„Ég er bara orðlaus“ Hinrik Wöhler skrifar 19. apríl 2023 21:46 Einar Jónsson, þjálfari Fram. Vísir/Diego Einar Jónsson, þjálfari Fram, var langt niðri fyrir eftir eins marks tap sinna manna í Mosfellsbæ í kvöld. Tapið þýðir að Fram er á leið í sumarfrí eftir að hafa tapað í tvígang á móti Aftureldingu í 8-liða úrslitakeppni Olís-deildar karla. „Ég er bara orðlaus, við sýndum karakter og komum til baka. Við vorum búnir að grafa okkur eigin gröf fyrstu fimmtíu mínúturnar en við komum við afar sterkir til baka, en það skipti ekki máli í dag,“ sagði Einar eftir leikinn í Mosfellsbæ í kvöld. Fram skoraði aðeins tvö mörk á fyrstu átján mínútum leiksins og sóknarleikurinn framan af leik var tilviljunarkenndur. „Við vorum að brenna alltof mikið af dauðafærum en við vorum að skapa okkur ágætis færi. Við vitum að Afturelding spilar mjög sterka vörn og þetta kom okkur ekkert á óvart. Staðan var 6-2 og þeir voru búnir að skora úr öllum sínum skotum á meðan við vorum að brenna víti og dauðafæri.“ „Munurinn lá eiginlega þar eftir þessar átján mínútur og eiginlega saga okkar leiks. Ég veit ekki hvað við förum með, þrjú eða fjögur víti, og örugglega á annan tug dauðafæra. Það er dýrt í svona leik og sérstaklega þegar þú skorar ekki meira en 23 mörk. Hraðaupphlaup, dauðafæri, færi af línu og vítaköst og fleira í þeim dúr, þetta telur virkilega mikið og sennilega það sem varð okkur að falli í dag.“ Fram breytti um vörn um miðbik síðari hálfleiks og byrjaði leikurinn að snúast Frömurum í hag, en því miður fyrir gestina var það um seinan. „Örugglega mátti breyta því fyrr miðað við hvernig það gekk allavega, en planið var á einhverjum tímapunkti að gera þetta. Hvort við gerðum það nógu snemma er erfitt að segja, ef og hefði. Erfitt að svara þessu. Ég hef ekki hugmynd um það.“ Framarar eru á leið í sumarfrí og verður Einar við stjórnvölinn hjá karla- og kvennaliði Fram á næsta tímabili. Einar var þokkalega sáttur með tímabilið þrátt fyrir að endalokin voru ekki þau sem hann óskaði sér. „Við erum vonandi reynslunni ríkari og deildarkeppnin var nokkuð góð hjá okkur, að komast meðal efstu fjóra en það hefur ekki gerst í langan tíma. Þetta er bara búinn að vera fínn vetur en auðvitað ætluðum okkur stærri hluti í þessari úrslitakeppni. Við mættum frábæru liði og ég óska þeim góðs gengis í framhaldinu. Við lítum mjög björtum augum á framhaldið þó það sé erfitt að tala um það núna. Við erum búnir að styrkja hópinn og við verðum með þrusulið á næsta ári, það er á hreinu,“ sagði Einar að lokum. Handbolti Fram Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - Fram 24-23 | Mosfellingar í undanúrslit eftir annan spennutrylli Afturelding er komið í undanúrslit Olís deildar karla í handbolta eftir spennutrylli gegn Fram. Báðir leikir liðanna enduðu með minnsta mun en það er Afturelding sem fer áfram. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 19. apríl 2023 21:15 Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Fleiri fréttir „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Gaf tvær stoðsendingar í fyrri hálfleik þrátt fyrir að koma ekkert inn á „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ „Þeir eru ekki með lélega handboltamenn“ Engin óvænt tíðindi en stórsigrar á HM í kvöld Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Sjá meira
„Ég er bara orðlaus, við sýndum karakter og komum til baka. Við vorum búnir að grafa okkur eigin gröf fyrstu fimmtíu mínúturnar en við komum við afar sterkir til baka, en það skipti ekki máli í dag,“ sagði Einar eftir leikinn í Mosfellsbæ í kvöld. Fram skoraði aðeins tvö mörk á fyrstu átján mínútum leiksins og sóknarleikurinn framan af leik var tilviljunarkenndur. „Við vorum að brenna alltof mikið af dauðafærum en við vorum að skapa okkur ágætis færi. Við vitum að Afturelding spilar mjög sterka vörn og þetta kom okkur ekkert á óvart. Staðan var 6-2 og þeir voru búnir að skora úr öllum sínum skotum á meðan við vorum að brenna víti og dauðafæri.“ „Munurinn lá eiginlega þar eftir þessar átján mínútur og eiginlega saga okkar leiks. Ég veit ekki hvað við förum með, þrjú eða fjögur víti, og örugglega á annan tug dauðafæra. Það er dýrt í svona leik og sérstaklega þegar þú skorar ekki meira en 23 mörk. Hraðaupphlaup, dauðafæri, færi af línu og vítaköst og fleira í þeim dúr, þetta telur virkilega mikið og sennilega það sem varð okkur að falli í dag.“ Fram breytti um vörn um miðbik síðari hálfleiks og byrjaði leikurinn að snúast Frömurum í hag, en því miður fyrir gestina var það um seinan. „Örugglega mátti breyta því fyrr miðað við hvernig það gekk allavega, en planið var á einhverjum tímapunkti að gera þetta. Hvort við gerðum það nógu snemma er erfitt að segja, ef og hefði. Erfitt að svara þessu. Ég hef ekki hugmynd um það.“ Framarar eru á leið í sumarfrí og verður Einar við stjórnvölinn hjá karla- og kvennaliði Fram á næsta tímabili. Einar var þokkalega sáttur með tímabilið þrátt fyrir að endalokin voru ekki þau sem hann óskaði sér. „Við erum vonandi reynslunni ríkari og deildarkeppnin var nokkuð góð hjá okkur, að komast meðal efstu fjóra en það hefur ekki gerst í langan tíma. Þetta er bara búinn að vera fínn vetur en auðvitað ætluðum okkur stærri hluti í þessari úrslitakeppni. Við mættum frábæru liði og ég óska þeim góðs gengis í framhaldinu. Við lítum mjög björtum augum á framhaldið þó það sé erfitt að tala um það núna. Við erum búnir að styrkja hópinn og við verðum með þrusulið á næsta ári, það er á hreinu,“ sagði Einar að lokum.
Handbolti Fram Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - Fram 24-23 | Mosfellingar í undanúrslit eftir annan spennutrylli Afturelding er komið í undanúrslit Olís deildar karla í handbolta eftir spennutrylli gegn Fram. Báðir leikir liðanna enduðu með minnsta mun en það er Afturelding sem fer áfram. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 19. apríl 2023 21:15 Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Fleiri fréttir „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Gaf tvær stoðsendingar í fyrri hálfleik þrátt fyrir að koma ekkert inn á „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ „Þeir eru ekki með lélega handboltamenn“ Engin óvænt tíðindi en stórsigrar á HM í kvöld Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Sjá meira
Leik lokið: Afturelding - Fram 24-23 | Mosfellingar í undanúrslit eftir annan spennutrylli Afturelding er komið í undanúrslit Olís deildar karla í handbolta eftir spennutrylli gegn Fram. Báðir leikir liðanna enduðu með minnsta mun en það er Afturelding sem fer áfram. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 19. apríl 2023 21:15