Í kjölfar riðusmits Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar 19. apríl 2023 11:01 Í gærkvöldi (18. apríl 2023) var haldinn upplýsingafundur í Húnaþingi vestra vegna þeirra riðusmita sem komið hafa upp á tveimur sauðfjárbúum þar. Þau smit eru mikið áfall fyrir bændur á þeim bæjum og í raun fyrir alla ábúendur í nágrenninu. Hugur minn er hjá bændum á Bergsstöðum og Syðri-Urriðaá. Á fundinum komu fram margar athugasemdir sem vert er að taka til greina. Má þar nefna girðingamál, arfgerðargreiningu, upplýsingagjöf, verkferla, rannsóknir, almennt utanumhald og sálfræðiaðstoð. Umræðan hjá stjórnmálamönnum þarf að snúast um það hvað við getum gert strax. Þá getum við litið til þess að arfgerðargreina allt eða meginþorra alls sauðfjár á landinu til þess að finna þær ær sem hafa vörn gegn riðunni. Þrátt fyrir að það verkefni yrði mjög kostnaðarsamt þá þurfum við að ræða þann möguleika. Einnig þarf að hafa reglubundið viðhald og eftirlit með varnarlínunum. Stór hluti varnarlína eru girðingar. Hér er um að ræða mörg hundruð kílómetra og því tímafrekt að hafa eftirlit og viðhald með þeim en jafnframt nauðsynlegt. Náttúra, veður og menn geta haft áhrif á girðingarnar og þess vegna þarf að skoða þær reglulega. Varnarhólfin eru mörg í kringum landið og Miðfjarðarhólfið var ósýkt. Eitt nærliggjandi hólfa var í forgangi í viðhaldi vegna riðusmita en nú þarf að einblína á hin hólfin líka. Við þurfum að treysta fagfólkinu okkar til þess að taka ákvarðanir á fyrirliggjandi rannsóknum hverju sinni en megum heldur ekki sofna á verðinum. Það er mikilvægt að leggja mikinn þunga í rannsóknir á riðu og vinna saman að því að styrkja stöðu bænda. Þó að það veki von að finna arfgerð sem veitir vörn gegn riðu þá tekur mörg ár að rækta upp þann eiginleika í heilu hjörðunum. Einnig þarf á sama tíma að líta til annars konar kynbótastarfs, sem margir hafa unnið að í mörg ár eða áratugi. Upplýsingagjöf og stuðningur til samfélagsins Það kom einnig fram á fundinum að sveitastjórn, bændur og samfélag hafi ekki fengið nægilegar upplýsingar um stöðuna. Þetta er gagnrýni sem stjórnvöld þurfa að taka til sín, skapa verkferla og koma í veg fyrir að það gerist aftur. Verkferlar þurfa að taka á upplýsingagjöf til bændanna, nærsamfélags, heilbrigðisstofnanna, sveitarfélags, fjölmiðla og ríkisins. Samskiptin þurfa að vera skýr, skipulag eins gott og mögulegt er og stuðningur til staðar frá fyrsta degi. Riðusmiti hefur oft verið líkt við náttúruhamfarir. Áfallið er slíkt. Þar af leiðandi þarf að tryggja að viðbrögðin séu í samræmi við áfallið. Verkferlar eiga að vera skýrir og utanumhald þarf að vera tryggt. Höfundur er þingmaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Framsóknarflokkurinn Riða í Miðfirði Húnaþing vestra Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Sjá meira
Í gærkvöldi (18. apríl 2023) var haldinn upplýsingafundur í Húnaþingi vestra vegna þeirra riðusmita sem komið hafa upp á tveimur sauðfjárbúum þar. Þau smit eru mikið áfall fyrir bændur á þeim bæjum og í raun fyrir alla ábúendur í nágrenninu. Hugur minn er hjá bændum á Bergsstöðum og Syðri-Urriðaá. Á fundinum komu fram margar athugasemdir sem vert er að taka til greina. Má þar nefna girðingamál, arfgerðargreiningu, upplýsingagjöf, verkferla, rannsóknir, almennt utanumhald og sálfræðiaðstoð. Umræðan hjá stjórnmálamönnum þarf að snúast um það hvað við getum gert strax. Þá getum við litið til þess að arfgerðargreina allt eða meginþorra alls sauðfjár á landinu til þess að finna þær ær sem hafa vörn gegn riðunni. Þrátt fyrir að það verkefni yrði mjög kostnaðarsamt þá þurfum við að ræða þann möguleika. Einnig þarf að hafa reglubundið viðhald og eftirlit með varnarlínunum. Stór hluti varnarlína eru girðingar. Hér er um að ræða mörg hundruð kílómetra og því tímafrekt að hafa eftirlit og viðhald með þeim en jafnframt nauðsynlegt. Náttúra, veður og menn geta haft áhrif á girðingarnar og þess vegna þarf að skoða þær reglulega. Varnarhólfin eru mörg í kringum landið og Miðfjarðarhólfið var ósýkt. Eitt nærliggjandi hólfa var í forgangi í viðhaldi vegna riðusmita en nú þarf að einblína á hin hólfin líka. Við þurfum að treysta fagfólkinu okkar til þess að taka ákvarðanir á fyrirliggjandi rannsóknum hverju sinni en megum heldur ekki sofna á verðinum. Það er mikilvægt að leggja mikinn þunga í rannsóknir á riðu og vinna saman að því að styrkja stöðu bænda. Þó að það veki von að finna arfgerð sem veitir vörn gegn riðu þá tekur mörg ár að rækta upp þann eiginleika í heilu hjörðunum. Einnig þarf á sama tíma að líta til annars konar kynbótastarfs, sem margir hafa unnið að í mörg ár eða áratugi. Upplýsingagjöf og stuðningur til samfélagsins Það kom einnig fram á fundinum að sveitastjórn, bændur og samfélag hafi ekki fengið nægilegar upplýsingar um stöðuna. Þetta er gagnrýni sem stjórnvöld þurfa að taka til sín, skapa verkferla og koma í veg fyrir að það gerist aftur. Verkferlar þurfa að taka á upplýsingagjöf til bændanna, nærsamfélags, heilbrigðisstofnanna, sveitarfélags, fjölmiðla og ríkisins. Samskiptin þurfa að vera skýr, skipulag eins gott og mögulegt er og stuðningur til staðar frá fyrsta degi. Riðusmiti hefur oft verið líkt við náttúruhamfarir. Áfallið er slíkt. Þar af leiðandi þarf að tryggja að viðbrögðin séu í samræmi við áfallið. Verkferlar eiga að vera skýrir og utanumhald þarf að vera tryggt. Höfundur er þingmaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi.
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun