Óskar Hrafn tók málin í sínar hendur og birti næsta byrjunarlið Blika á Twitter Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. apríl 2023 17:31 Íslandsmeistarinn Óskar Hrafn. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur farið heldur óvenjulega leið til að koma í veg fyrir að hægt verði að leka byrjunarliði Breiðabliks í Fjölni fyrir bikarleik liðanna. Hann birti það einfaldlega á Twitter-síðu sinni. Íslandsmeistarar Breiðabliks og Fjölnir, sem leika í Lengjudeildinni, mætast í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á miðvikudaginn kemur. Svo virðist sem byrjunarliði Breiðabliks hafi verið lekið í HK og Val, fyrstu tvo mótherja liðsins í Bestu deildinni. Óskar Hrafn var spurður út í þetta eftir sigur gegn Val á sunnudagskvöld. Hann hafði þetta að segja í viðtali við Gunnlaug Jónsson eftir leik: „Ert að segja mér fréttir en það ætti ekkert að koma á óvart þar sem því var líka lekið í fyrsta leiknum. Færð mig ekkert til að tala um að einhver sé að kjafta frá. Svona er fótboltinn orðinn. Við höfum oft fengið byrjunarlið andstæðinga okkar. Menn tala, hittast, eru alls staðar og hvergi. Þetta skiptir engu máli.“ „Við getum sent Úlfi, þjálfara Fjölnis, byrjunarliðið á þriðjudaginn. Það skiptir engu máli hvort þessi eða hinn séu með. Það sem skiptir máli er að þeir sem byrja séu klárir, ef menn vilja segja frá byrjunarliðinu þá gera þeir það, en það væri betra ef það væri haldið innanhúss en fyrst að svo er þá er það bara þannig.“ Óskar Hrafn hefur nú einfaldlega tekið málin í sínar hendur og birti fyrir skemmstu byrjunarlið Blika í komandi leik á Twitter-síðu sinni. Liðið má sjá hér að neðan en svo virðist sem planið sé að stilla upp í hefðbundið 4-3-3 leikkerfi. Byrjunarlið Breiðabliks gegn Fjölni í Mjólkurbikarnum 19. aprílBrynjar Atli, Höskuldur, Viktor Örn, Oliver St., Alex Freyr, Oliver Si., Alexander Helgi, Ágúst Orri, Eyþór Aron, Klæmint, Stefán Ingi.— OskarHrafn (@oskar_hrafn) April 17, 2023 Markvörður verður Brynjar Atli Bragason á meðan Höskuldur Gunnlaugsson, Viktor Örn Margeirsson, Oliver Stefánsson og Alex Freyr Elísson mynda fjögurra manna varnarlínu. Á miðjunni verða Oliver Sigurjónsson, Alexander Helgi Sigurðarson og Ágúst Orri Þorsteinsson. Fremstu þrír verða svo Eyþór Aron Wöhler, Klæmint Olsen og Stefán Ingi Sigurðarson. Leikur Fjölnis og Breiðabliks fer fram í Egilshöll á miðvikudag kemur kl. 18.00. Fótbolti Breiðablik Besta deild karla Mjólkurbikar karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Patrik varar við því að nú gæti olnbogaskotum fjölgað Patrik Johannesen, sóknarmaður Breiðabliks, segir að það verði mikið um olnbogaskot í Bestu deildinni í fótbolta í sumar fari dómarar sömu leið og gert var í leik Breiðabliks og Vals í gær. 17. apríl 2023 15:29 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Sjá meira
Íslandsmeistarar Breiðabliks og Fjölnir, sem leika í Lengjudeildinni, mætast í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á miðvikudaginn kemur. Svo virðist sem byrjunarliði Breiðabliks hafi verið lekið í HK og Val, fyrstu tvo mótherja liðsins í Bestu deildinni. Óskar Hrafn var spurður út í þetta eftir sigur gegn Val á sunnudagskvöld. Hann hafði þetta að segja í viðtali við Gunnlaug Jónsson eftir leik: „Ert að segja mér fréttir en það ætti ekkert að koma á óvart þar sem því var líka lekið í fyrsta leiknum. Færð mig ekkert til að tala um að einhver sé að kjafta frá. Svona er fótboltinn orðinn. Við höfum oft fengið byrjunarlið andstæðinga okkar. Menn tala, hittast, eru alls staðar og hvergi. Þetta skiptir engu máli.“ „Við getum sent Úlfi, þjálfara Fjölnis, byrjunarliðið á þriðjudaginn. Það skiptir engu máli hvort þessi eða hinn séu með. Það sem skiptir máli er að þeir sem byrja séu klárir, ef menn vilja segja frá byrjunarliðinu þá gera þeir það, en það væri betra ef það væri haldið innanhúss en fyrst að svo er þá er það bara þannig.“ Óskar Hrafn hefur nú einfaldlega tekið málin í sínar hendur og birti fyrir skemmstu byrjunarlið Blika í komandi leik á Twitter-síðu sinni. Liðið má sjá hér að neðan en svo virðist sem planið sé að stilla upp í hefðbundið 4-3-3 leikkerfi. Byrjunarlið Breiðabliks gegn Fjölni í Mjólkurbikarnum 19. aprílBrynjar Atli, Höskuldur, Viktor Örn, Oliver St., Alex Freyr, Oliver Si., Alexander Helgi, Ágúst Orri, Eyþór Aron, Klæmint, Stefán Ingi.— OskarHrafn (@oskar_hrafn) April 17, 2023 Markvörður verður Brynjar Atli Bragason á meðan Höskuldur Gunnlaugsson, Viktor Örn Margeirsson, Oliver Stefánsson og Alex Freyr Elísson mynda fjögurra manna varnarlínu. Á miðjunni verða Oliver Sigurjónsson, Alexander Helgi Sigurðarson og Ágúst Orri Þorsteinsson. Fremstu þrír verða svo Eyþór Aron Wöhler, Klæmint Olsen og Stefán Ingi Sigurðarson. Leikur Fjölnis og Breiðabliks fer fram í Egilshöll á miðvikudag kemur kl. 18.00.
Fótbolti Breiðablik Besta deild karla Mjólkurbikar karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Patrik varar við því að nú gæti olnbogaskotum fjölgað Patrik Johannesen, sóknarmaður Breiðabliks, segir að það verði mikið um olnbogaskot í Bestu deildinni í fótbolta í sumar fari dómarar sömu leið og gert var í leik Breiðabliks og Vals í gær. 17. apríl 2023 15:29 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Sjá meira
Patrik varar við því að nú gæti olnbogaskotum fjölgað Patrik Johannesen, sóknarmaður Breiðabliks, segir að það verði mikið um olnbogaskot í Bestu deildinni í fótbolta í sumar fari dómarar sömu leið og gert var í leik Breiðabliks og Vals í gær. 17. apríl 2023 15:29