Í kjölfar riðusmits Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar 19. apríl 2023 11:01 Í gærkvöldi (18. apríl 2023) var haldinn upplýsingafundur í Húnaþingi vestra vegna þeirra riðusmita sem komið hafa upp á tveimur sauðfjárbúum þar. Þau smit eru mikið áfall fyrir bændur á þeim bæjum og í raun fyrir alla ábúendur í nágrenninu. Hugur minn er hjá bændum á Bergsstöðum og Syðri-Urriðaá. Á fundinum komu fram margar athugasemdir sem vert er að taka til greina. Má þar nefna girðingamál, arfgerðargreiningu, upplýsingagjöf, verkferla, rannsóknir, almennt utanumhald og sálfræðiaðstoð. Umræðan hjá stjórnmálamönnum þarf að snúast um það hvað við getum gert strax. Þá getum við litið til þess að arfgerðargreina allt eða meginþorra alls sauðfjár á landinu til þess að finna þær ær sem hafa vörn gegn riðunni. Þrátt fyrir að það verkefni yrði mjög kostnaðarsamt þá þurfum við að ræða þann möguleika. Einnig þarf að hafa reglubundið viðhald og eftirlit með varnarlínunum. Stór hluti varnarlína eru girðingar. Hér er um að ræða mörg hundruð kílómetra og því tímafrekt að hafa eftirlit og viðhald með þeim en jafnframt nauðsynlegt. Náttúra, veður og menn geta haft áhrif á girðingarnar og þess vegna þarf að skoða þær reglulega. Varnarhólfin eru mörg í kringum landið og Miðfjarðarhólfið var ósýkt. Eitt nærliggjandi hólfa var í forgangi í viðhaldi vegna riðusmita en nú þarf að einblína á hin hólfin líka. Við þurfum að treysta fagfólkinu okkar til þess að taka ákvarðanir á fyrirliggjandi rannsóknum hverju sinni en megum heldur ekki sofna á verðinum. Það er mikilvægt að leggja mikinn þunga í rannsóknir á riðu og vinna saman að því að styrkja stöðu bænda. Þó að það veki von að finna arfgerð sem veitir vörn gegn riðu þá tekur mörg ár að rækta upp þann eiginleika í heilu hjörðunum. Einnig þarf á sama tíma að líta til annars konar kynbótastarfs, sem margir hafa unnið að í mörg ár eða áratugi. Upplýsingagjöf og stuðningur til samfélagsins Það kom einnig fram á fundinum að sveitastjórn, bændur og samfélag hafi ekki fengið nægilegar upplýsingar um stöðuna. Þetta er gagnrýni sem stjórnvöld þurfa að taka til sín, skapa verkferla og koma í veg fyrir að það gerist aftur. Verkferlar þurfa að taka á upplýsingagjöf til bændanna, nærsamfélags, heilbrigðisstofnanna, sveitarfélags, fjölmiðla og ríkisins. Samskiptin þurfa að vera skýr, skipulag eins gott og mögulegt er og stuðningur til staðar frá fyrsta degi. Riðusmiti hefur oft verið líkt við náttúruhamfarir. Áfallið er slíkt. Þar af leiðandi þarf að tryggja að viðbrögðin séu í samræmi við áfallið. Verkferlar eiga að vera skýrir og utanumhald þarf að vera tryggt. Höfundur er þingmaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Framsóknarflokkurinn Riða í Miðfirði Húnaþing vestra Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Í gærkvöldi (18. apríl 2023) var haldinn upplýsingafundur í Húnaþingi vestra vegna þeirra riðusmita sem komið hafa upp á tveimur sauðfjárbúum þar. Þau smit eru mikið áfall fyrir bændur á þeim bæjum og í raun fyrir alla ábúendur í nágrenninu. Hugur minn er hjá bændum á Bergsstöðum og Syðri-Urriðaá. Á fundinum komu fram margar athugasemdir sem vert er að taka til greina. Má þar nefna girðingamál, arfgerðargreiningu, upplýsingagjöf, verkferla, rannsóknir, almennt utanumhald og sálfræðiaðstoð. Umræðan hjá stjórnmálamönnum þarf að snúast um það hvað við getum gert strax. Þá getum við litið til þess að arfgerðargreina allt eða meginþorra alls sauðfjár á landinu til þess að finna þær ær sem hafa vörn gegn riðunni. Þrátt fyrir að það verkefni yrði mjög kostnaðarsamt þá þurfum við að ræða þann möguleika. Einnig þarf að hafa reglubundið viðhald og eftirlit með varnarlínunum. Stór hluti varnarlína eru girðingar. Hér er um að ræða mörg hundruð kílómetra og því tímafrekt að hafa eftirlit og viðhald með þeim en jafnframt nauðsynlegt. Náttúra, veður og menn geta haft áhrif á girðingarnar og þess vegna þarf að skoða þær reglulega. Varnarhólfin eru mörg í kringum landið og Miðfjarðarhólfið var ósýkt. Eitt nærliggjandi hólfa var í forgangi í viðhaldi vegna riðusmita en nú þarf að einblína á hin hólfin líka. Við þurfum að treysta fagfólkinu okkar til þess að taka ákvarðanir á fyrirliggjandi rannsóknum hverju sinni en megum heldur ekki sofna á verðinum. Það er mikilvægt að leggja mikinn þunga í rannsóknir á riðu og vinna saman að því að styrkja stöðu bænda. Þó að það veki von að finna arfgerð sem veitir vörn gegn riðu þá tekur mörg ár að rækta upp þann eiginleika í heilu hjörðunum. Einnig þarf á sama tíma að líta til annars konar kynbótastarfs, sem margir hafa unnið að í mörg ár eða áratugi. Upplýsingagjöf og stuðningur til samfélagsins Það kom einnig fram á fundinum að sveitastjórn, bændur og samfélag hafi ekki fengið nægilegar upplýsingar um stöðuna. Þetta er gagnrýni sem stjórnvöld þurfa að taka til sín, skapa verkferla og koma í veg fyrir að það gerist aftur. Verkferlar þurfa að taka á upplýsingagjöf til bændanna, nærsamfélags, heilbrigðisstofnanna, sveitarfélags, fjölmiðla og ríkisins. Samskiptin þurfa að vera skýr, skipulag eins gott og mögulegt er og stuðningur til staðar frá fyrsta degi. Riðusmiti hefur oft verið líkt við náttúruhamfarir. Áfallið er slíkt. Þar af leiðandi þarf að tryggja að viðbrögðin séu í samræmi við áfallið. Verkferlar eiga að vera skýrir og utanumhald þarf að vera tryggt. Höfundur er þingmaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar