Miðvarðasveit Man City möguleg lausn á vandræðum í Meistaradeildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2023 13:00 Pep Guardiola er ávallt að breyta einhverju í leikstíl sínum. Vísir/Getty Enn eitt vorið virðist sem Pep Guardiola hafi fundið hina fullkomnu blöndu þegar kemur að því hvað þarf að gera til að vinna Meistaradeild Evrópu. Það er þangað til eitthvað klikkar. Manchester City er komið með annan fótinn í undanúrslit Meistaradeildarinnar eftir 3-0 sigur á Bayern München í fyrri leik liðanna á Etihad-vellinum í Manchester. Líkt og svo oft áður er Guardiola að gera nýstárlega hluti þegar kemur að uppspili en nú, líkt og áður, veltir margur fyrir sér hvort þetta sé það sem mun skila fyrsta Meistaradeildartitli félagsins. Guardiola er sífellt að breyta til en á síðustu leiktíð fór João Cancelo úr bakverðinum upp í stöðu sóknarþenkjandi miðjumanns þegar Man City var með boltann. Eitthvað kom upp á milli þeirra Pep og Cancelo en leikmaðurinn var sendur á lán til Bayern í janúar. Þar hefur hann ekki átt upp á pallborðið hjá Thomas Tuchel. The Athletic fór ítarlega yfir þær breytingar sem hafa orðið á leikstíl Pep frá því hann stýrði Barcelona fyrst. Þar á meðal er fjallað um hvernig Pep nýtir bakverði sína á annan hátt í dag en þá. Liðnir eru dagarnir þar sem Dani Alves óð endalína á milli hjá Barcelona. Í dag snýst allt um að hafa stjórn á leiknum, bæði með boltann og þegar hann tapast. Það er svo sem ekkert nýtt þegar kemur að því hvernig Pep vill spila en það sem hefur vakið athygli í vetur er sú staðreynd að hann er í raun með fjóra miðverði í öftustu línu. Kyle Walker, bakvörður að upplagi, hefur vissulega fengið sínar mínútur en í fyrri leiknum gegn Bayern mynduðu þeir Manuel Akanji, John Stones, Rúben Dias og Nathan Aké fjögurra manna varnarlínu. Það sem hefur þó komið hvað mest á óvart í undanförnum leikjum er hvernig Stones stígur upp úr miðverðinum og stillir sér upp við hlið Rodri á miðri miðjunni þegar City-liðið sækir. „Á næsta ári ætla ég að spila þér á miðjunni,“ gæti Pep verið að segja hér.Michael Regan/Getty Images Virðist Pep hafa fundið hið fullkomna leikkerfi, sem stendur, en lærisveinar hans hafa nú unnið 10 leiki í röð í öllum keppnum. Hvort það dugi til að sigra Meistaradeild Evrópu verður að koma í ljós en það þarf fyrst að klára einvígið gegn Bayern. Leikur Bayern og Man City hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2. Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Þjálfari Bayern segir lið sitt þurfa kraftaverk Thomas Tuchel, tiltölulega nýráðinn þjálfari Þýskalandsmeistara Bayern München, segir sína menn þurfa kraftaverk í síðari leik liðsins gegn Manchester City í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 19. apríl 2023 08:32 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
Manchester City er komið með annan fótinn í undanúrslit Meistaradeildarinnar eftir 3-0 sigur á Bayern München í fyrri leik liðanna á Etihad-vellinum í Manchester. Líkt og svo oft áður er Guardiola að gera nýstárlega hluti þegar kemur að uppspili en nú, líkt og áður, veltir margur fyrir sér hvort þetta sé það sem mun skila fyrsta Meistaradeildartitli félagsins. Guardiola er sífellt að breyta til en á síðustu leiktíð fór João Cancelo úr bakverðinum upp í stöðu sóknarþenkjandi miðjumanns þegar Man City var með boltann. Eitthvað kom upp á milli þeirra Pep og Cancelo en leikmaðurinn var sendur á lán til Bayern í janúar. Þar hefur hann ekki átt upp á pallborðið hjá Thomas Tuchel. The Athletic fór ítarlega yfir þær breytingar sem hafa orðið á leikstíl Pep frá því hann stýrði Barcelona fyrst. Þar á meðal er fjallað um hvernig Pep nýtir bakverði sína á annan hátt í dag en þá. Liðnir eru dagarnir þar sem Dani Alves óð endalína á milli hjá Barcelona. Í dag snýst allt um að hafa stjórn á leiknum, bæði með boltann og þegar hann tapast. Það er svo sem ekkert nýtt þegar kemur að því hvernig Pep vill spila en það sem hefur vakið athygli í vetur er sú staðreynd að hann er í raun með fjóra miðverði í öftustu línu. Kyle Walker, bakvörður að upplagi, hefur vissulega fengið sínar mínútur en í fyrri leiknum gegn Bayern mynduðu þeir Manuel Akanji, John Stones, Rúben Dias og Nathan Aké fjögurra manna varnarlínu. Það sem hefur þó komið hvað mest á óvart í undanförnum leikjum er hvernig Stones stígur upp úr miðverðinum og stillir sér upp við hlið Rodri á miðri miðjunni þegar City-liðið sækir. „Á næsta ári ætla ég að spila þér á miðjunni,“ gæti Pep verið að segja hér.Michael Regan/Getty Images Virðist Pep hafa fundið hið fullkomna leikkerfi, sem stendur, en lærisveinar hans hafa nú unnið 10 leiki í röð í öllum keppnum. Hvort það dugi til að sigra Meistaradeild Evrópu verður að koma í ljós en það þarf fyrst að klára einvígið gegn Bayern. Leikur Bayern og Man City hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2.
Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Þjálfari Bayern segir lið sitt þurfa kraftaverk Thomas Tuchel, tiltölulega nýráðinn þjálfari Þýskalandsmeistara Bayern München, segir sína menn þurfa kraftaverk í síðari leik liðsins gegn Manchester City í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 19. apríl 2023 08:32 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
Þjálfari Bayern segir lið sitt þurfa kraftaverk Thomas Tuchel, tiltölulega nýráðinn þjálfari Þýskalandsmeistara Bayern München, segir sína menn þurfa kraftaverk í síðari leik liðsins gegn Manchester City í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 19. apríl 2023 08:32
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti