Dönsuðu í sex klukkutíma til að safna fyrir vatnsdælum Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. apríl 2023 23:18 Það var mikið stuð og stemming hjá krökkunum í dansmaraþoninu. Aðsent Nemendur á miðstigi í Fossvogsskóla dönsuðu í sex klukkustundir til að safna fyrir vatnsdælum hjá Unicef. Börnin ætluðu upphaflega að safna fyrir þremur dælum en þau hafa nú safnað þrefalt hærri upphæð en þau ætluðu sér og það bætist enn í. Undanfarin tvö ár hefur Fossvogsskóli tekið þátt í alþjóðlegu Erasmus-verkefni sem er styrkt af Evrópusambandinu og snýr að vatni og ýmsum verkefnum tengdum því. Eftir verkefnavinnu og heimsóknir í samvinnuskóla erlendis komust börnin í Fossvogsskóla að þeirri niðurstöðu að aðgengi Íslendinga að vatni væri mjög gott og vatnið væri jafnframt sérstaklega hreint. Til að setja almennilegan endapunkt í verkefnið ákváðu nemendurnir í samráði við skólastjórnendur að safna fyrir þremur vatnsdælum hjá Unicef. Til að safna fyrir dælunum héldu börnin sex klukkustunda dansmaraþon með korters pásum á klukkutíma fresti og fengu aðstandendur og vini til að heita á sig. Útlitið dökkt í upphafi Fréttastofa hafði samband við Maríu Helen Eiðsdóttur, aðstoðarskólastjóra Fossvogsskóla, sem var nýkomin af dansgólfinu til að spyrja hana út í dansmaraþonið. Hún segir að hugmyndin að kaupum á vatnsdælum hafi sprottið í kjölfar Erasmus-verkefnisins. Hún hafi unnið þá hugmynd áfram með nemendaráði skólans og þau hafi endað með þá hugmynd „að hafa sex klukkutíma maraþon.“ Undir lok kvölds var kominn mikill svefngalsi í börnin.Aðsent „Krakkanir eru ellefu til þrettán ára, í fimmta til sjöunda bekk,“ segir María aðspurð um aldur barnanna sem dönsuðu í maraþoninu. Að sögn Maríu voru börnin orðin „þreytt og lúin en sjúklega glöð og ánægð og stolt af sjálfum sér“ þegar maraþoninu lauk. Þegar blaðamaður spurði hvort einhver hefði helst úr lestinni svaraði María neitandi en segir útlitið hafa verið dökkt í byrjun. „Þau héldu þetta út. Ég var pínulítið hrædd í byrjun af því þau fóru að dansa á fullri orku. Ég var hrædd um að þetta yrði búið klukkan átta og að þau myndu klára sig en þau stóðu sína plikt.“ „Eftir svona einn og hálfan tíma föttuðu þau að þau gætu ekki alveg verið á útopnu allan tímann. Þá fór aðeins að hægja á dansinum,“ segir María. Börnin hafi heldur ekki verið orðin úrvinda í lok kvölds heldur var miklu frekar svefngalsi í þeim. Safnað þrefalt meira en þau ætluðu sér „Við lögðum upp með að safna fyrir þremur dælum, alls 150 þúsund krónur. Vorum ekki viss hvað það myndu margir taka þátt,“ sagði María um upprunalegt markmið barnanna. Rétt fyrir lok dansmaraþonsins, klukkan hálf tíu, var hins vegar búið að safna 450 þúsundum, eða sem nemur níu dælum. Þegar María tilkynnti börnunum síðan um velgengnina ætlaði allt um koll að keyra segir hún. Börnin hafi öskrað af gleði og mörg þeirra fengið tár í augun. „Þetta var tilfinningarþrungin stund. Þau öskruðu af gleði,“ sagði María að lokum. Fólk má hafa samband við Fossvogsskóla og sérstaklega Maríu Helen í gegnum netfangið Maria.Helen.Eidsdottir@rvkskolar.is ef það vill styrkja verkefnið. Dans Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Krakkar Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Undanfarin tvö ár hefur Fossvogsskóli tekið þátt í alþjóðlegu Erasmus-verkefni sem er styrkt af Evrópusambandinu og snýr að vatni og ýmsum verkefnum tengdum því. Eftir verkefnavinnu og heimsóknir í samvinnuskóla erlendis komust börnin í Fossvogsskóla að þeirri niðurstöðu að aðgengi Íslendinga að vatni væri mjög gott og vatnið væri jafnframt sérstaklega hreint. Til að setja almennilegan endapunkt í verkefnið ákváðu nemendurnir í samráði við skólastjórnendur að safna fyrir þremur vatnsdælum hjá Unicef. Til að safna fyrir dælunum héldu börnin sex klukkustunda dansmaraþon með korters pásum á klukkutíma fresti og fengu aðstandendur og vini til að heita á sig. Útlitið dökkt í upphafi Fréttastofa hafði samband við Maríu Helen Eiðsdóttur, aðstoðarskólastjóra Fossvogsskóla, sem var nýkomin af dansgólfinu til að spyrja hana út í dansmaraþonið. Hún segir að hugmyndin að kaupum á vatnsdælum hafi sprottið í kjölfar Erasmus-verkefnisins. Hún hafi unnið þá hugmynd áfram með nemendaráði skólans og þau hafi endað með þá hugmynd „að hafa sex klukkutíma maraþon.“ Undir lok kvölds var kominn mikill svefngalsi í börnin.Aðsent „Krakkanir eru ellefu til þrettán ára, í fimmta til sjöunda bekk,“ segir María aðspurð um aldur barnanna sem dönsuðu í maraþoninu. Að sögn Maríu voru börnin orðin „þreytt og lúin en sjúklega glöð og ánægð og stolt af sjálfum sér“ þegar maraþoninu lauk. Þegar blaðamaður spurði hvort einhver hefði helst úr lestinni svaraði María neitandi en segir útlitið hafa verið dökkt í byrjun. „Þau héldu þetta út. Ég var pínulítið hrædd í byrjun af því þau fóru að dansa á fullri orku. Ég var hrædd um að þetta yrði búið klukkan átta og að þau myndu klára sig en þau stóðu sína plikt.“ „Eftir svona einn og hálfan tíma föttuðu þau að þau gætu ekki alveg verið á útopnu allan tímann. Þá fór aðeins að hægja á dansinum,“ segir María. Börnin hafi heldur ekki verið orðin úrvinda í lok kvölds heldur var miklu frekar svefngalsi í þeim. Safnað þrefalt meira en þau ætluðu sér „Við lögðum upp með að safna fyrir þremur dælum, alls 150 þúsund krónur. Vorum ekki viss hvað það myndu margir taka þátt,“ sagði María um upprunalegt markmið barnanna. Rétt fyrir lok dansmaraþonsins, klukkan hálf tíu, var hins vegar búið að safna 450 þúsundum, eða sem nemur níu dælum. Þegar María tilkynnti börnunum síðan um velgengnina ætlaði allt um koll að keyra segir hún. Börnin hafi öskrað af gleði og mörg þeirra fengið tár í augun. „Þetta var tilfinningarþrungin stund. Þau öskruðu af gleði,“ sagði María að lokum. Fólk má hafa samband við Fossvogsskóla og sérstaklega Maríu Helen í gegnum netfangið Maria.Helen.Eidsdottir@rvkskolar.is ef það vill styrkja verkefnið.
Dans Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Krakkar Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira