskilnaðurinn átti sér ekki stað en eldflaugin virtist þrátt fyrir það vera að reyna að snúa við, áður en bæði eldflaugin og geimskipið sprungu í loft upp. Starship-kerfið samanstendur af gríðarstórri eldflaug og af um fimmtíu metra löngu geimfari sem ber nafnið Starship. Bæði stig kerfisins eru hönnuð til að geta verið notuð mjög hratt aftur, eins og SpaceX hefur gert með Falcon-eldflaugarnar. Flaugin er hluti af þróun SpaceX á fullkomlega endurnýtanlegri eldflaug. Með því er hægt að draga verulega úr kostnaði við geimskot og því framkvæma þau mun oftar en ella. Starship-kerfið samanstendur af gríðarstórri eldflaug og af um fimmtíu metra löngu geimfari sem ber nafnið Starship. Bæði stig kerfisins eru hönnuð til að geta verið notuð mjög hratt aftur, eins og SpaceX hefur gert með Falcon-eldflaugarnar. Stæðan er um 120 metra há. Super Heavy eldflaugin er búin 33 Raptor hreyflum sem brenna metan og fljótandi súrefni. Upphaflega átti að skjóta henni út í geim á mánudaginn í þessari viku en vegna vandræða með fyrsta stig kerfisins var hætt við geimskotið. Skotið í dag verður ákveðið tilraunaskot og hefur Elon Musk, eigandi SpaceX, sagt í viðtölum að meiri líkur séu á því að geimskotið misheppnist en ekki. Markmið starfsmanna SpaceX er því að læra eins mikið og mögulegt er af tilraunaskotinu, hvort sem það heppnast eða ekki. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá á 44:53 þegar flaugin fer af stað. Hún springur svo á 49:03. Eldflaugin á að snúa aftur til jarðar og stendur til að reyna að lenda henni, ef svo má segja, um þrjátíu kílómetra frá ströndum Texas-ríkis. Starship geimfarið mun hins vegar fara hring um jörðina í allt að 235 kílómetra hæð og á að falla í hafið norður af Havaí um níutíu mínútum eftir geimskotið. Tweets by SpaceX
SpaceX Geimurinn Bandaríkin Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira