Mikil fækkun umframdauðsfalla Kristinn Haukur Guðnason skrifar 19. apríl 2023 15:59 Dánartíðnin hefur verið mjög há á Íslandi en er nú loksins að lækka. Vilhelm Gunnarsson Umframdauðsföllum á Íslandi fækkaði mikið í febrúar eftir gríðarlega aukningu í desember og janúar. Um tíma voru umframdauðsföll hvergi meiri í allri Evrópu en á Íslandi, 29 prósent, en í febrúar var hlutfallið komið niður í 10,7 prósent. Umframdauðsföll eru reiknuð út frá meðaltali áranna 2016 til 2019 og heldur tölfræðistofnun Evrópusambandsins, Eurostat, utan um tölfræðina. Hefur þessi mælistika verið mikið í umræðunni í tengslum við Covid-19 faraldurinn. Sumir telja að tölfræðin sýni að andlát vegna covid hafi verið mun fleiri en upp hafi verið gefin. Tímamót í Evrópu Dánartíðnin hefur verið mjög há í Evrópu undanfarin ár. Bæði í faraldrinum sjálfum og eftir hann. Febrúarmánuður árið 2023 var sá fyrsti í þrjú ár sem engin umframdauðsföll voru í Evrópu sem heild. Þvert á móti var hlutfallið í febrúar neikvætt um þrjú prósent. Hæst var hlutfallið 40 prósent, í nóvember árið 2020. Framan af í faraldrinum var hlutfallið mjög lágt hér á Íslandi. Síðan þá hefur það hækkað, til dæmis voru umframdauðsföll 54,4 prósent í marsmánuði árið 2022. Þrátt fyrir að hlutfallið hafi lækkað mikið í febrúar eru umframdauðsföll hvergi meiri í álfunni nema í Kýpur og Grikklandi. Hafa ber þó í huga að vegna smæðar landsins rokkar hlutfallið meira hér en víðast hvar annars staðar í Evrópu. Landlæknir gagnrýnir útreikning Embætti landlæknis hefur gagnrýnt útreikning Eurostat og sagt hann ofmeta hlutfall umframdauðsfalla á Íslandi. Í tilkynningu frá því í nóvember árið 2022 segir að mánaðarlegar tölur Evrópsku tölfræðistofnunarinnar byggi á vikulegum dánartölum Hagstofu Íslands. Stofnunin hafi ekki undir höndum tölur um fjölda látinna eftir mánuðum og fjöldinn sé því áætlaður. Vikur skarist gjarnan við mánaðarmót. Þar að auki séu gögnin vigtuð og vísbendingar séu um að sú aðferð hafi hækkað hlutfall umframdauðsfalla fram úr hófi fyrir Ísland. „Ábendingar hafa verið sendar um þetta til Eurostat í samstarfi við Hagstofu Íslands,“ segir í tilkynningunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Afnám aðgerða gæti útskýrt umframdauðsföll Sóttvarnalæknir segir að afnám sóttvarnaraðgerða gæti útskýrt umframdauðsföll hér á landi á þessu ári. Ekki mældist aukning í umframdauðsföllum á Íslandi árin 2020 og 2021. 25. október 2022 19:22 Andlát vegna Covid-19 nokkuð fleiri hér á landi en áður var talið Yfirferð dánarvottorða hjá embætti landlæknis hefur leitt í ljós að samtals hafi orðið 153 andlát á Íslandi vegna Covid-19 frá upphafi faraldurs árið 2020 til 1. apríl síðastliðinn. Dauðsföll vegna Covid-19 eru því nokkuð fleiri en opinberar tölur höfðu áður sagt til um, en á síðunni covid.is sagði í síðustu viku að 120 manns hafi látist á Íslandi vegna sjúkdómsins. 17. maí 2022 07:26 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
Umframdauðsföll eru reiknuð út frá meðaltali áranna 2016 til 2019 og heldur tölfræðistofnun Evrópusambandsins, Eurostat, utan um tölfræðina. Hefur þessi mælistika verið mikið í umræðunni í tengslum við Covid-19 faraldurinn. Sumir telja að tölfræðin sýni að andlát vegna covid hafi verið mun fleiri en upp hafi verið gefin. Tímamót í Evrópu Dánartíðnin hefur verið mjög há í Evrópu undanfarin ár. Bæði í faraldrinum sjálfum og eftir hann. Febrúarmánuður árið 2023 var sá fyrsti í þrjú ár sem engin umframdauðsföll voru í Evrópu sem heild. Þvert á móti var hlutfallið í febrúar neikvætt um þrjú prósent. Hæst var hlutfallið 40 prósent, í nóvember árið 2020. Framan af í faraldrinum var hlutfallið mjög lágt hér á Íslandi. Síðan þá hefur það hækkað, til dæmis voru umframdauðsföll 54,4 prósent í marsmánuði árið 2022. Þrátt fyrir að hlutfallið hafi lækkað mikið í febrúar eru umframdauðsföll hvergi meiri í álfunni nema í Kýpur og Grikklandi. Hafa ber þó í huga að vegna smæðar landsins rokkar hlutfallið meira hér en víðast hvar annars staðar í Evrópu. Landlæknir gagnrýnir útreikning Embætti landlæknis hefur gagnrýnt útreikning Eurostat og sagt hann ofmeta hlutfall umframdauðsfalla á Íslandi. Í tilkynningu frá því í nóvember árið 2022 segir að mánaðarlegar tölur Evrópsku tölfræðistofnunarinnar byggi á vikulegum dánartölum Hagstofu Íslands. Stofnunin hafi ekki undir höndum tölur um fjölda látinna eftir mánuðum og fjöldinn sé því áætlaður. Vikur skarist gjarnan við mánaðarmót. Þar að auki séu gögnin vigtuð og vísbendingar séu um að sú aðferð hafi hækkað hlutfall umframdauðsfalla fram úr hófi fyrir Ísland. „Ábendingar hafa verið sendar um þetta til Eurostat í samstarfi við Hagstofu Íslands,“ segir í tilkynningunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Afnám aðgerða gæti útskýrt umframdauðsföll Sóttvarnalæknir segir að afnám sóttvarnaraðgerða gæti útskýrt umframdauðsföll hér á landi á þessu ári. Ekki mældist aukning í umframdauðsföllum á Íslandi árin 2020 og 2021. 25. október 2022 19:22 Andlát vegna Covid-19 nokkuð fleiri hér á landi en áður var talið Yfirferð dánarvottorða hjá embætti landlæknis hefur leitt í ljós að samtals hafi orðið 153 andlát á Íslandi vegna Covid-19 frá upphafi faraldurs árið 2020 til 1. apríl síðastliðinn. Dauðsföll vegna Covid-19 eru því nokkuð fleiri en opinberar tölur höfðu áður sagt til um, en á síðunni covid.is sagði í síðustu viku að 120 manns hafi látist á Íslandi vegna sjúkdómsins. 17. maí 2022 07:26 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
Afnám aðgerða gæti útskýrt umframdauðsföll Sóttvarnalæknir segir að afnám sóttvarnaraðgerða gæti útskýrt umframdauðsföll hér á landi á þessu ári. Ekki mældist aukning í umframdauðsföllum á Íslandi árin 2020 og 2021. 25. október 2022 19:22
Andlát vegna Covid-19 nokkuð fleiri hér á landi en áður var talið Yfirferð dánarvottorða hjá embætti landlæknis hefur leitt í ljós að samtals hafi orðið 153 andlát á Íslandi vegna Covid-19 frá upphafi faraldurs árið 2020 til 1. apríl síðastliðinn. Dauðsföll vegna Covid-19 eru því nokkuð fleiri en opinberar tölur höfðu áður sagt til um, en á síðunni covid.is sagði í síðustu viku að 120 manns hafi látist á Íslandi vegna sjúkdómsins. 17. maí 2022 07:26