Þjóðinni muni þykja mjög vænt um nafnið Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. apríl 2023 12:00 Hús íslenskunnar verður vígt í dag, eftir langan aðdraganda. Vísir/vilhelm Hús íslenskunnar verður vígt í dag og nafn þess, sem mikil leynd hvílir yfir, opinberað. Menningarráðherra segir daginn marka tímamót fyrir íslenska tungu. Þá séu fleiri handrit á heimleið frá Danmörku sem sýnd verða í húsinu strax á næsta ári. Bygging Húss íslenskunnar við Suðurgötu í Reykjavík á sér afar langan aðdraganda; fyrstu hugmyndir komu fram árið 2005 en verkefnið sett á bið í efnahagshruninu. Lóðin undir húsið stóð því óhreyfð um árabil og var uppnefnd „hola íslenskra fræða“. Sannarlega réttnefni á þeim tímapunkti. En nú er húsið risið og klukkan hálf fimm síðdegis verður það loksins vígt. Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra er himinlifandi með þennan langþráða áfanga. „Ég legg mikla áherslu á að húsið sé opið og aðgengilegt fólkinu í landinu. Loksins geta Íslendingar skoðað handritin sín,“ segir Lilja. Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra fyrir framan holu íslenskra fræða árið 2019, þegar framkvæmdir hófust á ný eftir hlé.Vísir/vilhelm Í húsinu verður starfsemi Árnastofnunar og íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands. Þar verða áðurnefnd handrit einnig varðveitt og önnur frumgögn um íslenska menningu. Og Lilja boðar viðbót við sagnaarfinn. „Það mun fara mjög vel um handritin. Ég lagði nú ýmislegt á okkur til að fá fleiri handrit inn í húsið. Og það er mjög ánægjulegt að greina frá því að vegna þess erum við að fara í aukið samstarf við dönsk yfirvöld og við munum fá fleiri handrit inn í húsið og þau verða til sýnis árið 2024 þegar við opnum grunnsýninguna,“ segir Lilja. Efnt var til samkeppni um nafn á hinu nýja húsi íslenskunnar. Á fjórða þúsund tillögur bárust - og nafnið sem varð fyrir valinu verður tilkynnt við vígsluna í dag. „Mér fannst alveg frábært að fá alla þessa þátttöku og það voru margir sem höfðu skoðun á því hvert ætti að vera nafn hússins. Og ég er býsna sannfærð um að þjóðinni eigi eftir að þykja mjög vænt um þetta nafn.“ Íslensk fræði Íslensk tunga Menning Byggingariðnaður Tengdar fréttir „Hús íslenskunnar“ vígt 19. apríl og nýtt nafn afhjúpað Nýtt hús Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Háskóla Íslands verður vígt 19. apríl næstkomandi. Húsið hefur verið kallað „Hús íslenskunnar“ en mun við vígsluna fá varanlegt nafn. 30. mars 2023 10:20 Hornsteinn lagður að Húsi íslenskunnar Forseti Íslands og mennta- og menningarmálaráðherra lögðu í sameiningu hornstein að Húsi íslenskunnar við Suðurgötu í dag. 21. apríl 2021 17:07 Sjáðu Hús íslenskunnar taka á sig mynd Framkvæmdir við Hús íslenskunnar hafa gengið vel það sem af er ári, þrátt fyrir afleitt vetrarveður og heimsfaraldur kórónuveiru. 5. maí 2020 18:57 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Fleiri fréttir Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Sjá meira
Bygging Húss íslenskunnar við Suðurgötu í Reykjavík á sér afar langan aðdraganda; fyrstu hugmyndir komu fram árið 2005 en verkefnið sett á bið í efnahagshruninu. Lóðin undir húsið stóð því óhreyfð um árabil og var uppnefnd „hola íslenskra fræða“. Sannarlega réttnefni á þeim tímapunkti. En nú er húsið risið og klukkan hálf fimm síðdegis verður það loksins vígt. Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra er himinlifandi með þennan langþráða áfanga. „Ég legg mikla áherslu á að húsið sé opið og aðgengilegt fólkinu í landinu. Loksins geta Íslendingar skoðað handritin sín,“ segir Lilja. Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra fyrir framan holu íslenskra fræða árið 2019, þegar framkvæmdir hófust á ný eftir hlé.Vísir/vilhelm Í húsinu verður starfsemi Árnastofnunar og íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands. Þar verða áðurnefnd handrit einnig varðveitt og önnur frumgögn um íslenska menningu. Og Lilja boðar viðbót við sagnaarfinn. „Það mun fara mjög vel um handritin. Ég lagði nú ýmislegt á okkur til að fá fleiri handrit inn í húsið. Og það er mjög ánægjulegt að greina frá því að vegna þess erum við að fara í aukið samstarf við dönsk yfirvöld og við munum fá fleiri handrit inn í húsið og þau verða til sýnis árið 2024 þegar við opnum grunnsýninguna,“ segir Lilja. Efnt var til samkeppni um nafn á hinu nýja húsi íslenskunnar. Á fjórða þúsund tillögur bárust - og nafnið sem varð fyrir valinu verður tilkynnt við vígsluna í dag. „Mér fannst alveg frábært að fá alla þessa þátttöku og það voru margir sem höfðu skoðun á því hvert ætti að vera nafn hússins. Og ég er býsna sannfærð um að þjóðinni eigi eftir að þykja mjög vænt um þetta nafn.“
Íslensk fræði Íslensk tunga Menning Byggingariðnaður Tengdar fréttir „Hús íslenskunnar“ vígt 19. apríl og nýtt nafn afhjúpað Nýtt hús Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Háskóla Íslands verður vígt 19. apríl næstkomandi. Húsið hefur verið kallað „Hús íslenskunnar“ en mun við vígsluna fá varanlegt nafn. 30. mars 2023 10:20 Hornsteinn lagður að Húsi íslenskunnar Forseti Íslands og mennta- og menningarmálaráðherra lögðu í sameiningu hornstein að Húsi íslenskunnar við Suðurgötu í dag. 21. apríl 2021 17:07 Sjáðu Hús íslenskunnar taka á sig mynd Framkvæmdir við Hús íslenskunnar hafa gengið vel það sem af er ári, þrátt fyrir afleitt vetrarveður og heimsfaraldur kórónuveiru. 5. maí 2020 18:57 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Fleiri fréttir Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Sjá meira
„Hús íslenskunnar“ vígt 19. apríl og nýtt nafn afhjúpað Nýtt hús Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Háskóla Íslands verður vígt 19. apríl næstkomandi. Húsið hefur verið kallað „Hús íslenskunnar“ en mun við vígsluna fá varanlegt nafn. 30. mars 2023 10:20
Hornsteinn lagður að Húsi íslenskunnar Forseti Íslands og mennta- og menningarmálaráðherra lögðu í sameiningu hornstein að Húsi íslenskunnar við Suðurgötu í dag. 21. apríl 2021 17:07
Sjáðu Hús íslenskunnar taka á sig mynd Framkvæmdir við Hús íslenskunnar hafa gengið vel það sem af er ári, þrátt fyrir afleitt vetrarveður og heimsfaraldur kórónuveiru. 5. maí 2020 18:57